Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 2
SVEITARSTJÓRNARMÁL Framsóknar- flokkurinn á Dalvík ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að halda ekki áfram viðræðum við I-lista Sam- einingu um meirihlutastarf í bæjarstjórn. Valdimar Bragason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins og núverandi bæjarstjóri segir að tillögur Sameiningar muni auka útgjöld bæjarsjóðs og séu því óásættanlegar. Hann vildi ekki gefa upp hvaða tillögur það eru. Óskar Gunnarsson, oddviti Sameiningar, segir að á mánudag- skvöld hafi verið lagðar til hug- myndir til umræðu, sem fram- sóknarflokkur hafi aldrei opnað á. Þá hafi engar útgjaldahugmyndir komið fram, en mikil áhersla lögð á að treysta fjárhagsstöðu sveitar- félagsins. Því hljóti Sameining að álykta að eitthvað annað búi að baki skyndilegum viðræðuslitum. Valdimar vísar því til föðurhús- anna að eitthvað annað liggi að baki. Þá hafi tillögur um skipan í nefndir og ráðningar í embætti ekki verið í samræmi við styrk- leika flokka, en framsóknarflokk- ur hefur fjóra bæjarfulltrúa en Sameining tvo. Fulltrúar Sameiningar ætluðu að hittast aftur í gærkvöldi og ræða stöðuna. - ss 2 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Fjárlög 2005: Fjárlagaafgangur minnkar um tólf hundruð milljónir króna ALÞINGI Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram breytingartillögu sína við fjárlög 2005. Hækka út- gjöld um tæpar átján hundruð millj- ónir og tekjur um tæpar sex hund- ruð milljónir og minnkar því rekstr- arafgangur ríkissjóðs sem þessu nemur eða um 1.200 milljónir og verður tíu milljarðar og rúmar 54 milljónir króna. „Þetta er nánast allt samkvæmt áætlun,“ segir varaformaður fjár- laganefndar, Einar Oddur Krist- jánsson, og segir fátt þurfa að koma á óvart í breytingartillögunum. Helgi Hjörvar, fjárlaganefndar- maður Samfylkingarinnar, segir að í tillögum meirihlutans sé hvergi tekið á hinum ýmsu vanáætlunum á þegar fyrirséðum útgjöldum: „Það er jafn lítið að marka þetta frum- varp og fyrri frumvörp ríkisstjórn- arinnar sem státa af 20 milljarða króna skekkju. Og enn er ekki stað- ið við samninga við öryrkja.“ - ás Engar aðgerðir þrátt fyrir svarta skýrslu Umhverfisverndarsamtök gagnrýna innihaldslitla Reykjavíkuryfirlýs- ingu ráðherrafundar Norðurheimskautsráðsins. Rædd voru stórfelld áhrif loftslagshlýnunar á norðurslóðum sem spáð er í skýrslu ráðsins. UMHVERFISMÁL Engar ráðleggingar um bindandi aðgerðir til að stemma stigu við gróðurhúsa- áhrifum er að finna í svokallaðri Reykjavíkuryfirlýsingu ráðherra ríkjanna átta sem eiga aðild að Norðurheimskautsráðinu. Fundi þeirra lauk í Reykjavík í gær, en á honum var rædd skýrsla vísindamanna Norðurheimskauts- ráðsins sem vakti heimsathygli fyrr í mánuðinum. Þar var því haldið fram að norðurheimskautið hlýnaði helmingi hraðar en aðrir staðir á jörðinni og bráðnun íshett- unnar yfir norðurheimskautinu og jökla hefði áhrif um heim allan. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra stýrði blaða- mannafundi í gær fyrir hönd Ís- lands, sem situr í forsæti ráðsins. Hún sagði yfirlýsinguna lýsa þeirri samstöðu sem hægt hefði verið að ná. „Það stóð aldrei til að við tækjum ákvarðanir sem væru bindandi fyrir einstök aðildarlönd ráðsins,“ sagði hún. Erkki Toumi- oja, utanríkisráðherra Finna, tók í svipaðan streng. „Þetta var besta yfirlýsing sem hægt var að ætlast til hérna.“ Bent er á Bandaríkjamenn sem svarta sauði eins og svo oft áður í umhverfismálum frá því George W. Bush varð forseti í ársbyrjun 2001. Bush-stjórnin hefur ekki fullgilt Kyoto-bókunina um minnkun losunar koltvísýrings, sem talinn er valda hlýnun jarðar. Dr. Paula Dobriansky, aðstoð- arutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, vildi gera sem minnst úr ágreiningi sem uppi er á milli Evrópuríkja og Bandaríkjanna. „Við höfum sameiginleg mark- mið, en nálgumst þau á mismun- andi hátt,“ sagði hún. Umhverfisverndarsamtök hafa hins vegar brugðist ókvæða við aðgerðaleysi ráðherra þrátt fyrir svörtu skýrsluna. „Norðurheim- skautslöndin hafa misst af tæki- færi til að taka forystu í viðbrögð- um sínum við loftslagsskýrslunni um norðurheimskautið,“ sagði WWF í yfirlýsingu. Náttúruvernd- arsamtök á Íslandi taka í svipaðan streng. „Ríki Norðurheimskauts- ráðsins undir formennsku Íslands misstu af tækifæri til að veita forystu í aðgerðum til að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að líf- ríki norðursins.“ a.snaevarr@frettabladid.is Alþingi: Hart deilt um fíkniefni STJÓRNMÁL Lýst var eftir efndum á kosningaloforðum Framsóknar- flokksins um milljarð til fíkni- efnaforvarna í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Björgvin G. Sig- urðsson í Samfylkingunni sakaði flokkinn um að svíkja fyrirheit sem gefin hefðu verið í þarsíðustu kosningabaráttu. „Ég tek strax fram að heilbrigð- isráðherra hefur ekki sagst ætla að auka útgjöld til forvarna um einn milljarð króna,“ sagði Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra og benti á að forvarnir væru einnig á könnu dómsmálaráðuneytis. Björgvin sagði svar ráðherr- ans gefa til kynna að flokkurinn hefði hvorki staðið við kosninga- loforðið frá 1999 né hefði hann hug á að gera það. - ás ÁREKSTUR ÞRIGGJA BÍLA Tveir bílar á Glerárgötu og Gránu- félagsgötu á Akureyri rákust á síðdegis í gær með þeim af- leiðingum að annar kastaðist á þann þriðja. Þrír menn voru flutt- ir á slysadeild og einn bíllinn var dreginn brott með kranabíl. KVIKNAÐI Í TÖLVU Rétt fyrir kvöldmat í gærkvöld var tilkynnt um reyk frá togaranum Baldvini Þorsteinssyni sem lá í Akur- eyrarhöfn. Kviknað hafði í tölvu í káetu skipverja. Fljótt og vel gekk að slökkva eldinn. FLJÚGANDI HÁLKA Milli klukkan sex og átta í gærkvöld urðu tveir árekstrar á Akureyri vegna hálku, án þess þó að fólk meidd- ist. Í öðru tilvikinu var um aftan- ákeyrslu að ræða, en í hinu fór bíll yfir á rangan vegarhelming. Að sögn lögreglu skemmdust þar bílar töluvert. Þá urðu fleiri smærri óhöpp vegna hálku yfir daginn. ■ ASÍA ■ AKUREYRI „Já, en ég er ávallt reiðubúinn.“ Birgir Freyr Birgisson skipulagði aðgerðir í fjölda- hjálparmiðstöð Rauða krossins í Langholtsskóla þegar íbúar við Langholtsveg þurftu að yfirgefa heimili sín vegna brunans á mánudag. 83 gistu í miðstöðinni yfir nótt. SPURNING DAGSINS Birgir, voru þetta einnar nætur kynni? Fæðingarorlof: 480 milljónir til viðbótar STJÓRNMÁL 480 milljónum verður varið aukalega í fæðingarorlof samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005. Þetta er gert í ljósi endurskoðaðrar áætlunar um þróun útgjalda það sem af er árinu 2004. Segir í nefndaráliti meirihlutans að gert sé ráð fyrir að útgjöld sjóðsins hækki ekki eins mikið og á þessu ári vegna nýrra laga um starfsemi Fæðingarorlofs- sjóðsins. - ás Rauði krossinn: Heimsótti Saddam ÍRAK, AP Fulltrúar Rauða krossins heimsóttu Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, í fangelsi í gær til að kanna með heilsu hans. Þeir gátu talað við Hussein í einrúmi en ekki hefur verið upplýst um hvað þeim fór á milli. Fulltrúar Rauða krossins hafa nokkrum sinnum heimsótt Hussein frá því að bandaríski herinn handtók hann í desember í fyrra. Upplýsingar um heilsu hans hafa ekki borist fjölmiðl- um. Talið er að hann sé í haldi í bandarísku fangelsi nærri al- þjóðaflugvellinum í Bagdad, höfuðborgar Íraks. ■ HANDTÖKUR Í JAKARTA Fjórir hafa verið handteknir í Indónesíu í tengslum við rannsóknir á sprengjutilræðinu við sendiráð Ástralíu í Jakarta í september. Einn hinna handteknu er talinn hafa skipulagt árásina. Ellefu manns létu lífið í sprengingunni. Dalvíkurbyggð: Hugmyndir ekki í samræmi við styrkleika GEIR H. HAARDE Útgjöld hafa hækkað um 1,8 milljarða en tekjur aukist um 600 milljónir. Fjárlaganefnd: Aukning til Lánasjóðsins STJÓRNMÁL Lánasjóður íslenskra námsmanna fær 300 milljóna auka- framlag úr ríkissjóði samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjár- laganefndar. Þetta er gert með vís- an til kostnaðarmats á frumvarpi til nýrra laga um sjóðinn. Kostnaður- inn felst í að árleg endurgreiðsla af lánum lækkar úr 4,75 prósentum tekna lántaka í 3,75 prósent. Þá er lagt til að endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna kvikmynda- gerðar verði hækkaðar tímabundið um 50 milljónir króna. Í nefndaráliti segir að lofað hafi verið hærri greiðslum en nemi fjárheimildum í fjárlagafrumvarpi næsta árs. - ás FRAMTÍÐARSPÁ VÍSINDAHÓPS NORÐURSKAUTSRÁÐSINS Sumum þykir yfirlýsing ráðherrafundarins í gær rýr í roðinu miðað við framtíðarspá skýrslu vísindahóps Norðurheimskautsráðsinsi. Á myndinni sést hvernig talið er að íshetta skautsins verði eftir tæp 100 ár, en núverandi staða merkt blárri línu. FRÁ DALVÍK Bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar vísar ásökunum um annarlegar ástæður viðræðuslita til föðurhúsanna. M YN D /A C IA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.