Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.11.2004, Blaðsíða 54
– hefur þú séð DV í dag? Scott Ramsay Fær enn að æfa með Keflavíkur- liðinu 34 28. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR Tökur á Áramótaskaupi Sjón- varpsins eru langt komnar en þetta árið er það í höndum Spaug- stofumanna sem hafa áratuga reynslu af því að kitla hláturtaug- ar landsmanna og eiga til dæmis heiðurinn af Skaupinu árið 1985 sem er að margra mati eitt best heppnaða Áramótaskaup íslenskr- ar sjónvarpssögu. Það hvílir jafnan mikil leynd yfir efni og innihaldi ára- mótaskaupanna en það eitt er jafn- an víst að atburðum ársins sem er að líða er brugðið upp í spéspegli. Ýmislegt er þó farið að leka út um Skaupið í ár og þannig staðfesti Spaugstofumaðurinn Pálmi Gests- son í samtali við DV í gær að þeir Sveppi á PoppTíVí og Tvíhöfðinn Jón Gnarr myndu leika í Skaup- inu. Pálmi mun hafa fengið bágt fyrir lausmælgina og vildi því ekkert tjá sig um Skaupið við Fréttablaðið en Þórhallur Sigurðs- son, sjálfur Laddi, staðfesti þann orðróm í samtali við Fréttablaðið að hann muni bregða sér í gervi Saxa læknis í Skaupinu. Læknirinn mistæki er ein þekktasta persóna Ladda og fór til að mynda hamförum í þáttunum um Heilsubælið í Gervahverfi í árdaga Stöðvar 2. Þar sem veik- indi Davíðs Oddssonar utanríkis- ráðherra hafa verið í brennidepli síðustu mánuði má ætla að það verði Örn Árnason, í gervi Davíðs, sem á pantaðan tíma hjá læknin- um skeinuhætta í Skaupinu. Í fljótu bragði virðist að minnsta kosti enginn annar en Davíð vera nógu mikilvægur til að Saxi rísi upp úr sínum helga steini og þar sem Davíð sjálfur hefur þegar lýst alvarlegum veikindum sínum í léttum dúr ætti öðrum að vera óhætt að slá á létta strengi í því sambandi. Það litla sem hefur lekið út um Áramótaskaupið bendir allt til þess að Spaugstofumenn séu búnir að brugga magnaðan graut með fersku hæfileikafólki og reynslu- boltum í bland og þannig mun leik- konan Brynhildur Guðjónsdóttir bregða sér í hlutverk Dorritar Moussaieff, forsetafrúar, og þá verður Pálmi Gestsson í hlutverki forsetans vart langt undan. ■ SAXI LÆKNIR Þetta skurðaglaða sköpunarverk Ladda mun að öllum líkindum gera að Davíð Oddssyni í Áramótaskaupinu. Varfærni og aðhaldssemi þurfa að ráða ferð „Já, auðvitað. Með aðhaldi í ríkis- fjármálum er svigrúm til skatta- lækkana. Þannig hefur barnabót- um verið haldið svo niðri af þess- ari ríkisstjórn að í þær er sjálfsagt að bæta. Við í Samfylkingunni höfum líka mjög eindregið talað fyrir lækkun matarskatts um helming, en það er skattalækkun sem gagnast öllum. En tillögur um lækkun tekjuskatts og eignarskatts koma fyrst og fremst efnuðu hátekjufólki til góða og eru ábyrgðar- lausar í dag þegar verðbólgan er komin í tæp 4%, tug- milljarðar dælast út í húsnæðislánum og virkjunar- framkvæmdir eru að komast á fullan skrið. Ef varfærni og aðhaldssemi réðu ferð myndu menn bíða átekta og ráðast ekki í eigna- og tekjuskattslækkanir fyrr en tryggt væri að kjarasamningar, stórframkvæmdir og umbylting íbúðalána raski ekki þeim stöðugleika sem hér tókst að skapa í tíð vinstri stjórnarinnar 1990.“ Ekki tímabært „Ríkisstjórn sem freistast til að hafa rangt við og svíkja gerða samninga gagnvart þeim verst settu, getur ekki haldið stöðugt áfram að hlaða undir þá sem eru miklu betur settir og kæra sig jafnvel ekki um svona traktering- ar. Ríkisstjórnin gleymir því að fjölmargir í hópi hinna betur settu hafa þá síðferðisvitund að þeir vilja heldur standa vörð um viðkvæmustu innviði samfélags- ins. Sjálfur hef ég til dæmis hitt fjölmarga sem vilja heldur láta efna samkomulagið við ÖBÍ og fleira en að þiggja frekari góðgerðir frá stjórnmálamönnum sem virðast halda að allir aðrir hljóti að hugsa eins og þeir sjálfir. Sem betur fer hugsa menn um ýmislegt fleira en sinn eigin rass og vilja til að mynda að áherslur í skattamálum gagnist frekar þeim sem mest þurfa á þeim að halda. Þetta uppátæki var svo sannarlega ekki tímabært og sýnir betur en annað hvað þessir ráðamenn eru að verða einangraðir í sínum eigin heimi.“ Tímabærar skattalækkanir „Já, eins og gert er ráð fyrir með meginþunga á árið 2007, enda taki kjarasamningar við af þeirri kjarabót sem skattalækkanir færa fólki og megináherslan í samningunum verði á að hækka laun þeirra sem hafa lægst laun. Þetta eru forsendurnar fyrir því að við höldum stöðugleikanum en missum ekki kaupmáttinn með óðaverðbólgu.“ ERU SKATTALÆKKANIR TÍMABÆRAR? ...fær Ólafur Óskar Einarsson byggingameistari fyrir að sýna fyrirhyggju og frumkvæði með fyrirhugaðri raðhúsalengju fyrir fatlaða ofan við Bústaðaveg. Ólafur Óskar á uppkominn fatl- aðan son og vill sjá hann í ör- uggu skjóli og mannsæmandi húsnæði, en berst nú við borgar- yfirvöld fyrir lóð undir húsin. HRÓSIÐ 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1 fennir, 6 volæði, 7 náskyldir, 8 fæði, 9 vitfirrts, 10 gubb, 12 hræðslu, 14 kveikur, 13 rykkorn, 16 keyrði, 17 leyfi, 18 tottaði. Lóðrétt: 1 gild, 2 stórfljót, 3 .. húsið, 4 ríkar, 5 víma, 9 fæddu, 11 stúdentafélag, 13 glens, 14 blóm, 17 í röð. LAUSN. Lárétt: 1snjóar, 6víl,7uú,8el,9óðs, 10ælu,12ugg,14rak,15ar, 16ók,17 frí,18saug. Lóðrétt: 1sver, 2níl,3jl,4auðugar, 5 rús,9ólu,11vaka,13grín, 14rós,17fg. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Lágreista yfir Kleppsvík. 4,15 prósent. Í Höfða í Reykjavík. Helgi Hjörvar þing- maður Samfylkingar. Garðar Sverrisson formaður Öryrkja- bandalagsins. Jónína Bjartmarz þingmaður Fram- sóknarflokksins. Birgittu Haukdal dúkkan, sem aðdáendur söngkonunnar á öll- um aldri, bíða eftir með óþreyju kemur í verslanir Hagkaupa þann 1. desember. Dúkkan hefur vakið talsverða athygli enda í fyrsta skipti sem slík dúkka er framleidd eftir íslenskri fyrir- mynd. Mörgum finnst dúkkan þó ekki líkjast frummyndinni, það er Birgittu sjálfri, og hafa ýmsir bent á að munnsvipurinn sé feng- inn frá söngkonunni Ruth Regin- alds. Þegar myndir af dúkkunni og Ruth eru bornar saman kemur í ljós að það er margt til í því. Augnsvipurinn frá Birgittu en munnsvipurinn frá Ruth. ■ Dúkkan með munnsvip Ruthar SLÁANDI LÍKAR Munnsvipur Birgittu- dúkkunnar og Ruthar Reginalds er sláandi líkur. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MIÐVIKUDÖGUM DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherrann færði alvarleg veikindi sín í gamansaman búning hjá Gísla Marteini á dögunum og því má ætla að Spaugstofumenn leyfi sér að skopast að veikindum ráðherrans. LADDI: DUSTAR RYKIÐ AF LÆKNASLOPPNUM OG BREGÐUR Á LEIK Í SKAUPINU Davíð hjá Saxa lækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.