Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 20
Sagan endurtekur sig. Nú hefur grunnskólakennurum tekizt að semja um myndarlega kaup- hækkun og kjarabót sér til handa að loknu löngu og ströngu verk- falli. Þeir hlutu að hafa þennan háttinn á, enda fóru framhalds- skólakennarar þannig að fyrir fá- einum árum og höfðu þá fræki- legan sigur í kjaradeilu sinni við ríkið. Menn geta deilt um rétt- mæti þess, að kennarar leggi niður vinnu langtímum saman og sendi nemendur sína heim í blóra við lögboðna skólaskyldu, en lögin í landinu veita þó kennur- um skýlausan verkfallsrétt. Reynsla undangenginna ára sýn- ir, svo að varla verður um villzt, að kennarar hafa ekki náð fram nauðsynlegum kjarabótum nema með því að láta hart mæta hörðu. Um hvað var samið í þessari lotu? Niðurstaðan bendir til fjórðungshækkunar launa handa kennurum eða þar um bil, enda þótt erfitt sé að meta flókna kjarasamninga til fjár og lýsa þeim með einni prósentutölu. Kennarar hljóta að líta svo á, að þeim hafi nú tekizt að knýja fram langþráða leiðréttingu á launa- kjörum sínum miðað við aðrar starfsstéttir. Fyrir samninginn voru launakjör kennara miðað við aðrar stéttir lakari á Íslandi en alls staðar annars staðar á OECD-svæðinu nema í Slóvakíu (sjá skýrslu OECD, Education at a Glance 2004). Íslenzkir grunn- skólakennarar voru t.a.m. ekki hálfdrættingar á við írska kenn- ara 2002. Með nýjan samning í höfn hljóta kennarar að líta svo á, að þeim hafi tekizt að þoka kaupi sínu og kjörum miðað við aðrar stéttir nær meðallagi innan OECD. En bíðum við. Það er ekki al- veg víst, að kennurum verði að ósk sinni. Það stafar af því, að öðrum starfsstéttum er í lófa lag- ið að heimta skaðabætur vegna kauphækkunar kennara – þ.e. kauphækkun handa sjálfum sér til að endurreisa launamuninn á þeim og kennurum. Undir eðli- legum kringumstæðum væri ekki mikil hætta á slíkum bóta- kröfum. Þá myndu vinnuveitend- ur semja við starfsmenn í hverju fyrirtæki fyrir sig og miða samn- ingagerðina við afkomu fyrir- tækjanna og afköst starfsfólks- ins, og kaup og kjör óskyldra starfsstétta kæmu málinu ekki við. Þá hefðu aðrir launþegar ekki aðstöðu til að skjóta kennur- um aftur fyrir sig í launastigan- um. Við búum þó ekki við þess háttar vinnumarkaðsskipulag. Við búum enn í aðalatriðum við gamla vinnulöggjöf frá árinu 1938 – löggjöf, sem gerir öðrum launþegum kleift að bindast sam- tökum (eins og kennararnir gerðu!) um að reyna að knýja fram kjarabætur handa sjálfum sér til jafns við kauphækkun kennara. Ef það gerist, þá hækka vinnulaun almennt til jafns við kennaralaunin, og kaupmáttar- aukningin, sem kennarar voru að enda við semja um, verður þá að engu, þegar allt kemur til alls. Niðurstaðan verður þá óbreytt launahlutföll – og meiri verð- bólga með gamla laginu, eða aukið atvinnuleysi. Verðbólga? Atvinnuleysi? Hvers vegna? Kauphækkun handa kennurum hefur engin áhrif á kaupgreiðslugetu at- vinnulífsins, ekki í bráð. Ef samningurinn við kennara yrði til þess að leggja stórfellda launakostnaðarhækkun á fyrir- tækin að kröfu annarra launþega, þá ættu þau varla annarra kosta völ en að velta kostnaðaraukn- ingunni út í verðlagið eða fækka fólki. Rífleg kauphækkun handa kennurum mun eigi að síður styrkja skólastarfið, ef hún end- ist, og laða smám saman fleiri og betri kennara að skólunum og skila fleiri og betri nemendum inn í framhaldsskólana og út í fyrirtækin. Afköst vinnandi fólks og fjár og kaupgreiðslugeta fyr- irtækjanna munu vafalítið aukast með bættum kjörum kennara til langs tíma litið, en þess er þó býsna langt að bíða. Menntun er langtímafjárfesting. Núverandi vinnumarkaðsskip- an býður þeirri hættu heim, að aðrir launþegahópar reyni að knýja fram kauphækkun handa sér til jafns við kauphækkun kennara, eins og Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður og Tryggvi Þór Herbertsson dósent hafa bent á. Alþingi hefði átt að byrgja þennan brunn fyrir löngu með því að breyta vinnulöggjöf- inni til að draga úr miðstýringu og dreifa valdi á vinnumarkaði. Það var ekki gert. Framvindan í vinnumálum næstu misseri mun því ráðast m.a. af því, hvort fáeinir forustumenn voldugra verklýðsfélaga fallast á þau rök kennara, að þeim beri nú mynd- arleg kauphækkun miðað við aðrar starfsstéttir. Nú reynir á verkalýðsforustuna. Hún hefur staðið sig vel í ýmsum greinum mörg undangengin ár. Megi hún gera það áfram. ■ F rumvarp ríkisstjórnarinnar um fjögurra prósenta lækk-un tekjuskatts á næstu þremur árum, hækkun barnabótaog niðurfellingu eignarskatts kemur ekki á óvart. Skatta- mál voru í brennidepli í kosningabaráttunni til Alþingis fyrir ári síðan. Lofuðu þá jafnt stjórnarflokkarnir sem höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar, Samfylkingin, lækkun skatta á almenn- ing. Eftir því hefur síðan verið beðið að ríkisstjórnin efndi þetta fyrirheit. Annað hefði verið svik við kjósendur. Nú þegar efndirnar blasa við er einkennilegt að sjá hve margir stjórnmálamenn og álitsgjafar eru neikvæðir gagnvart framtakinu. „Ekki rétti tíminn“, segir sumir. „Eykur verð- bólgu“, segja aðrir. Og enn aðrir telja upp ótal verkefni sem hægt væri að ráðast í ef skattarnir væru ekki lækkaðir. Athygl- isvert er að Samfylkingin virðist hafa breytt um stefnu frá því fyrir kosningar og mælir nú gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þýðir það að kjósendur geta ekki treyst kosningaloforðum flokksins? Andstaða Vinstri grænna er í sjálfu sér rökrétt fram- hald á þeirri afstöðu sem fram kom í kosningabaráttunni en þegar formaður flokksins grípur til þeirra stóryrða að kalla skattalækkunina „hrikalegt efnahagslegt og hagstjórnarlegt glapræði“, eins og hann gerði í blaðaviðtali á dögunum, hljóta menn að velta því fyrir sér hvort honum standi orðið á sama um það hvort hann sé tekinn alvarlega eða ekki. Í umræðunum um skattalækkanirnar líkti Össur Skarphéð- insson, formaður Samfylkingarinnar, Geir H. Haarde fjármála- ráðherra við jólasvein sem dreifði gjöfum í allar áttir. Þessi um- mæli koma á óvart frá jafn skynsömum manni og formanni Samfylkingarinnar. Rangt er að hugsa um ríkisvaldið sem jóla- svein sem færir okkur gjafir. Ríkið hefur ekki aflað skatt- teknanna með eigin vinnu heldur eru skattar afrakstur af vinnu launþega. Almenningur er veitandi en ríkið þiggjandi. Áþekk – en því miður allt of algeng – hugsunarskekkja er fólgin í því að ræða skattalækkanirnar eingöngu á grundvelli hagfræði og hagstjórnar. Vissulega hefur upphæð skatta hverju sinni áhrif á ríkisfjármál og efnahagslífið en skattheimta er fyrst og fremst pólitísk spurning sem varðar grundvallaraf- stöðu manna í stjórnmálum. Hitt er svo tæknilegt úrlausnarefni hvernig hagstjórnin lagar sig að tekjum og gjöldum ríkisins hverju sinni. Og í því efni skiptir auðvitað miklu að stjórnmála- menn sýni ábyrgð og átti sig á afleiðingum þess fyrir hagkerf- ið þegar breytingar verða á jafn mikilvægu sviði og fjármálum ríkisins. Fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir skattafrum- varpinu að það mundi að meðaltali leiða til 4-5% hækkunar á ráðstöfunartekjum heimilanna í landinu. Ýmsir hópar, ekki síst tekjulágt barnafólk og barnafólk með meðaltekjur, nytu enn meiri kjarabóta. Og ráðherrann spurði gagnrýnendur í sölum þingsins: Hvað er eiginlega athugavert við það að lækka skatt- ana á venjulegu vinnandi fólki? Hið eðlilega svar er: Það er ekk- ert athugavert við það. Það var kominn tími til. Skattalækkunin er lofsverð og ríkisstjórninni til álitsauka. ■ 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Rangt er að ræða skattalækkanir eingöngu á grundvelli hagfræði og hagstjórnar. Kjarabót fyrir almenning FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG KENNARASAMNINGURINN ÞORVALDUR GYLFASON Alþingi hefði átt að byrgja þennan brunn fyrir löngu með því að breyta vinnulöggjöfinni til að draga úr miðstýringu og dreifa valdi á vinnu- markaði. ,, Um hvað var samið? Las, las ekki Davíð Oddsson utanríkisráðherra var á Alþingi á mánudaginn spurður um við- ræður hans og Colins Powell í Was- hington í síðustu viku. Fyrirspyrjandi, Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingar- innar, vitnaði í fjölmiðla (og var þá greinilega með skrif í Fréttablaðinu og á Vísi.is í huga) um varfærnisleg ummæli ráðherrans og sagði menn velta fyrir sér hver raunveruleg niðurstaða fundarins hefði verið. Eitthvað virð- ist tilvísunin í fjölmiðl- ana hafa farið í taug- arnar á ráðherranum. Byrjaði hann svar sitt á því að segjast ekki hafa „stúderað“ hvað fjöl- miðlar hefðu sagt um fundinn. Mínútu seinna kvaðst hann hins vegar hafa séð að „sumir“ hefðu skrifað „af miklu þekk- ingarleysi“ um efnið. Í því sambandi má geta þess að athugun á ræðusafni ráð- herrans bendir til þess að orðið „þekk- ingarleysi“ – og í seinni tíð „yfirgripsmik- ið þekkingarleysi“ – sé í sérstöku dálæti hjá honum. Kannski ber því ekki að taka það of bókstaflega þegar orðinu er slengt fram í stjórnmálaræðum hans. Fékk leyfi hjá Powell Jón Gunnarsson vildi vita af hverju Colin Powell hafði ekkert að segja við fjöl- miðla að fundinum loknum. Minnti hann á að eftir fund Davíðs og Bush for- seta hefði verið haldinn blaðamanna- fundur og gefin út fréttatilkynning. Svar utanríkisráðherra er athyglisvert. Kvaðst hann hafa farið yfir með það Powell hvað eðlilegt væri að segja við fjölmiðla um fundinn. Sagðist hann því líta svo á að Bandaríkjastjórn og sérstaklega Powell væri samþykkur þeim túlkunum sem hann hefði látið fara af fundinum. Niðurstaðan væri sú að embættis- mannaviðræður skyldu hefjast á þeim grundvelli að loftvarnir væru tryggðar á Íslandi og Íslendingar tækju aukinn þátt í rekstrarkostnaði Keflavíkurflugvallar. Gott og vel. Ef rétt reynist er það rós í hnappagat ráðherrans. En ekki hefði nú verið verra ef Powell hefði staðfest þessa túlkun í eigin persónu. Getur verið að hann hafi viljað svara þeirri spurn- ingu hvað felst nákvæmlega í loftvörn- um á Íslandi? Að það sé ekki frágengið að orrustuþotur verði staðsettar á Ís- landi? Það ætti að koma í ljós snemma á næsta ári. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.