Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 8
25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Sviðsstjóri menningar- og ferðamála: Svanhildur og Signý sækja um REYKJAVÍK Átta hafa sótt um starf sviðsstjóra á menningar- og ferða- málasviði Reykjavíkurborgar. Þetta eru: Ari Matthíasson mark- aðsráðgjafi, Björn S. Lárusson verkefnisstjóri, Eiríkur Þorláks- son, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Glúmur Baldvins- son, upplýsingafulltrúi hjá Sam- einuðu þjóðunum, Inga Rósa Þórðardóttir, kennari við Folda- skóla og fagstjóri íslensku, Svan- hildur Konráðsdóttir, forstöðu- maður Höfuðborgarstofu, Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri Reykjavíkurborgar, og Steinunn Ketilsdóttir háskólanemi MSc. Störf fjögurra sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg voru nýlega auglýst laus til umsóknar og bár- ust samtals 29 umsóknir. Tveir sóttu um tvær stöður. Glúmur Baldvinsson sótti um starf sviðs- stjóra á menningar- og ferðamála- sviði og þjónustu- og rekstrar- sviði. Steinunn Ketilsdóttir sótti um starf sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og þjónustu- og rekstrarsviðs. Búist er við að gengið verði frá ráðningu í störfin í borgarráði á fimmtudag. - ghs Upplýsingar vantar um hátekjuskattinn Flestallar efnahagsspár gera ráð fyrir skattalækkunum þannig að þær eru í samræmi við fyrri spár. Lítið er vitað um hvaða áhrif niðurfelling hátekjuskattsins hefur þar sem þær upplýsingar vantar í frumvarpið. SKATTALÆKKUN Þær efnahagsspár sem kynntar hafa verið gera ráð fyrir skattalækkunum ríkisstjórn- arinnar þannig að þær eru í sam- ræmi við spár um horfur á næstu árum. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur hjá Greiningardeild Landsbanka Íslands, segir að spá Greiningardeildarinnar um miðjan október hafi gert ráð fyrir þessum þáttum þannig að staðan sé eins og við sé að búast. Hann telur að út- færslan á barnabótunum breyti ekki svo miklu í heildina séð. „Vissulega kalla þessar aðgerð- ir á aðhald í ríkisfjármálum. Í Greiningardeild Landsbankans köllum við það háleit markmið í ríkisfjármálum að ætla sér að lækka skatta þetta mikið en halda samt sjó í ríkisfjármálum eins og tilkynnt var í fjárlagafrumvarp- inu. Þetta kallar á aðhaldssama út- gjaldastefnu og einhvers konar niðurskurð í ríkisfjármálum ef markmiðin eiga að nást. Okkar skoðun er sú að menn séu að fara löngu leiðina í því að halda efna- hagsstöðugleikanum í horfinu. Með því að lækka skatta þarf að skera enn meira niður á móti en annars hefði þurft. Ef þetta á að nást liggur í augum uppi að það þarf að koma með aðgerðir á móti á útgjaldahliðinni til að ná þessu markmiði. Markmiðin nást varla að öðru óbreyttu miðað við reynsl- una eins og hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Björn Rúnar. Hann telur liggja í augum uppi að skattalækkanirnar komi öllum til góða, mest þó tekjulágum barnafjölskyldum sem fái barna- bætur og þeim sem borgi hæstu tekjuskattana. Hann segist þó ekki átta sig fyllilega á því hvernig hækkanirnar á persónuafslætt- inum komi út. Þá vanti upplýsing- ar um það hvernig niðurfelling há- tekjuskattsins komi út. Til að fá heildaráhrif skattalækkananna þurfi þær upplýsingar. „Ég hef skilið það þannig að það eigi að fella hann niður en það er ekki greint frá honum sérstaklega. Annað hvort vegna þess að það er gert ráð fyrir að hann falli niður af sjálfu sér eða þá að það eigi að til- kynna sérstaklega hvernig það verður,“ segir Björn Rúnar. ghs@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Ekki færri en tuttugu konur, og jafnvel fjörutíu, í Reykjavík eru heimilislausar, samkvæmt þarfagreiningu sem gerð hefur verið á vegum Reykja- víkurdeildar Rauða kross Íslands. Deildin opnaði í síðustu viku næturathvarf fyrir þessar konur, Konukot. Brynhildur Barðadóttir, verk- efnisstjóri hjá Reykjavíkurdeild- inni, sagði heimilislausar konur vera mjög falinn hóp, sem erfitt er að ná til. Þær eru á öllum aldri, flestar þó líklega á aldrinum tuttugu til fimmtíu ára. Nær allar eiga þær það sameiginlegt að vera í fíkniefnaneyslu. Vísbendingar segja að heimil- islausum konum fjölgi og þær sem bætast við séu úr yngri aldurshópum. Næturathvarfið Konukot er í Eskihlíð 4. Félagsþjónustan í Reykjavík lagði húsnæðið til. Athvarfið er opið milli 21 á kvöld- in til 10 að morgni. Þar er þvotta- og hreinlætisaðstaða fyrir nætur- gesti, og að auki er boðið upp á létta máltíð. Sunnudagskvöldið 5. desember verða haldnir stórtónleikar til styrktar Konukoti. Þeir verða á Hótel Borg og koma þar fram fjöl- margir þekktir listamenn. - jss NR. 48 - 2004 • Verð kr. 599 Sjáið myndirn ar! Davíð Þór J ónsson á mjúkum n ótum: 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Besta d agskrái n! 25.nóv-1 .des. Bara í ÉG ER ALDREI EIN! Magnús Scheving fertugur: UMVAFINN BOND-GELLUM! Erla Stefáns um álfa og anda: RÍS UPP EFTIR ERFIÐAN SKILN AÐ! Balletparið Hjördís Lilja og Steve: DÖNSUÐU SIG SAMAN HEIT PÖR Á HESTABALLI! Ástin blómstrar hjá hestamönnum: 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 22.11.2 004 17:01 Page 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! EKKI BARA DÚKKA! Birgitta Haukdal: Ógeðsdrykkja- félagið! Fimmtudag og föstudag Í tilefni af þakkargjörðardeginum í dag, 25. nóvember, mun Eiki bjóða upp á kalkún og meðlæti. Einnig í hádeginu á morgun. Borðapantanir í síma 511 6030 Verð krónur 1.490,- Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 17. – 23. nóv. 1. Börn og unglingar Saga full af húmor Sjálfstætt framhald af hinni geysivinsælu bók Öðruvísi dagar sem kom út árið 2002. Bók sem enginn aðdáandi Guðrúnar má láta fram hjá sér fara! Guðrún Helgadóttir Rauði krossinn opnar næturathvarfið Konukot: Tugir heimilislausra kvenna í Reykjavík SVANHILDUR KONRÁÐSDÓTTIR Svanhildur er í hópi átta umsækjenda um starf sviðsstjóra á menningar- og ferða- málasviði Reykjavíkurborgar. KONUKOT Félagsþjónustan lagði til húsnæði í Eskihlíð 4 undir næturathvarf fyrir heimilislausar konur. BJÖRN RÚNAR GUÐMUNDSSON Telur upplýsingar vanta um hvernig niðurfelling hátekjuskattsins komi út. Annað hvort sé gert ráð fyrir að „hann falli niður af sjálfu sér eða þá að það eigi að tilkynna sérstaklega hvernig það verður“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.