Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 26
Átak gegn ölvunarakstri Á undanförnum sex árum hafa 17 einstaklingar látist í umferðinni hér á landi vegna ölvunaraksturs. Þá eru ótaldir þeir sem hafa slasast alvarlega og hlotið ævarandi örkuml. Útgáfa þessa blaðs er liður í þeirri erfiðu og sífelldu baráttu sem heyja þarf gegn ölvunarakstri. Fyrr á þessu ári hóf Umferðarstofa samstarf við Vínbúðir um gerð auglýsinga sem eiga að vekja áhorfendur til vitundar um alvarleika þess að aka undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þetta blað er jafnframt ávöxtur þessa samstarfs. Með þessu er Vínbúð að sýna ábyrga stefnu og leitast við að fá viðskiptavini sína til að aka ekki undir áhrifum áfengis. Miklu skiptir fyrir Umferðarstofu að fá jafn öfl- ugan aðila og Vínbúð til samstarfs og er óhætt að segja að fyrrnefndar auglýsing- ar hafi vakið mikla athygli. Við hvetjum þig til að geyma blaðið, lesa það vandlega og hugleiða efni þess. Vonandi kemur það í veg fyrir að þú eða einhver þér nákominn verði fórnarlamb ölvunaraksturs. Við óskum þér og þínum velfarnaðar í umferðinni. Umferðarstofa og Vínbúð Viðtöl við ölvaða ökumenn Mörg alvarleg umferðarslys verða á hverju ári þar sem ölvaðir ökumenn eiga í hlut og er ölvun- arakstur ein af meginorsökum banaslysa í um- ferðinni á Íslandi. Þegar ökumenn aka undir áhrif- um áfengis taka þeir áhættu. Ölvaðir ökumenn eiga á hættu að vera teknir af lögreglu, fá sekt og missa ökuleyfi, svo ekki sé talað um slysahættuna. Miðað við fjölda ökumanna sem teknir eru grunaðir um ölvunarakstur á hverju ári á Íslandi (um 2.500) vaknar sú spurning hvort þeir velti þessum mögulegu neikvæðu afleiðing- um ákvörðunar sinnar eitthvað fyrir sér. Hvað er fólk að hugsa áður en það ekur ölvað? Til að svara þessari spurningu og fá innsýn í hugsunar- hátt þeirra sem aka ölvaðir réðst undirritaður í rannsókn og spurði ökumenn sem teknir höfðu verið fyrir ölvunarakstur hvaða ástæður hefðu verið að baki ákvörðun þeirra. Rannsóknin var gerð árið 2003 og fór þannig fram að tekin voru viðtöl við ökumenn á tveimur lögreglustöðvum á Suðurlandi og á læknamið- stöðinni í Kópavogi, skömmu eftir að þeir höfðu verið teknir fyrir ölvunarakstur. Allir viðmælendur voru undir áhrifum áfengis þegar viðtölin fóru fram og byggir umfjöllunin sem hér fer á eftir á svörum þeirra 40 ölvuðu ökumanna sem tóku þátt í rannsókninni. Hvaða spurninga myndum við búast við að ökumaður spyrði sjálfan sig áður en hann ekur ölvaður? Ölvaður ökumaður er líklegri til að valda slysum en allsgáður ökumaður og það eitt og sér er umhugsunarefni fyrir hann. En jafnvel þó öku- maður valdi ekki slysi er hann í vondum málum ef lögreglan tekur hann þar sem viðurlög eru svipting á ökuréttindum í ákveðinn tíma og fé- sekt, allt eftir alvarleika brotsins. Þegar ökumenn í rannsókninni voru spurðir að því hvaða spurninga þeir hefðu spurt sjálfa sig áður en þeir héldu af stað í bif- reiðinni var oft fátt um svör. Hugsanlegar nei- kvæðar afleiðingar voru fólki ekki ofarlega í huga. Þannig var einungis 1 af 40 sem hafði hugsað um það að aksturinn gæti verið hættu- legur og hann valdið slysi á sjálfum sér eða öðr- um í umferðinni. Lögreglan var heldur ekki ofar- lega í huga flestra þessara ökumanna, einungis 6 af 40 sögðust hafa hugleitt þann möguleika að lögreglan myndi stöðva þá, 34 af 40 hugsuðu ekki sérstaklega út í það (sjá töflu 1). Nokkrir af viðmælendum (8 viðtöl af 40) í rannsókninni voru mjög líklegir til að valda sjálf- um sér eða öðrum skaða og í a.m.k. tveimur við- tölum játuðu viðmælendur að þeim var nokkuð sama hvort slys hlytust af akstri þeirra eða ekki. Þetta var fólk sem hafði rokið í bifreiðina í mikilli bræði, oftast mjög ölvað, eftir að hafa lent í rifr- ildi, skyndilegum sambandsslitum eða verið móðgað. Sú skýring að einungis hefði verið um stutta leið að ræða, gatan eða vegurinn væri fáfarinn og viðkomandi góður bílstjóri, var mjög algeng. Þessir ökumenn mátu ástand sitt ,,í lagi“, þrátt fyrir að hafa neytt áfengis: ,,Við vorum orðin sein og ég ákvað því að keyra á skemmtistaðinn. Mér fannst þetta ekkert mál í sjálfu sér, þetta er bara 10 mínútna akstur og ég hafði ekki nokkrar áhyggjur af því að við kæmumst ekki á milli staða. Ég vissi alveg að ég væri fullur, en fannst ég ekki vera hættuleg- ur eða neitt svoleiðis.“ ,,Ég er bara svona léttur, ekki beint fullur. Ég hefði aldrei valdið slysi sjálfur. En svo þurfti þessi stelpa að keyra á mig og þá kom löggan og allt fór í vaskinn. Ég vildi bara komast í partí- ið.“ Þó ölvunarakstur sé lögbrot og neikvæðar afleið- ingar ölvunaraksturs þekktar virðast margir líta svo á að lögin séu sveigjanleg og möguleikinn á að vera tekinn eða valda slysi eða óhappi lítill. Stór hluti af ölvunaraksturvandamálinu liggur í þessu mati ökumanna á hæfni sinni til að aka undir áhrifum. Að finnast maður vera bara ,,létt- ur“ en ,,í góðu formi“ og ólíklegur til að lenda í umferðarslysi. Fyrir nokkrum árum voru kynntar athyglisverðar niðurstöður rannsóknar sem sýndi að 80% öku- manna telja sig vera betri ökumann en meðalökumaðurinn. Miðað við mat á hæfni sem kom fram í þessari ölvunarakstursrannsókn mætti halda að 99% ölvaðra ökumanna telji sig betri ökumenn en meðalökumanninn. Þetta er auðvitað hugsunar- villa og sýnir öðru fremur hversu slævandi áhrif áfengi hefur á dómgreind fólks. Ágúst Mogensen Höfundur er doktorsnemi í afbrotafræði og framkvæmda- stjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Tafla 1. Ótti ölvaðra ökumanna við að valda slysi eða vera teknir af lögreglu. Óttuðust að valda slysi 1 Óttuðust ekki að valda slysi 39 Samtals: 40 Óttuðust lögreglu 6 Óttuðust ekki lögreglu 34 Samtals: 40 Það er aldrei í lagi að aka undir áhrifum áfeng- is. Einstaklingur sem sest undir stýri eftir neyslu áfengis eða annarra vímuefna er ekki aðeins að stofna lífi sínu og annarra í hættu heldur og einnig lífi þeirra sem með honum eru og á vegi hans verða. Hvílir ábyrgðin bara á þeim sem sest undir stýri ölvaður? Nei! Það er borgaraleg skylda að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Í 46. gr. Umferðarlaga er kveðið á um skyldu ákveðinna aðila til að koma í veg fyrir ölvun- arakstur. Sem dæmi má nefna að bensínafgreiðslu- menn mega ekki þjónusta ölvaðan ökumann um elds- neyti. Sá sem er farþegi í bíl með ölvuðum ökumanni og má vera ljóst að um ölvun- arakstur er að ræða getur átt von á því að vera dæmdur m.a. til sviptingar ökuréttinda. En hvað getur þú gert til að koma í veg fyrir ölvunarakstur? Svarið er einfalt. Allt sem í þínu valdi stendur, svo fremi sem það er innan lög- legra marka. Þú skalt hafa í huga að það eru alltaf til betri kostir en sá að þú eða vinur þinn setjist undir stýri undir áhrifum áfengis eða ann- arra vímugjafa. Hér gefur að líta nokkur atriði sem gott er að hafa í huga í viðleitni þinni til að koma í veg fyrir að einhver sem þú þekkir aki undir áhrifum. • Reyndu, á yfirvegaðan og rólegan hátt, að sannfæra viðkomandi um það að betra sé að fá einhvern annan til að aka. • Láttu viðkomandi finna að þú sért að ráða honum heillt. Þú sért að gera honum greiða. Ef það dugar ekki, prófaðu þá að láta viðkom- andi fá á tilfinninguna að hann sé að gera þetta fyrir þig. • Ef um er að ræða einhvern sem þú þekkir ekki vel, fáðu þá vini hans í lið með þér. Fáðu þá til að tala við hann. • Segðu viðkomandi að það sé ekki í lagi að aka undir áhrifum áfengis og að þú munir ekki undir neinum kringumstæðum leyfa það. • Reyndu að fjarlægja eða fela bíllyklana. Oft er hægt að koma því þannig fyrir að viðkom- andi haldi að hann hafi týnt lyklunum. • Hringdu á leigubíl eða útvegaðu far og bjóddu viðkomandi með þér. • Ef ekki er hægt að verða sér úti um leigubíl, reyndu þá að koma því í kring að þið getið gist þar sem þið eruð. Ef það þarf að borga fyrir gistinguna þá er það örugglega „ódýr- ara“ en mögulegar afleiðingar ölvunarakst- urs. • Ef þú ert að halda partíið, sjáðu þá til þess að boðið sé upp á áfengislausa drykki sem valkost fyrir þá sem ætla sér að aka. • Vertu búin(n) að gera ráðstafanir fyrir sam- kvæmið til að allir geti komist leiðar sinnar á öruggan hátt – annað hvort með leigubifreið, almenningssamgöngum eða allsgáðum öku- manni. Hvernig getur þú metið það hvort viðkomandi sé of ölvaður til að aka bifreið? Það er einfalt. Ef viðkomandi er búinn að neyta einhvers áfengis á hann ekki að stjórna ökutæki. Ekki gefa neitt eftir þótt viðkomandi segi að hann eða hún finni ekkert á sér. Að það sé allt í lagi að aka þrátt fyrir neyslu áfengis. Ekki trúa því! Þótt það sé erfitt og leiðinlegt að þræta við einhvern um þessa hluti er það auðveldara en að standa frammi fyrir því að sjá góðan vin sinn valda sér og öðrum varanlegum skaða eða dauða. Vinir láta ekki vini aka undir áhrifum áfengis. Einar Magnús Magnússon Fréttastjóri Umferðarstofu Að koma í veg fyrir ölvunarakstur Vinir láta ekki vini aka undir áhrifum Fjórðungur ungra ökumana hefur ekið ölvaður Í könnun sem Rannveig Þórisdóttir félagsfræð- ingur og fleiri gerðu kemur í ljós að fjórðungur ungra ökumanna reyndist hafa ekið undir áhrif- um áfengis. Í rannsókn sem Rannsókn og grein- ing gerði komu fram svipaðar niðurstöður. Þá hef- ur verið gerð könnun meðal þátttakenda í nám- skeiðum fyrir unga ökumenn hjá Sjóvá Almenn- um tryggingum en árið 1996, sem var fyrsta heila árið sem spurt var í þeirri könnun, reyndust 49% viðurkenna að hafa ekið undir áhrifum, en á síðasta ári var talan komin niður í um 14%. Er þarna um verulega breytingu að ræða. Svo virðist sem mikill munur sé á kynjunum í þessu sambandi. Um helmingi fleiri piltar en stúlkur segjast hafa ekið ölvaðir einu sinni eða oftar. Þá er áberandi hversu miklu minni líkur eru á að fólk aki ölvað ef lögreglustöð er í nágrenn- inu. Umtalsverður munur er á þessu þegar stað- ir eins og Selfoss og Hveragerði eru bornir sam- an. Yfir tímabilið frá 1996 til 2002 reynast 42% þeirra sem spurðir eru og búa í Hvergerði hafa ekið fullir en 18% Selfyssinga. En hvenær er maður ölvaður. Er það eftir einn, einn og hálfan, eða tvo? Í raun er ekki hægt að leggja neinn mælikvarða á það. Það er mjög ein- staklingsbundið og það er mismunandi hvað sami einstaklingur getur þolað mikið magn af áfengi áður en það mælist yfir 0,50‰. Almenna reglan er sú að aka ekki eftir neyslu áfengis né annarra vímuefna, sama hve mikils hefur verið neytt. Hér gefur að líta viðurlög við ölvunarakstri sé miðað við að um fyrsta brot sé að ræða. Vínandamagn í blóði: Sektir: Svipting: 0.50–0.60 prómill 50.000 kr. 2 mán 0.61–0.75 prómill 50.000 kr. 4 mán 0.76–0.90 prómill 60.000 kr. 6 mán 0.91–1.10 prómill 70.000 kr. 8 mán 1.11–1.19 prómill 80.000 kr. 10 mán 1.20–1,50 prómill 100.000 kr. 12 mán Við endurtekin brot eru sektir mun hærri, svipt- ingartími lengri og þar við bætist að síbrotamenn á þessu sviði eru oft hnepptir í fangelsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.