Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 18
Það vakti forvitni mína þegar ný glæpasaga eftir Arnald Indriðason var kynnt, og hún var sögð gerast öðrum þræði meðal íslenskra stúd- enta í Leipzig á sjötta áratug síðustu aldar. Ég var sá fyrsti sem þar hóf nám eftir stríð, einmitt á sjötta áratugnum, en ári seinna kom Hjörleifur Guttormsson og undir lok áratugarins þrír í viðbót. Vorum við kannski orðnir að sögupersón- um hjá þessum vinsæla höfundi? Ég las skáldsögu Arnalds en komst að raun um að ekkert í þess- um drjúga söguþræði hans í Leipzig er í samræmi við raunveruleikann. Arnaldur hefur auðvitað viljað hafa þetta svona; rithöfundur hefur að sjálfsögðu frjálsar hendur, en þegar hann staðsetur og tímasetur sögu sína svona nákvæmlega, býst mað- ur við að hann kanni sögusviðið, mannlífið og andrúmsloftið þar sem hann lætur persónur sínar vera á ferli. Við þekkjum slík vinnubrögð hjá góðum höfundum og nægir að nefna Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Í Fréttablaðinu er haft eftir Arnaldi að þetta séu „bara leiktjöld“ og það er áreiðanlega heiðarlegt tilsvar. Hann hefur ekki reynt að setja sig inní veröldina eins og hún var. Jafnframt minna þessi daufu leiktjöld okkur, börn kalda stríðsins, á það hversu margt mergjað söguefni liggur í þessum tíma eftirstríðsáranna og lífi ungra Íslendinga í rústum Evrópu, sem hugmyndafræðilega var líka í sár- um. Framarlega í bók sinni getur Arnaldur um „Das rote Kloster“, nafngift sem einhverjir notuðu um blaðamannadeild háskólans í Leipzig. En þetta er líka titill á ágætri bók eftir Brigitte Klump og þar hefði glæpasöguhöfundurinn getað fengið gagnlegar heimildir hefði hann kært sig um þær. Arnaldur Indriðason er ekki á höttunum eftir slíku efni; krimmar hans eru að hætti algengrar for- múlu glæpasagna, en sumir sam- tímahöfundar eru þó farnir að hyggja að hugmyndalegum átökum í glæpareyfurum og nægir þar að nefna Dan Brown. Hið yfirborðs- lega orðaskak í Kleifarvatni um sósíalisma er auðvitað meinlaust. En vegna þess að höfundur hefur útnefnt stað og tíma í Leipzig þá er það í besta falli hvimleitt að hann skuli búa til lævísi, launráð og sundrungu meðal íslensku stúdent- anna. Í raunveruleikanum var þetta nefnilega einstaklega samheldinn, hreinskilinn og skemmtilegur hóp- ur og öll launmál víðs fjarri. Í grein í Fréttablaðinu 20. nóv- ember sl. skrifar Árni Snævarr grein sem nefnist „Kalda stríðið snýr aftur í Kleifarvatni“. Fyrst hélt ég að þetta ætti að vera um- sögn eða ritdómur um sögu Arn- alds, en ekki þarf langt að lesa til að sjá að Árni er að burðast við að gera það sem höfundur Kleifarvatns ætl- aði sér alls ekki, nefnilega að heim- færa söguna upp á lifandi persónur. Það tekst óhönduglega. Hann minn- ist á SÍA-gögnin sem innbrotsþjófur stal handa Morgunblaðinu á sínum tíma en Arnaldur hefur ekki notað þau. Einnig notar Árni tækifærið til að kynna eigin ritsmíðar en ósmekklegust er aðdróttun hans um að Guðmundur heitinn Ágústsson hafi „gengið á mála hjá leyniþjón- ustunni“. Menn gátu lent í Stasi- skjölunum af furðulegasta tilefni og Guðmundur skýrði skilmerki- lega frá því hvernig nafn hans komst í þau. Með grein sinni birtir Árni mynd sem ég lánaði honum fyrir mörgum árum með því skilyrði að ég myndi sjálfur semja myndartextann ef hann birti hana. Hann hét því og lof- aði einnig að skila myndinni. Hvor- ugt hefur hann efnt. Myndin er tekin í hinum sögufræga Auer- bachs-kjallara á „messutíma“. Þeg- ar hinar stóru vörusýningar voru haust og vor í Leipzig, komu jafnan margir Íslendingar til borgarinnar. Það var öruggt að hitta þá fyrir á þessum veitingastað. Við slíkt tæki- færi er myndin tekin. Á henni eru þrír háskólastúdentar, þrír kaup- sýslumenn, tveir íslenskir og einn þýskur, og svo Einar Olgeirsson. Eins og sjá má eru menn að dreypa á kampavíni í þessu ágæta sam- kvæmi. Nokkrir lesendur Kleifarvatns hafa komið að máli við mig og spurt hvort ekki hafi verið skelfilegt að hrærast innanum þetta illþýði sem frá segir í sögunni. Flestir halda að sagan styðjist við einhvern raun- veruleika eins og margar raunsæis- legar skáldsögur gera. Af þessu má hafa talsvert gaman og ég bendi spyrjendum á að allir íslensku strákarnir í Leipzig séu skúrkar í sögunni og spyr á móti hvar mig sé að finna í þessu gengi. Fólk þykist eiga erfitt með að sjá líkingu við mig í einhverri persónunni. Þá líkingu virðist Árni Snævarr hinsvegar hafa fundið: „Tómas er rekinn frá námi rétt eins og Eyst- einn Þorvaldsson“ segir hann í Fréttablaðinu. Það er rétt að geta þess strax að Tómas er morðinginn í sögunni og úr því að Árni fullyrð- ir að við Tómas höfum báðir verið reknir, þá er auðvitað líklegt að við höfum fleira sameiginlegt á sam- viskunni. En þá er einnig rétt að taka fram og leiðrétta að ég var alls ekki rekinn úr skóla. Ég sagði mig úr háskólanum formlega með skrif- legri greinargerð, skilaði þeim gögnum sem skila bar og kvaddi löglega. Þetta stendur meira að segja í bókinni „Liðsmenn Moskvu“ eftir Árna Snævarr sem ég hef alltaf haldið að væri sami maður og blaðamaðurinn með þessu nafni. Árni segir kannski eins og ágætur fræðimaður sem gataði á spurn- ingu um efnisatriði í eigin riti: „Þá bók hef ég að vísu skrifað en ekki lesið“. ■ Öryggis- og mengunarmál eru ekki ofarlega í hugum Ís-lendinga. Við virðumst á margan hátt lifa í þeirri tálsýnað Reykjavík sé einhver hreinasta og öruggasta borg á jarðarkringlunni. Eldsvoðinn á svæði Hringrásar við Sundahöfn vekur marg- ar spurningar um aðgerðir okkar, aðgerðaleysi og viðhorf til umhverfisins. Fram hefur komið að Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins hafði gert athugasemdir við eldvarnir á svæði Hringrásar. Þar var bent á að hraukar endurvinnanlegs úr- gangs væru það háir að búast mætti við að rýma þyrfti stór svæði ef eldur yrði laus. Þá var einnig bent á það í bréfinu að reykur frá eldi í slíkum haug gæti valdið verulegu umhverfis- og eignatjóni. Sú varð því miður raunin að hátt í sexhundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín og hafa orðið fyrir tjóni á eigum sínum vegna þess að ekki var gripið til viðeigandi aðgerða. Slíkt er dýr áminning um að taka ber tilmælum þeirra yfirvalda sem hafa eftirlit með eldvörnum og öryggi af fullri alvöru. Einkum er ábyrgð þeirra fyrirtækja sem starfa í nágrenni íbúðabyggð- ar mikil. Íbúðabyggð hefur teygt sig í átt að svæðum sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir atvinnurekstur. Grafarvogurinn er dæmi um íbúðabyggð sem var komin í nálægð við Áburðar- verksmiðjuna þar sem mikið af ammoníaki var notað við fram- leiðslu. Ekki var mikið gefið fyrir gagnrýni á byggð svo nærri verksmiðjunni. Sem betur fer varð ekki stórslys af því nábýli, en ammoníak lak í kyrru veðri frá verksmiðjunni fyrir um ára- tug. Ekki varð skaði af, en íbúar Grafarvogs höfðu í það minnsta litla ánægju af atvikinu. Íslendingar eru þó ekki einir um kæruleysi gagnvart mengun og slysahættu. Nýlega brann fugeldaverksmiðja í miðju íbúðahverfi í Danmörku. Mikil mildi var að ekki fór verr þegar eldurinn breiddist út og fjöldi heimila varð rústir einar. Slíkir atburðir eru áminning um að taka ber alvarlega þeim reglum sem settar hafa verið um öryggi á vinnustöðum, bruna- varnir og umhverfismál. Þótt ýmsum finnist stundum gæta smásmygli í regluverki og kröfum eftirlitsstofnana, þá eru reglurnar settar til að koma í veg fyrir atburði eins og brunann hjá Hringrás; bruna þar sem veður og vindátt ráða meiru um eigna- og heilsutjón af völdum hans heldur en sjálfsagðar ráð- stafanir sem stjórnendum fyrirtækja ber að grípa til. Slys geta alltaf orðið, en fyrir liggja reglur og leiðir til þess að lágmarka tjón og hættu af þeim. Eftir slíkum reglum ber skilyrðislaust að fara. Sjónir manna hljóta einnig í því sam- hengi að beinast að því hvort eftirlitsstofnanir þurfi að ganga harðar fram í að fylgja eftir aðfinnslum sínum og hvort beita eigi sektum til þess að undirstrika alvöru málsins. Best er að meðvitund manna um ábyrgð gagnvart samborg- urum sínum og umhverfi verði svo rík að ekki þurfi að beita fortölum og viðurlögum til að eldvarna- og mengunaröryggi sé sæmilega tryggt. Eldsvoðinn við Sundahöfn bendir því miður til þess að þeir tímar séu ekki runnir upp. ■ 24. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Bruninn hjá Hringrás er áminning um að taka ber bruna- og eldvörnum af alvöru. Andvaraleysið ógnar okkur FRÁ DEGI TIL DAGS Buslað í Kleifarvatni Massívur áróður Páll Ásgeir Ásgeirsson útvarpsmaður, sem var blaðamaður á DV þegar það varð gjaldþrota árið 2003, fjallar um síðustu daga blaðsins í grein í nýút- komnu Tímariti Máls og menningar. Hann fullyrðir að ritstjóri og eigendur þess hafi á þeim tíma markvisst rit- skoðað blaðið í þágu hægristefnu og hagsmuna Sjálfstæðisflokksins. Nefnir hann ýmis dæmi því til sönnunar. Meðal annars seg- ir hann að viðtal við Kristján Jóhannsson óperu- söngvara hafi valdið ókyrrð vegna þess að söngvarinn gagnrýndi yfir- völd mennta- mála fyrir að svíkjast um að byggja tónlistarhús. Páll Ásgeir skrifar: „Seint á föstudegi sat ég við skjá með umbrotsmanni og gekk frá viðtalinu og forsíðu blaðsins. Jónas Haraldsson [aðstoðarritstjóri] kom til okkar og í samræðum okkar kom fram að eitthvað segði Kristján um mennta- málaráðherra. Jónas varpaði öndinni nokkuð mæðulega og taldi best að hann læsi þetta yfir. Ólafur Teitur Guðnason [blaðamaður] var með vinnustöð rétt hjá og hefur eflaust heyrt samræður okkar. Ég held að hann hafi flett viðtalinu upp í vinnslu- kerfinu því ég heyrði skyndilega að hann æpti upp yfir sig: „Þetta er alger- lega massífur áróður gegn Sjálfstæðis- flokknum. Við verðum að laga þetta.“ Skömmu síðar voru hann og Jónas sestir yfir viðtalið á próförkum og farnir að reyna að berja í brestina. Ég kvaddi þá félaga og gekk út í vorregnið og fann að ég var búinn að fá nóg.“ Lækka og hækka Á sama tíma og meirihluti alþingis- manna vinnur að því að lækka skatta á almenning eru sveitarstjórnarmenn víða um land, þar á meðal í Reykjavík og Kópavogi, að hækka þá. Sveitarstjórnir hækkuðu á dögunum laun kennara meira en þær segjast hafa efni á og virðast nú ætla að láta almenning borga brúsann. Dettur greinilega ekki í hug að rifa seglin í eigin rekstri. Athygli vekur að í sumum tilvikum eru það sömu menn- irnir sem rétta upp hendurnar á Alþingi og samþykkja skattalækkun og fara síð- an á fund í sínu sveitarfélagi og hækka þá aftur. Ekki beint traustvekjandi. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS EYSTEINN ÞORVALDSSON ÍSLENSKUFRÆÐINGUR UMRÆÐAN SKÁLDSKAPUR OG VERULEIKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.