Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 30
Alkólás Ekki hægt að ræsa bifreiðina ef ökumaður er ölvaður Fyrir nokkrum árum hófust tilraunir í Svíþjóð með svokallaðan alkólás. Þetta er búnaður sem gerir það að verkum að ökumaður get- ur ekki ræst bifreiðina sé hann undir áhrif- um áfengis. Til að hægt sé að setja bílinn í gang þarf áfengislausan blástur ökumanns inn í tækið. Búnaðurinn læsir bílnum fyrir þeim sem eru undir áhrifum áfengis og því hefur búnaðurinn verið kallaður alkólás. Tækið hefur verið í stöðugri prófun í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Svíþjóð undanfarin ár og lofa þær tilraunir mjög góðu. Bandaríkjamenn og Kanadamenn hafa fengið fram minnkun sem nemur um 40-95% á endurteknum ölvunarakstursbrot- um. Í Svíþjóð hafa fyrirtæki á sviði vöru- og farþegaflutninga sett þessi tæki í bíla sína sem staðalbúnað. Allir sem nota bílana þurfa að blása áður en farið er af stað. Þessum aðgerðum hefur fylgt lækkun á ið- gjöldum tryggingafélaga. SAAB-bílaverk- smiðjurnar hyggjast setja á markað sérstak- an alkóhóllykil sem sérbúnað með nýjum bílum. Margar Evrópuþjóðir hafa sýnt þessu tæki áhuga og Hollendingar ætla sér að nota það sem hluta af endurhæfingarferli frá árinu 2007. Evrópusambandið hefur al- varlega íhugað þann möguleika að þessi búnaður verði með einhverjum hætti staðal- búnaður ökutækja í framtíðinni. Með þessu opnast sá möguleiki að skylda ökumenn sem ítrekað hafa ekið undir áhrifum áfeng- is til að vera með þetta tæki. Kjartan Þórðarson sérfræðingur og Sigurður Helgason verkefnastjóri Endurtekin ölvunarbrot Hvað er til ráða? Dæmdur í fangelsi fyrir ölvunarakstur „Hæstiréttur hefur dæmt fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur en mað- urinn hefur fimmtán sinnum áður verið dæmdur fyrir ölvun við akstur og 14 sinnum fyrir akstur sviptur ökurétti auk fleiri brota.“ „Fram kemur í dómnum að maðurinn á að baki langan afbrotaferil allt frá árinu 1983 og hefur samtals verið dæmdur til óskilorðsbund- innar fangelsisrefsingar í átta ár fyrir ýmis auðg- unarbrot, skjalafals og umferðarlagabrot. (mbl.is 28.10.2004)“ Þetta var frétt á vefsíðu Morgunblaðsins 28. október sl. Ofan á þessa fangelsisvist afbrota- mannsins bætast fjársektir sem hann þarf að borga og má ætla að upphæð sekta nemi nokkrum milljónum króna svo ekki sé talað um kostnað sem tryggingarfélög geta krafið hann um vegna tjóns eða slyss sem hann hefur mögu- lega valdið með ölvunarakstri. Hefðbundin viður- lög hafa greinilega ekki haft þau áhrif að betrumbæta hegðun mannsins. Á árunum 1995–2002 sátu að meðaltali 16,8% fanga í fangelsum landsins vegna umferð- arlagabrota, sem eru að meðaltali 49 fangar á ári. Að auki sinntu að meðaltali um 60 manns samfélagsþjónustu á hverju ári vegna sömu ástæðna. Má ætla að flest brotanna hafi verið vegna ölvunaraksturs. Að meðaltali eru 3% af öll- um umferðarlagabrotum í málaskrá lögreglu ölv- un við akstur, miðað við undanfarin fimm ár, en sú tala hefur farið lækkandi undanfarin þrjú ár. Ef litið er á hlutdeild ölvunarslysa af heildarfjölda slysa má sjá stöðuga lækkum undanfarin 10 ár en í dag er hlutfallið fyrir árið 2002 4,1%. Fækk- unin er auk þess mest meðal yngstu ökumann- anna. Í könnunum þar sem spurt er að því hvort og þá hversu oft ökumenn hafi ekið undir áhrifum kemur í ljós að á sl. 10 árum hefur tíðnin farið úr um 45% niður í um 20%. Af þessu má sjá að mik- ill árangur hefur náðst í að draga úr akstri undir áhrifum áfengis. Viðurlög við ölvunarakstri Undanfarin ár hafa sektir verið hækkaðar til muna vegna umferðarlagabrota, þ. á m. vegna ölvunaraksturs. Árið 2001 voru sektir hækkaðar þannig að lægsta sekt fyrir ölvun við akstur (áfengismagn 0,50–0.60 promill áfengismagn í blóði) hækkaði úr 30 þús. kr. í 50 þús. kr. og hæsta sekt (áfengismagn í blóði 1,20–1,50 promill) hækkaði úr 60 þús. kr. í 100 þús. kr. Á þessu ári var hámarkssekt hækkuð í 300.000 kr. Tími ökuleyfissviptingar hefur einnig verið lengdur auk þess sem ákvörðun um lengd svipt- ingartímans miðast nú enn meir við mælt áfeng- ismagn í blóði og það hvort um ítrekað brot sé að ræða. Sektir hafa mismikil áhrif á brotamenn vegna mismunandi fjárhagsstöðu þeirra. Fyrir þann efn- aða verður refsingin ekki eins ströng og fyrir þann auralitla. Sviptingar koma að sama skapi mismunandi niður á brotamönnum. Að loknum sviptingartíma fær ökumaðurinn afhent ökurétt- indin án nokkurra sérstakra skilyrða nema að hann þarf að endurtaka ökupróf ef svipting hefur varað lengur en eitt ár. Engin trygging er fyrir því að breyting hafi orðið á lífsvenjum viðkomandi hvað varðar drykkjuvanda. Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að tekið sé á þessum vanda með heilsu- farskröfum í reglugerð um ökuskírteini. Þar stendur: „Ökuskírteini má hvorki gefa út né endurnýja fyrir umsækjendur eða ökumenn sem háðir eru áfengi eða ófærir um að aðskilja áfengisneyslu og akstur. Gefa má út eða endurnýja ökuskírteini fyrir umsækjendur eða ökumenn sem hafa verið háð- ir áfengi eftir tiltekinn tíma sem þeir hafa sann- anlega verið án áfengis, að fengnu áliti þar til bærs læknis og háð reglubundnu eftirliti lækn- is.“ Samt er ekki gerð sú krafa að sá sem sækir um endurveitingu ökuskírteinis eftir ölvunarakst- urs skili inn læknisvottorði með umsókninni. En hvernig er hægt að fá brotamanninn til að taka á sínum vanda áður en hann fær öku- skírteini að nýju? Hvaða viðurlög eða úrræði ættu að snerta þá brotlegu jafnt, óháð fjárhags- stöðu? Hvers konar viðurlög gætu helst komið í veg fyrir ítrekuð ölvunarakstursbrot? Við skulum líta á hvernig aðrar þjóðir taka á þessum málum og hvaða hugmyndir eru þar í þróun. Hvað er til ráða? Undanfarin ár hafa sérstök tæki verið þróuð sem tengjast ræsibúnaði bílsins og virka þannig að til þess að hægt sé að ræsa bifreiðina þarf áfengislausan blástur ökumanns inn í tækið. Tæki þetta kallast Alkólás. (sjá grein um Alkólás hægra megin á síðunni). Undanfarin ár hefur tækið verið í stöðugri prófun víða um heim og lofa niðurstöður mjög góðu. Horft er m.a. til þess möguleika að skylda ökumenn sem staðnir hafa verið að ölvunarakstri til þess að nota tækið og það væri þar með notað sem þáttur í viðurlögum við ölvunarakstri. Fyrir rúmu ári settu Danir í löggjöf sína ákvæði um að sá sem er tekinn fyrir ölvun við akstur og er sviptur ökurétti þarf að sækja námskeið um áfengi og akstur (A/T kursus) og taka ökuprófið að nýju. Ef ökumaður er með ökuskírteini til reynslu (fyrstu þrjú árin) þarf hann að auki að endurtaka ökunámið að hluta áður en hann fer í próf. Sá brotlegi fær ökuskírteini ekki afhent aftur fyrr en hann hefur sótt námskeiðið en það samanstendur af fjórum fyrirlestrum sem taka tvær og hálfa kennslustund hver. Farið er ræki- lega í löggjöf um áfengi og akstur, áhættutaka, slys af völdum ölvaðra ökumanna og virkni áfeng- is. Námskeiðið á að dreifast á minnst fjórar vik- ur. Víðar má sjá markvissar bætandi aðgerðir s.s. í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Þar eru með- ferðarúrræði mikið notuð sem viðurlög og löng hefð fyrir öflugum og markvissum meðferðum til að breyta lífsstíl ökumanna sem eiga við áfeng- isvandamál að stríða og brjóta ítrekað af sér með ölvunarakstri. Í Finnlandi hefur verið tekin upp sú stefna að miða sektir við efnahag og tekjur sektargreið- anda. Þar eru dæmi um að sektir nemi milljónum króna fyrir umferðarlagabrot. Hér á landi hefur verið mörkuð stefna í þess- um málum með umferðaröryggisáætlun 2002 – 2012. En þar stendur: „Sérhæfð úrræði Koma þarf á kerfi sérhæfðra úrræða fyrir öku- menn sem sýna brotaferil. Tengja má slík úrræði við refsipunktakerfi, sviptingar og önnur brot. At- huga mætti með niðurfellingu einhverra punkta gegn þátttöku í sérhæfðu námskeiði/meðferð. Um væri að ræða frjálst val ökumanns, annað hvort tekur hann út eðlilega refsingu (sekt, punktar eða svipting o.s.frv.) eða fær að hluta niðurfellingu gegn þátttöku. Þannig væri refsi- punktakerfið jafnframt umbunarkerfi. Koma verð- ur í veg fyrir að ökumaður fái síendurtekna svipt- ingu fyrir brot (og þá endurveitingu) án þess að gripið sé til annarra úrræða.“ Forvarnarstarf gegn ölvunarakstri hefur borið góðan árangur og halda ber áfram þeirri baráttu og ná til allra áhættuhópa. Einnig verður að beita viðurlögum við ölvunarakstri sem koma í veg fyrir ítrekuð brot. Kjartan Þórðarson sérfræðingur Umferðarstofu 19. holan Golf er orðið mjög vinsæl íþrótt hér á landi. Allir golfvellir iða af lífi yfir sumartímann og margir leika golf daglega. Ólíkt öðrum húsum sem tengj- ast íþróttaiðkun eru barir áberandi í golfskálum og margir fá sér drykki eftir að hafa spilað völl- inn. Það er hins vegar mál manna að margir þeirra fari akandi heim að því loknu. Samkvæmt umferðarlögum er óheimilt að aka bifreið eftir að hafa neytt áfengis. Þess vegna skýtur það mjög skökku við að vita til þess að margir skuli aka eftir að hafa feng- ið sér einn eða fleiri drykki. Þetta setur slæman svip á annars frábæra iðju. Það er líka miklu skemmtilegra að benda á þetta í rituðu máli heldur en að hvetja lögreglu til að vera með eftirlit, en það er hins vegar næsta skrefið. Það er vitað mál að hæfni manna til að stýra bíl minnkar verulega við tiltölulega litla áfengis- neyslu. Hættan á að þeir lendi í slysi er margföld á við þegar menn aka allsgáðir. Það væri leitt til þess að vita ef menn yrðu að hætta að stunda golf vegna þess að þeir hefðu lent í slysi sem ylli alvarlegum skaða. Annarri frístundaiðju hefur því miður fylgt áfengisneysla og engum blöðum er um það að fletta að í tengslum við það aka menn sumir hverjir undir áhrifum. Í þessu sambandi má nefna tómstundir eins og veiðar í ám og vötnum. Þær röksemdir heyrast stundum að það sé alveg í lagi, því að stór hluti þessa aksturs fari fram utan vega. En staðreyndin er sú að menn geta jafnt lent í eða valdið óhappi eða slysum þar eins og á þjóðvegunum. Gerum frístundirnar gleðilegar og farsælar og spillum þeim ekki með því að aka undir áhrifum. Skrifað af Hauki í horni. Ökumaður sem valdur er að tjóni eða slysi undir áhrifum vímuefna þarf ekki aðeins að greiða háar sektir heldur eiga tryggingar- félögin endurkröfurétt á viðkom- andi vegna uppgjörs alls þess tjóns sem ökumaðurinn hefur valdið. Sú upphæð getur hlaupið á tugum milljóna ef með er tal- inn kostnaður vegna líkams- meiðsla. Þess eru dæmi að fjár- hagsleg afkoma fólks hafi hrunið vegna slíkra atvika. Á grundvelli niðurstöðu Endurkröfunefndar hefur endurkröfu verið beitt 1.135 sinnum á undanförnum 10 árum, þar af 871 sinnum vegna ölvunaraksturs. Heildar- upphæð í þessum tilvikum er rúmlega 275 milljónir króna. Vissir þú ... ... að tryggingarfélög eiga endurkröfurétt á ölvaðan ökumann vegna tjóns eða slyss sem hann veldur? ... að ölvunarakstur er ekki mannleg mistök? Sá er veldur tjóni ölvaður þarf að borga það sjálfur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.