Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 28
Töskur 2004 er svo sannarlega ár töskunnar. Það nýjasta er að það skiptir engu máli í hvernig fötum þú ert. Þannig hefur þú afsökun til að eyða þúsundum í tösku því hún skiptir aðalmáli.[ Íslenska ullin yndisleg „Lopann nota ég alltaf ólitaðan,“ segir Dóra Sigfús- dóttir sem vinnur heilmikið með íslensku ullina. „Mér finnst hún yndisleg, íslenska ullin,“ segir Dóra sem kennt hefur handavinnu á Vesturgötu 7, búið til heilmikið af prjónauppskriftum og hannað prjónaf- líkur, þar á meðal sjöl, húfur og peysur. Vörurnar hefur hún selt í Hrafnagili á Akureyri og hjá Húfum sem hlæja á Laugaveginum í Reykjavík. „Ég er nú bara heimakona sem sit og heklar og prjónar og nýt þess að vera til,“ segir Dóra hlæjandi en hún hefur hannað einstaklega smart lopasjöl sem eru miðja vegu milli þess að vera sjöl eða ponsjó. „Ég fæ oft einhverja persónu sterkt í hugann þegar ég er að búa eitthvað svona til, og þegar ég gerði hvíta og brúna lopasjalið sá ég forsetafrúna fyrir mér. Ég hugsaði með mér að hún væri flott í þessu,“ segir Dóra sem aldrei prjónar neitt eftir upp- skrift heldur býr þær bara til sjálf. ■ Dóra Sigfúsdóttir leggur varla frá sér prjónana og hefur hannað fjöldann allan af flíkum og þar á meðal allsérstök lopasjöl í íslensku sauðalitunum. „Það er svarti Nike-hatturinn minn. Ég keypti hann annað hvort í vor eða sumar á þessu ári í Nike-búð- inni. Ég féll strax fyrir honum því þetta var einmitt það sem ég var að leita að. Ég reyni að nota hann alltaf þegar ég get en það er frekar erfitt núna þar sem hvasst er úti,“ segir Stefán Máni. „Hatturinn minn er mjög svalur, eiginlega punkt- urinn yfir i-ið. Hann er meira Kjarvalslegur en Hall- grímslegur. Ég fíla Nike-hattana líka því það er eng- inn eins. Ég á annan drapplitaðan en börðin eru öðru- vísi á honum. Þeir eru frekar sérstæðir,“ segir Stefán sem viðurkennir fúslega að hann sé að breyt- ast í hattamann. „Ég er farinn að grána aðeins og þó að ég sé stoltur af gráu hárunum þá nota ég hattana til að fela þau. Þetta er eitthvað sem manni dettur í hug á efri árum.“ Stefán Máni gaf út bókina Svartur á leik fyrir stuttu og fjallar hún um undirheima Reykjavíkur. „Það er ansi mikill áhugi fyrir bókinni þar sem þessi tíðarandi er ríkjandi í þjóðfélaginu og ég er mjög bjartsýnn. Þetta er bók ársins - engin spurning.“ lilja@frettabladid.is Hattur til að fela gráu hárin Aðspurður hvaða tískuflík sé í uppáhaldi er Stefán Máni rithöfundur ekki seinn til svars. Stefán Máni reynir að nota Nike-hattinn sinn öllum stundum sökum þess hve svalur hann er. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Vetur í Skarthúsinu Mikið úrval af alpahúfum, flís- fóðruðum vettlingum, sjölum, treflum, húfum og höttum. Ný sending af grifflum - margir litir Sendum í póstkröfu. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Jólasendingin af Pilgrim skartgripum komin. Einnig mikið úrval af nælum og öðrum semelíu skartgripum. Sendum í póstkröfu. Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030 Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. kl. 10-16T Í S K U V E R S L U N Nýkomið! Síðar svartar peysur Stærðir 36-56 Laugavegi 62 sími 511 6699 Glæsibæ sími 511 6698 www.sjon.is sjon@sjon.is Gar›atorgi sími 511 6696 afsláttur50% af barnaumgjörðum til jóla! Handsmíðað skart með íslenskum steinum Laugavegi 42 • sími 551 8448 Gullsmiðja Hansínu Jens Skart smíðað af Hansínu og Jens Guðjónssyni ] FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Svört hyrna og húfa sem er úr smiðju Dóru. Lopasjal sem Dóra sá fyrir sér að myndi henta forsetafrúnni. Dóra Sigfúsdóttir hannar prjóna- flíkur jafnóðum og hún býr þær til. Lopakápa sem hentar vel yfir létt- an jakka eða rúllukragapeysu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.