Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 14
14 24. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR Létti við heimkomuna Við fyrstu sýn virtust skemmdir á húsnæði á Kleppsvegi ekki miklar. Reykjarlyktin sat þó í tepp- um stigaganganna og keimur í íbúðunum. Um 600 íbúar þurftu að yfirgefa heimili sitt. ELDSVOÐI Ekki miklar skemmdir urðu á heimilum á Kleppsvegi af völdum eldsvoðans sem varð þegar endurvinnslustöðin Hringrás brann til kaldra kola á mánudag. Lyktin eftir eiturmettaðan reykinn sat þó í teppum stigaganga og fannst einnig í íbúðunum. Ekki margir snéru heim á fyrstu klukku- stund eftir að lögreglan hafði gefið til þess leyfi. Fólkið sem Frétta- blaðið hitti var létt. Það hafði gist hjá ættingjum og haft áhyggjur af eigum sínum. Um 600 íbúar urðu að yfirgefa heimili sína í Laugar- neshverfinu vegna eiturgufanna í fyrrakvöld. Helgi Unnar Valgeirsson, kona hans Sigríður Elín og sonur yfir- gáfu íbúðina sína upp úr ellefu í gærkvöldi. Þau töldu ekki ráðlegt að hafa soninn í íbúðinni vegna lyktarinnar og reyksins þar sem hann þjáist af astma. Þá eiga þau von á sínu öðru barni og vænta þess á laugardag: „Við vorum að kaupa íbúðina og erum nýbúin að mála hana alla. Ég hef verið að flísaleggja og gera allt klár. Barnið að koma á laugardag- inn og þá gerist þetta,“ segir Helgi sem hefur staðið í undirbúningi fyrir fjölgun í fjölskyldunni síðasta mánuðinn: „Allt var tilbúið en nú liggur brækjan um íbúðina. Barna- fötin nýþvegin voru komin á sinn stað, en nú þurfum við að taka allt í gegn aftur.“ Stofan í íbúðinni snýr frá sjón- um þar sem reykinn lagði að hús- inu. Hún var lokuð og mátti finna mikinn mun á lyktinni þar inni og miðað við þann hluta íbúðarinnar sem mæddi helst á. Helgi sagðist óviss um hvernær fjölskyldan gisti aftur í íbúðinni. Þau vildu vera viss og hafa varann á vegna astma sonarins og ástands konunnar. Anna Guðmundsdóttir og maður hennar Gunnar Guðmannsson voru nýkomin heim frá dóttur sinn í Kópavogi sem þau gistu hjá: „Við lokuðum gluggum snemma og bið- um þar til lögreglan kom og bank- aði,“ segir Anna. Henni hafi verið orðið órótt og viljað komast heim sem fyrst að skoða aðstæðurnar. „Það er ekki mikið í fötum og allt virðist í lagi. Það var aðeins lykt á ganginum en ekkert inni í stofu eða svefnher- bergi þannig að við sleppum vel þó við séum svona nálægt eldsupptök- unum.“ Anna og Gunnar eiga fimm upp- komin börn. Gunnar sat við símann og greindi frá því að allt hefði farið vel. Anna taldi þau hjónin heppin. Það hafi farið um hana þar sem þau hafi ekki haft innbús- tryggingar. Aðalheiður Hauksdóttir og b a r n a b a r n hennar Aron Freyr voru í eftirlitsferð um íbúð foreldra hennar við Klapparstíg sem voru erlendis. „Þau eru búin að vera á línunni og hringdu strax niður í Rauða kross-hús til að til- kynna sig. Ég hafði búið mig undir það versta, að allt yrði svart, en íbúðin virðist í lagi,“ segir Aðal- heiður. Hún búi við Granda og hafi fundið lyktina sem lagði yfir bæinn í fyrrakvöld. Hún segir foreldra hennar hafa verið áhyggjufulla en prísaði sig sæla fyrir að ekki fór verr. gag@frettabladid.is Bruni: Tryggingar vegna reyk- skemmda TRYGGINGAR Hugsanlegt tjón á íbúðarhúsnæði af völdum sóts og reyks frá eldsvoðanum í Hringrás í fyrrinótt fellur undir lögboðna brunatryggingu íbúðar- eigenda. Þetta kemur fram í yfir- lýsingu frá Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Auk þess taka tryggingar vegna innbús yfirleitt til bruna- tjóns, þar með talið tjóns vegna reyks og sóts. Þeir sem hafa ekki innbústryggingu fá tjón sitt ekki bætt frá tryggingafélögunum. Fólki er bent á að snúa sér til tryggingarfélags síns telji það sig hafa orðið fyrir tjóni á eigum sínum vegna brunans við Sunda- höfn. - ghg Kassagerðin: Óvinnufært vegna sóts BRUNI Sót og óþrifnaður barst inn í nokkur fyrirtæki í nágrenni við Hringrás í brunanum í fyrri- nótt. Bjarni Lúðvíksson, forstjóri Kassagerðarinnar, segir að ekki verði unnið í skemmu fyr ir tækis - ins fyrr en búið sé að r e y k r æ s t a hana og hreinsa. Hann von- ast til þess að s t a r f s e m i n komist á fullt í dag en um 50 starfs- menn af 140 fóru ekki til vinnu í gær vegna þessa. Bjarni segir erfitt að meta tjónið af þessu en fyrir- tækið sé tryggt fyrir svona óhöpp- um. Talsvert hafi verið af hálfunnu hráefni á gólfum, sem hann viti ekki hvort orðið hafi fyrir skemmdum. Losna þurfi við reykjarlyktina úr húsinu til að hægt sé að meta tjónið, en það fari líka eftir því hversu lengi starfsemin komi til með að liggja niðri. Það komi helst niður á viðskiptavinum þess ef fyrirtækið verði of lengi frá og geti ekki útveg- að þeim vörur. Hann segir að það sé tryggingafélagsins en ekki sitt að ákveða hvort gerð verði bótakrafa gegn Hringrás. Bjarni segir að hlutirnir hafi þróast betur en á horfðist í fyrr- inótt. „Við óttuðumst um tíma að eldurinn breiddist út og næði í hús Kassagerðarinnar.“ - ghg FRÁ VETTVANGI BRUNANS ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR OG GUNNAR GUÐMANNSSON Drifu sig heim eftir að lögreglan hafði gefið leyfi til að kanna skemmdir og sækja nauð- synjar. Farið hafði um þau, en þau komust fljótt að því að allt var í lagi í íbúð þeirra. HELGI UNNAR VALGEIRSSON Sótti nauðsynjar í íbúð sína og beið frekari boða frá lögreglu: Setti upp súrefnisgrímu og hljóp upp stigaganginn ELDSVOÐI Zdravko Studic mætti fyrstur íbúa að Kleppsvegi 44 eft- ir að lögreglan hafði gefið leyfi. Hann býr þar ásamt konu sinni og hafði yfirgefið íbúðina seint í gærkvöldi. Heitt var í íbúðinni en hann hafði hækkað hita á ofnum eins og mælst hafði verið til og var kominn að sækja helstu nauð- synjar og kíkja eftir eigum sínum. „Ég hef sloppið vel. Það var allt svart að utan í fyrra kvöld,“ sagði Zdravko eftir að hafa tekið niður súrefnisgrímuna og gengið að gluggum og dregið frá. Íbúð hans er á fjórðu hæð og snýr frá Kleppsveginum. Finna mátti keim af reykjarlyktinni sem var stæk frammi á gangi enda var Zdravko fyrstur íbúðareigendanna á vett- vang. „Ég fylgdist með eldinum ásamt vinum mínum í þónokkurn tíma en ég hafði verið heima og konan var í vinnunni. Við vorum rétt komnir þegar lögreglan kall- aði að rýma þyrfti húsið,“ segir Zdravko. Hann fór ásamt fjöl- skyldu í nálægu húsi til vinarfólks í Mjódd og gisti þar í fyrrinótt. - gag ZDRAVKO STUDIC Setti upp súrefnis- grímu við athugun á húsnæði sínu. Fjöl- skylda hans beið í bílnum á meðan hann athugaði skemmdir sem reyndust engar á íbúð hans en megn reykjarlykt var í stiga- gangi hússins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.