Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 40
Mjólkursamsalan veitti Hönnu Óladóttur hálfrar milljón króna styrk á degi íslenskrar tungu. Verkefni Hönnu er könnun á við- horfi til enskra máláhrifa í ís- lensku. Könnunin er hluti af viða- miklu norrænu verkefni þar sem athygli er beint að notkun að- komuorða í norrænum málum og afstöðu málhafa til erlendra áhrifa. Vísindalegt gildi rann- sóknar Hönnu felst meðal annars í því að varpa ljósi á það hvaða áhrif mismunandi hvatar og sjón- armið hafa á málnotkun manna og hugmyndir þeirra um þessi efni. Dómnefnd telur að afar fróð- legt verði að sjá hver munur er á málsamfélögum á Norðurlöndum. Hanna spyr til dæmis hvort stjórnmál hafi ríkari áhrif í þessu samhengi hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. Verulegt nýnæmi er að rannsóknum henn- ar vegna þess að í þeim er hugað að þeim aðstæðum sem íslensk tunga býr við í sögulegu, félags- legu og efnahagslegu ljósi. Að mati dómnefndar hefur rannsókn Hönnu í senn fræðilegt og hag- nýtt gildi. Dómnefnd efast ekki um að niðurstöður ritgerðarinnar munu vekja athygli og verða grunnur undir vitrænar umræður um íslenska tungu og þróun henn- ar í nútíð og framtíð. Hanna Óladóttir styrkhafi segir mjög mikilsvert að fá slíkan styrk. „Þetta er mikil viðurkenn- ing fyrir rannsóknina sem ég hef verið að vinna að. Styrkurinn gerir mér kleift að einbeita mér einvörðungu að henni.“ Átta umsóknir bárust að þessu sinni. Í dómnefnd sátu Guðrún Kvaran, prófessor og formaður íslenskrar málnefndar, Sigurður Konráðsson, prófessor og stjórn- armaður í íslenskri málnefnd, og Þóra Björk Hjartardóttir, dósent og stjórnarmaður í íslenskri mál- nefnd. Guðrún Kvaran sat hjá við lokaafgreiðslu vegna of náinna faglegra tengsla við einn um- sækjenda sem til álita kom. Baldur Jónsson, markaðs- stjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í ávarpi sínu að dagur íslenskrar tungu veiti tækifæri til að hugl- eiða þau margvíslegu og misaug- ljósu áhrif sem móta tungu okkar og hvetja okkur til að leita sífellt nýrra leiða til að viðhalda frjóu og lifandi sambandi við menningu okkar og tungu. ,,Undanfarin 10 ár hefur Mjólkursamsalan, með íslensku- verkefni sínu, lagt sitt af mörkum til að Íslendingar haldi þessu sambandi sem sterkustu. Ís- lenskuábendingarnar á mjólkur- fernum hafa fengið góðar viðtök- ur og ætlum við okkur ekki að láta deigan síga í þeim efnum. Á þessu ári hefur Mjólkursamsalan staðið fyrir samkeppni í grunn- skólum um allt land þar sem nem- endur fjögurra elstu bekkjanna teiknuðu myndir við íslensk orð- tök og málshætti. Þátttakan var verulega góð en alls bárust um 2.500 teikningar í keppnina. Á næstu tveimur árum verða sextíu og tvær þessara teikninga birtar á um 40 milljónum nýmjólkur- og léttmjólkurferna auk skýringa við orðtökin og málshættina sem þær tengjast. Það er sannarlega ánægjulegt fyrir Mjólkursamsöl- una að standa fyrir verkefnum sem tengjast íslenskunni og gam- an að sjá hve margir sýna því áhuga. Það hvetur okkur til að halda baráttu okkar áfram. Við erum nefnilega sannfærð um, eins og fleiri, að á íslensku megi alltaf finna svar.“ ■ 20 24. nóvember 2004 MIÐVIKUDAGUR DALE CARNEGIE, höfundur bókarinnar frægu „Vinsældir og áhrif“, fæddist þennan dag árið 1888. Hann lést 1955. Hálf milljón í styrk MJÓLKURSAMSALAN STYRKIR ÍSLENSKUNEMA “Hvaða fífl sem er getur gagnrýnt, fordæmt og kvartað – og flest fífl gera einmitt það.“ Þrátt fyrir einbeittan vilja tókst Carnegie ekki að losna við gagnrýnin fífl. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari er 64 ára. Einar Kárason rithöfundur er 49 ára. Eggert Pétursson myndlistarmaður er 48 ára. Eyþór Arnalds tónlistarmaður er fertugur. ANDLÁT Svana S. Sigurgrímsdóttir, Hólagötu 12, Vestmannaeyjum, lést 17. nóvember. Einar Ólafur Einarsson, trésmiður, áður til heimilis að Ferjubakka 4, lést mið- vikudaginn 17. nóvember. Guðrún Ragnars, sjúkraliði, lést aðfara- nótt mánudagsins 22. nóvember. Jóhann Kristinsson, Ránargötu 9, Akur- eyri, lést sunnudaginn 21. nóvember. Vigdís Sigurlaug Baldvinsdóttir, frá Ólafsfirði, Háaleitisbraut 115, Reykjavík, lést fimmtudaginn 18. nóvember. JARÐARFARIR 15.00 Ingi Ú. Magnússon, fyrrv. gatna- málastjóri, Einimel 26, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. HANNA ÓLADÓTTIR ÍSLENSKUNEMI OG BALDUR JÓNSSON MARKAÐSSTJÓRI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR Þennan dag árið 1859 varð bylting í náttúruvísindum. Þá kom út bókin Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin. Grundvöllur kenningar Darwins var hugmyndin um náttúru- úrvalið. Í henni fólst að lífverur tækju breytingum milli kynslóða og einstakl- ingar sem hefðu þau erfðaeinkenni sem hentuðu aðstæðum lifðu af og ættu afkomendur. Þannig byggðist þróun tegundanna á því sem heim- spekingurinn Herbert Spencer kallaði „afkomu hinna hæfustu“ eða „survival of the fittest“. Darwin byggði kenning- ar sínar á vísindaleiðöngrum sem hann fór til Galapagos-eyja og Nýja- Sjálands á fjórða áratug 19. aldar. Hann var lengi smeykur við að birta kenningar sínar. Enda kom í ljós, þegar hann loks lét verða af því, að prestar og prelátar snerust öndverðir gegn þessum kenningum sem gáfu í skyn að , maðurinn, væri komið af öpum. Hugmyndin um þróun teg- undanna var ekki ný. Afi Darwins, Erasmus Darwin, hafði sett hana fram og sömuleiðis Lamarck í upp- hafi nítjándu aldar. En Darwin setti hana fram studda rökum, rannsókn- um og dæmum. Bókin „Uppruni teg- undanna“ seldist upp á skömmum tíma. Þegar hann dó 1882 hlaut hann legstað í Westminster Abbey, við hlið konunga og frægðarfólks. Þróunarkenning Darwins er enn grundvallarkennisetning líffræðinnar. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1868 fæddist „ragtime“-kóngur- inn Scott Joplin í Texarkana í Arkansas í Bandaríkjun- um. 1951 hóf göngu sína í Ríkisút- varpinu þátturinn „Óskalög sjúklinga“. Umsjónarmaður var Björn R. Einarsson tón- listarmaður. Þessi þáttur var á dagskrá til 1987. 1951 Audrey Hepburn slær í gegn á Broadway í leikrit- inu „Colette“. 1963 Jack Ruby skýtur Lee Har- vey Oswald til bana í höf- uðstöðvum lögreglunnar í Dallas. 1972 var nýr Suðurlandsvegur, milli Reykjavíkur og Selfoss, lagður bundnu slitlagi, formlega tekinn í notkun. Kenningin um uppruna tegundanna Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að 24. NÓVEMBER 1859 Uppruni tegundanna eftir Darwin kemur út. Langar til að spila á selló með Steindóri Andersen „Jú, ég verð víst að viðurkenna það, ég er fertugur.“ Ætlarðu að halda upp á þetta? „Ég ætla nú bara að fagna því í dag að vera við góða heilsu og á góðum aldri. Það verða engin veisluhöld hjá mér í tilefni dagsins en ég geri ráð fyrir að ég kalli í vini og ættingja seinna og gleðjist með þeim. En dagurinn hefur ekki verið ákveðinn.“ Hvað ertu að fást við þessa dag- ana? „Ég vinn hjá fyrirtæki sem heit- ir Landmat og fæst við að fram- leiða og selja hugbúnað í farsíma, aðallega fyrir erlend símafyrir- tæki. Landmat hefur nýlega sam- einast útlendu fyrirtæki, EN- Pocket, og við væntum mikils af þessu nýja fyrirtæki. Ég er nú bú- inn að vera í þessum geira í tólf ár og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast. Þessu hafa fylgt mikil ferðalög, svo það hefur nú yfirleitt ekki verið mikill tími til þess að halda upp á afmæli.“ Hvað um músíkina? Það hefur nú verið lítið síðan við í Todmobile spiluðum í fyrra með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Svo samdi ég músík á margmiðlunardisk fyrir hana systur mína, Bergljótu. Diskurinn heitir Gralli Gormur og hefur fengið ágætar viðtökur.“ Áttu þér einhverja ósk á afmæl- isdaginn? „Mig langar til þess að spila á selló með rímnasnillingnum Stein- dóri Andersen.“ ■ EYÞÓR ARNALDS er fertugur í dag. Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan másenda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Tilkynningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.