Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 22
Baðherbergi Baðherbergi á að vera bjart og notalegt herbergi þar sem það er eitt af því fyrsta sem þú sérð á morgnana. Prófaðu að kaupa veggfóðursræmu og setja hana í kringum gluggann í herberginu. Það gerir alveg ótrúlega mikið og er mjög fallegt.[ Á fallegt skrifborð og frábærar þvottavélar Svanhildur Jakobsdóttir kann vel að meta nútímaþægindi. Svanhildur Jakobsdóttir heldur upp á allt sem hún á. Hin landsþekkta söngkona Svanhildur Jakobsdóttir heldur mikið upp á allt sem hún á: „Af húsgögnum held ég mest upp á skrifborðið okkar, sem er norskt og sérstaklega fallegt. Við keyptum það einu sinni þegar hljómsveitin okkar spilaði á þorrablóti fyrir Íslendinga í Noregi. Við höfðum ákveðið að nota ferðina til að kaupa okkur sófaborð og fórum um allt vítt og breitt til að leita að því. Fundum nú ekkert sófaborð sem okkur líkaði en hinsvegar sáum við skrifborðið og ákváðum að fjárfesta í því í staðinn. Svo hringdum við í Flugfélagið til að athuga hvort þeir gætu flutt fyrir okkur skrifborð og það var ekkert sjálfsagðara þó líkast til hafi runnið á þá tvær grímur þegar þeir sáu hvað borðið var stórt. Skrif- borðið er fallegt og verður vonandi erfðagripur. Það gleður auga manns á hverjum degi.“ Svo eru upp- þvottavélar og þvottavélar í sérstöku uppáhaldi hjá Svanhildi. „Það er svo stórkostlegt að geta á hverjum degi hent öllu leirtaui og óhreinum fötum inn í sitt hvora vélina og afgreiða málin þannig. Mér er minn- isstætt þegar ég ákvað að keypt yrði uppþvottavél en það var fyrir mörgum árum að öll fjölskyldan var inni í stofu að horfa á eitthvað sérstaklega skemmti- legt í sjónvarpinu nema ég, sem stóð inni í eldhúsi og vaskaði upp. Mér finnast uppþvottavélar öndvegis- tæki sem enginn skyldi vera án. ■ „Höfuðmarkmið okkar er að selja vörur sem eru öðruvísi, fjöl- breyttar og á góðu verði. Það gjör- samlega svínvirkar og get ég með sanni sagt að fólk er gjörsamlega að tapa sér yfir vörunum okkar,“ segir Hallur Ágústsson en hann er eigandi Glugg-inn ásamt konu sinni, Bjarnveigu Pálsdóttur. Hallur er aldeilis glaður í bragði og stoltur af sinni verslun sem landsmenn taka fagnandi. „Við erum með mikið úrval og mikið gaman. Hér er eitthvað fyr- ir heimilið, fyrir jólin, fyrir börn- in og fyrir stofuna. Í raun eitthvað fyrir alla. Eins og ég segi við þá sem forvitnast um verslunina: Gjöf fyrir þig og þína. Við erum með fallegar gjafir sem gleðja og það er auðvitað markmiðið með gjöfum. Við hjónin flytjum allt inn sjálf og losnum því við að greiða milliliðum og höldum verðinu niðri. Vörurnar koma frá ýmsum stöðum í Evrópu en eru yfirleitt framleiddar í fjarlægu austri. Síð- an erum við líka með handgerð kort, krem og sápur sem við fáum frá bílskúrsmönnum í Englandi og Írlandi. Okkur finnst mjög gaman að finna eitthvað sérstakt og það finnum við oft hjá einyrkjum um víðan völl. Og þó að til dæmis kortin okkar séu handgerð þá eru þau á sama verði og þau fjölda- framleiddu.“ Hallur og Bjarnveig eru ekki ókunn verslunarrekstri því þau áttu hlut í versluninni Tiger þang- að til núna í vor. „Við vorum búin að vinna yfir okkur og vildum breyta til. Núna gerum við það sem okkur langar til að gera og höfum gaman að lífinu. Við erum hundleið á eintóna blómabúðum hér á landi og vildum gera eitt- hvað öðruvísi,“ segir Hallur og bætir við. „Þetta er gleðibúð.“ lilja@frettabladid.is Gleðibúðin Glugg-inn Þeir sem hafa lagt leið sína í Skeifuna nýlega hafa eflaust tek- ið eftir nýrri verslun sem selur alls konar fallega muni. Versl- unin heitir Glugg-inn og er aðeins þriggja vikna gömul. Deco Art Garðatorgi Full búð af föndur- og gjafarvörum. Ráðgjöf og leiðbeiningar á staðnum. Sími 555-0220 LISTASMIÐJAN KERAMIK OG GLERGALLERÍ MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAKERAMIKI OG FÖNDURVÖRUM OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA Opið föndurkvöld alla fimmtudaga frá kl. 18-22 t.d. fyrir keramikmálun, korta- og lampagerð Kothúsum, Garði 240cm x 150cm 125.000 kr. Hafnarstræti 19 S.551-1122 glerlist ullarvörur leirlist hreindýraskinn íslenskar lopapeysur íslensku jólasveinarnir ] Hallur Ágústsson er að vonum glaður með nýju verslunina sem hann og kona hans eiga. Litríkur og blóm- óttur lampi á 3.900 krónur. Gamaldags taska sem hægt er að fá í þrem stærðum og mörgum gerðum. Sú minnsta er á 790 krónur, miðstærð á 990 krónur og stærsta á 1.290 krónur. Púði í svefnherbergið eða stofuna á 1.590 krónur. Sætur jólasveinn sem til er í þrem stærðum. Sá minnsti á 3.500 krónur, mið- stærð á 5.900 krónur og stærsti á 10.900 krónur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.