Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 11 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 115 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 33 stk. Heilsa 8 stk. Skólar & námskeið 3 stk. Heimilið 13 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 20 stk. Atvinna 25 stk. Tilkynningar 4 stk. Góðan dag! Í dag er fimmtudagur 25. nóv., 330. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.29 13.15 16.00 Akureyri 10.33 13.00 15.25 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég var búinn að sjá svona graffití niður í bæ og langaði rosalega í svoleiðis í her- bergið mitt. Ég og vinir mínir teiknum svo- leiðis á blað og þannig kviknaði hugmynd- in. Allir vinir mínir eru núna frekar spæld- ir og langar sjálfa í svona í herbergin sín,“ segir Alex en Rósa, móðir hans, fann „graffara“ til að teikna á vegginn hjá hon- um. „Ég þekki Steina, sem er guðfaðir graffítisins, og hann benti okkur á Orra sem samþykkti að gera svona í herbergið hans Alex. Þetta er tréveggur og ég sagði við manninn minn að ég vildi helst setja graffítí líka hinu megin og taka vegginn síðan með ef við flytjum,“ segir Rósa og hlær. „Annars langar mig í svona á einn vegg í stofunni eða kannski á striga sem málverk. Mér finnst þetta ótrúlega flott,“ bætir Rósa við. „Graffarinn“ sjálfur, Orri, er búinn að fikta við þetta síðan hann var sextán eða sautján en hann er 24 ára í dag. „Þegar ég byrjaði kunni ég eiginlega ekki neitt og prófaði mig bara áfram. Ég er rólegri núna en ég var og er ekkert að stelast út um helgar lengur. Ég hef aðeins öðruvísi metn- að núna,“ segir Orri. Orri er búinn að gera graffítí á annan vegginn hjá Alex og á eftir smá á öðrum vegg. „Þetta er það nálægt manni að ég þarf að gera öll smáatriði mjög vel. Ég mætti hingað klukkan tíu einn morguninn og var ekki búinn fyrr en um hálf fjögur leytið þannig að þetta er frekar tímafrekt. Fyrir það var ég búin að vinna undirbún- ingsvinnu, teikna skissur og svoleiðis,“ segir Orri sem „graffar“ töluvert í heima- húsum hjá fólki en þess á milli úðar hann líka á striga. Graffítí-verkið setur vissulega sérstak- an svip á herbergið hans Alex. Í verkinu er nafn Alex með mjög skemmtilegum stöfum og það gerir verkið enn persónulegra. Graffíití er góð leið til að brjóta upp rými og er ekki ósvipað veggfóðrinu sem tröll- ríður öllu um þessar mundir. Ekki er ósnið- ugt að setja svona á einn vegg í herbergi til að skapa smá karakter á nýjum stað. Verk- ið þarf auðvitað að tóna við persónuna sem býr í herberginu og gerir þetta töff graffití hjá Alex það svo sannarlega þar sem hann er algjör töffari sjálfur. Og eng- in furða að allir vinirnir séu hálf afbrýði- samir út í þessa skemmtilegu tilbreytingu en þeir koma þá bara oftar í heimsókn. lilja@frettabladid.is Graffití í nýja herbergið Rósa Stefánsdóttir og Ragnar Hilmarsson, ásamt börnum sínum Alex og Birtu, eru ný- flutt í íbúð í Laugarneshverfinu. Alex litli hefur yndi af hjólabrettum og veggjakroti, eða graffití, og ákvað því að hafa herbergið sitt á nýja staðnum örlítið öðruvísi. ferdir@frettabladid.is Jólaferð til Alicante Fyrir þá sem langar að skella sér úr vetr- arnæðingnum og halda á suð- rænni slóðir um jólin er Alicante tilvalinn áfangastaður. Spánverjar taka ferðamönnum fagnandi árið um kring og um jólin er veðrið í Alicante milt og gott. Plúsferðir bjóða upp á flug til Alicante 18. desember til 5. janúar fyrir 29.750 krónur. Flugvallarskattar eru innifaldir. Jeppaferð í Bása Í byrjun að- ventu stendur Útivist fyrir jeppa- aðventuferð í Bása í Þórsmörk. Þetta er árviss ferð sem færri hafa komist í en vilja. Farið er í léttar göngur og kvöldvaka er haldin. Kröf- ur um út- búnað jeppa fara eftir færð og veðri. Þátttaka er háð samþykki fararstjóra, en verð er 2.400-2.900 kr. Brottför er frá Hvolsvelli klukkan 10 að morgni 12. desember. Aðventusigling í Karíbahaf- inu Hinir sem vilja alvöru sól og sumaryl í skammdeginu geta far- ið í spennandi siglingu á lúxus- skipi í Karíbahafinu. Prima býður upp á sjö daga siglingu á Carnival Glory þann 3. desember næst- komandi. Á kvöldin eru söngleikir og skemmtanir um borð, hægt er að dansa fram á rauða nótt á næturklúbbunum og svamla í sundlaugum og nuddpottum í sólinni á daginn. Fjöldi spennandi áfangastaða er á leiðinni. Verð frá 134.800 krónum. Útivistarræktin gengur út að Ægisíðu. Á vegum Útivistar er gengið á fimmtudögum undir merkjum Útivistarræktarinnar sem hefur þann tilgang að standa fyrir útivist og lík- amsrækt og viðhalda gönguþoli allt árið. Hist er á fimmtudögum kl. 18 og í kvöld er gengið út á Ægisíðu. Farið er frá bílastæðinu þar sem Skógræktar- félag Reykjavíkur var í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undir Ægisíðu. Farið er sömu leið til baka og göngu- ferðin tekur rúma klukkustund eins og á mánudögum. Orri skapar verkið af mikilli natni meðan Alex fylgist með. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR TÍSKA BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég veit að þú fæddir mig, mamma, en hvernig komst þú í heiminn? Fréttablaðsbelti BLS. 9 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.