Fréttablaðið - 24.11.2004, Page 1

Fréttablaðið - 24.11.2004, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR NÝ FASTEIGNALÖG Klukkan 12:15 í dag flytur Viðar Már Matthíasson, prófess- or við lagadeild HÍ, erindi um ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa í mál- stofu Lagastofnunar, stofu 101 í Lögbergi við Háskóla Íslands. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 24. nóvember 2004 – 322. tölublað – 4. árgangur ● snýr aftur í skaupinu Læknirinn skæði Saxi læknir: ▲ SÍÐA 34 SKATTAFRUMVARP GAGNRÝNT Í umræðum um tekjuskattsfrumvarp á Al- þingi í gær var ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir að auka þenslu og hygla hátekjufólki. Sam- fylkingin var sökuð um hringlandahátt í skattastefnu sinni. Sjá síðu 2 VANNÆRING Í ÍRAK Þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins segir skýrslu um aukna vannæringu íraskra barna ekki koma á óvart. Hann telur ástand í landinu þó betra en áður. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir niðurstöðurnar skelfilegar. Sjá síðu 4 ÖRYRKJUM FJÖLGAR Öryrkjum fjölg- ar meira nú en fyrri ár. Aukningin jókst eftir að læknar utan Tryggingastofnunarinnar tóku að meta örorkuna. Greiðslur hafa hækkað úr fimm milljörðum í tólf. Ráð- herra vill rannsókn. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 28 Leikhús 28 Myndlist 28 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 ● jólin koma Býr til jólaskrautið sjálfur Kalli Bjarni: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS RIGNING EÐA SKÚRIR einhvern hluta dagsins á landinu, fyrst suðvestan til. Þessu valda skil á norðurleið. Fyrir norðan verður þetta slydda eða jafnvel snjór síðdegis. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 25-50 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 71% 46% MorgunblaðiðFréttablaðið HRINGRÁSARBRUNINN Um sex hund- ruð íbúar Kleppsvegar og ná- grennis fengu að halda heim um miðjan dag í gær eftir að hafa þurft að yfirgefa híbýli sitt í hasti undir miðnætti í fyrrakvöld. Enn er ógjörningur að meta tjónið sem hlaust af en ljóst að það er umtals- vert. Skemma Hringrásar varð eldinum að bráð og allt sem í henni var auk þess sem talsverð verð- mæti voru í dekkjahaugnum sem brann til kaldra kola. Starfsemi lá niðri í mörgum nærliggjandi fyrir- tækjum í gær og eigur sumra þeirra eyðilögðust vegna reyks og sóts. Matvælafyrirtæki í grennd- inni þurfti að farga allri fram- leiðslu sinni. Ónefndar eru þær skemmdir sem urðu á heimilum. Á fjórða hundrað tók þátt í sam- hæfðum aðgerðum björgunaraðila og hafa ekki fleiri komið að slíkum verkum fyrr. Um 80 slökkviliðs- menn stóðu í ströngu um langa hríð, yfir 30 lögreglumenn komu að verk- inu, 90 björgunarsveitarmenn og 50 liðsmenn Rauða krossins auk fjölda annarra, eins og strætisvagna- og leigubílstjóra. Mönnum ber saman um að allar aðgerðir hafi tekist vel og gott samstarf ríkt. Hringrás hefur komið töluvert við sögu á liðnum árum vegna mengunar í jarðvegi. Árið 1989 greindist eiturefnið PCB í jarðvegi á athafnasvæði þess en umhverf- isráðuneytið gaf út fyrsta starfs- leyfi fyrirtækisins 1991. Tveimur árum síðar var fullyrt að PCB- mengun á lóð Hringrásar væri eitt mesta umhverfisvandamál sem komið hefði upp á Íslandi. Þá vildi Katrín Fjeldsted, þáverandi for- maður heilbrigðisnefndar Reykja- víkur, að fyrirtækið yrði flutt af núverandi athafnasvæði. Heil- brigðiseftirlit borgarinnar gaf hins vegar út leyfi í september 1999 til 5 ára og rann það út í haust. Þá hófst vinna við endur- nýjun leyfisins. Árið 2001 sekkjaði fyrirtækið PCB-menguðum jarð- vegi sem komið var fyrir í land- fyllingu í Sundahöfn og á lóð fyrir- tækisins. - bþs - ghg sjá síður 10 - 17 Auður Laxness: Stefnir Hannesi DÓMSMÁL Auður Laxness, ekkja Halldórs Kiljans Laxness, hefur stefnt Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni prófessor fyrir að hafa brotið á höfundarrétti Halldórs með „ítrekuðum og grófum hætti“ í fyrsta bindi ævisögu skáldsins sem kom út í fyrra. Hannesi er stefnt fyrir 120 at- riði sem sögð eru framin af ásetn- ingi eða stórfelldu gáleysi. Þess er krafist að Hannes verði dæmdur samkvæmt 54. grein höfundar- laga sem kveða á um fjársektir eða fangelsi í allt að tvö ár. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. - bs Írak: Ekki staðið við loforð BAGDAD, AP Háttsettur aðstoðar- maður klerksins Muqtada al-Sadr sakar írösk stjórnvöld um að ganga gegn samningi sem gerður var í ágúst til að ljúka bardögum í Najaf. Engar sérstakar hótanir komu fram, talin er aukin hætta á nýj- um bardögum milli stjórnvalda og her al-Sadrs. Aðstoðarmaðurinn sagði að stjórnvöld hafi lofað í ágúst að elta ekki uppi meðlimi hreyfingar al-Sadrs og sleppa flestum þeirra úr haldi. Við þetta hafi ekki verið staðið og fjöldi félaga hans í haldi hafi nú tvöfaldast. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Framkvæmdastjóri Hringrásar: Hugurinn hjá fólki sem flúði BRUNI Hringrás varð fyrir verulegu tjóni í brunanum í fyrrinótt að mati Einars Ásgeirssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Hann segir að tryggingafélag sé að meta tjónið og ekki sé hægt að slá neinu föstu sem stendur. Það sé líka aukaatriði í mál- inu þar sem hugurinn sé hjá fólkinu sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í tengslum við brunann. Einar segir að í kjölfar þessa verði farið yfir öryggisatriði með forvarnadeild Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins til að tryggja að fólk í nágrenninu geti sofið öruggt um nætur. Hann segist hafa verið í viðræð- um við eldvarnaeftirlitið eftir að það lýsti yfir áhyggjum sínum yfir dekkjahrúgunni í sumar. Það hafi því miður dregist að fjarlægja hana. Nú sé hins vegar búið að semja við Sorpu og dekkin sem eftir eru fari þangað. Einar segist skilja vel að íbúar í nágrenni fyrir- tækisins beri blendnar tilfinningar til þess á þessari stundu. Hins vegar verði allt kapp lagt á að koma fyrirtækinu aftur í gang um leið og heimild fáist frá slökkviliði og umhverfis- og heilbrigðisstofu. - ghg FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Fylgir blaðinu í dag AUÐUR LAXNESSHANNES HÓLMSTEINN EINAR ÁSGEIRSSON Framkvæmdastjóri Hringrásar horfir á dekkjahrúguna brenna út um glugga á skrifstofu fyrirtækisins. GRÖFURNAR GLÍMA VIÐ BRUNNIÐ BRAKIÐ Ljóst er að umtalsvert tjón hefur orðið en ekki er hægt að leggja á það mat strax. Ógjörningur er að meta tjónið Ekki er enn hægt að meta tjónið sem varð af völdum brunans í Hringrás. Á sjötta hundrað þurfti að yfirgefa heimili sitt og á fjórða hundrað tók þátt í aðgerðum. Vandamál hafa fylgt Hringrás um árabil.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.