Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 30
F2 2 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Skalli og há kollvik geta verið erfiðurvandi hjá karlmönnum. Aðgerðirsem hafa átt að sporna við eða laga hárleysi hafa verið sársaukafullar og oftar en ekki skilið eftir sig ör. Nú stendur ís- lenskum karlmönnum hins vegar til boða að halda til Svíþjóðar og gangast undir svokallaða FUE aðgerð sem þykir bylt- ingarkennd hárígræðsluaðferð þar sem hún er ekki sársaukafull og lítil hætta er á því að hún skilji eftir sig ör. Það er íslensk kona, Ásdís Arnbjörns- dóttir, sem hefur veg og vanda af því að aðstoða landa sína í hárleysisraunum þeirra. Hún er framkvæmdastjóri Ilter - stofunnar í Gautaborg og kom hingað á dögunum í tengslum við frétt Þórs Jóns- sonar, fréttamanns á Stöð 2, um þennan möguleika. Þar sýndi Þór að hann er hugrakkur maður og algjörlega laus við tepruskap þegar hann lagðist sjálfur undir hnífinn fyrir framan myndavélarnar. Ásdís segist geta staðfest aukinn áhuga Ísendinga á því að næla sér í meira hár eftir frétt Þórs. „Það var haft sam- band við mig um leið og ég gekk út úr myndveri Stöðvar 2 til þess að forvitnast um þessa aðgerð.“ Ásdís segir að hún geri sér líka fyllilega grein fyrir því að ekki hefði mátt búast við hundruðum ís- lenskra sjúklinga til Stokkhólms. „Það tekur tíma fyrir fólk að taka þessa ákvörð- un enda er þetta fegrunar- aðgerð.“ Hún segist gera sér von- ir um að þau geti framkvæmt nokkrar aðgerðir á Íslandi næsta sumar. Ilter - stofan í Stokkhólmi er fyrsta stofan í Skandinavíu sem hefur tekið að sér að fram- kvæma FUE aðgerðir. Þar ræð- ur ríkjum Dr. Demir Ilter sem hefur verið í fararbroddi á þessu sviði, bæði framkvæmt sjálfur aðgerðir og þjálfað lækna víðs- vegar um Evrópu. Meðalaðgerðin kostar á milli 500 til 600 hundruð þúsund íslenskar krónur. Eru þá færð til 2.400 hár á höfuðleðri sjúklings, af vel hærðum svæðum yfir á ber- skjaldaðri hluta. Það þýðir að hvert hár sem er fært til kostar um það bil 250 krónur, sé mið- að við efri mörkin. Hjá Tryggingarstofnun ríkisins fengust þær upplýsing- ar að ekki væri greitt fyrir fegr- unaraðgerðir, en hins vegar væri málið skoðað ef um væri að ræða lýtaraðgerð eftir slys. Ekki höfðu borist neinar um- sóknir um aðstoð vegna hárígræðslu- aðgerða erlendis. Rokk-pönkstemningin verður allsráðandi á Grand Rokk laugardaginn 27. nóvember þegar Ceres 4 gerir allt vit- laust ásamt Botnleðju, Hoffman og amerísku sveit- inni Let It Burn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Let It Burn kemur til Íslands en ferð hljómsveitarinnar hing- að til lands er hluti af Evróputúr hennar. Þetta verða án efa hörkutónleikarenda er mitt band í feiknaformi.Síðast spiluðum við meðFræbbblunum, það gekk það vel að framhaldið hlýtur að lofa góðu,“ seg- ir ofurpönkarinn Ceres 4 sem er farinn að hita vel upp fyrir tónleikana. Hann er meira að segja búinn að ákveða hverju hann ætlar að klæðast þetta kvöld. „Það kæmi ekki á óvart að fatnaður- inn yrði mjög sexí. Ætli ég grafi ekki eft- ir gullbuxunum mínum en mér finnst þær koma sterklega til greina fyrir þetta kvöld. Þær myndu alveg slá í gegn. Ann- ars er klæðnaðurinn ekki aðalmálið heldur eggjandi og hljómfagrir tónar,“ segir Ceres 4. Á dögunum var Ceres 4 að spila á Grand Rokk en þá vildi svo skemmtilega til að hinn snjalli gítarleik- ari Guðmundur Pétursson var á svæð- inu. Honum var kippt upp á svið og spil- aði hann með Ceres 4 eins og hann hefði aldrei gert neitt annað. „Guðmundur Pétursson er náttúr- lega fremstur meðal jafningja. Hann rétt heyrði fyrstu tónana og svo hélt hann dampi. Það eru eflaust fáir sem geta það. Nú, ef það er einhver jafn hæfileikaríkur og Guðmundur þarna úti má sá hinn sami að sjálfsögðu spila með. Það er þó eitt skilyrði, viðkomandi má ekki vera búinn að hlusta á lögin áður,“ segir Cer- es 4, sem er kominn í partígírinn. ● F2 er vikurit sem fylgir Fréttablaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn: Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Kristján Hjálmarsson, Marta María Jónasdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Hönnun Jón Óskar Hafsteinsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal / jonl@frettabla- did.is / 515 7584 / 899 0797 Forsíðan Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona, sjá viðtal bls. 12. Ljósmynd Vilhelm Gunnarsson Þetta og margt fleira 4 Sægreifinn við Gömlu höfnina 6 Göturnar í lífi Dísu í World Class 8 Birta og Andrea í júniform 10 Viðtal: Ekki aftur í pólitík Sigríður D. Auðunsdóttir hitti Þorstein Pálsson í Kaupmannahöfn 12 Viðtal: Ég fæ innblástur alls staðar Marta María Jónasdóttir ræðir við Elmu Lísu Gunnars- dóttur leikkonu. 14 Úttekt: Bilið breikkar Launamunur er að aukast og fleiri milljónamæringar að verða til 18 Gæsabringa á Óðinsvéum og matgæðingurinn Helgi Jóhannesson 20 3 dagar... það sem ber hæst framundan 22 Birgir Þór Bieltvedt fjárfestir í Magasin du Nord Í bítið: Vakna snemma, taka saman sundfötin og skella sér í laugina. Nánast allar sundlaugar opna klukkan 06.30 á Reykjavíkursvæðinu. Eftir morgunsprett er maður fær í flestan sjó. Morgunmatur: Ristað brauð með osti, sultu og kakómalti. Alveg eins og amma gerði það. Geisladiskurinn: How To Dismantle an Atomic Bomb. Þeir geta hreinlega ekki klikkað írsku risarnir í U2. Síðdegiskaffi: Það að sitja með Hús- blönduna á Súffistanum í Mál og Menn- ingu, fá sér eina sneið af hnallþórunum þar og grípa eitt tímarit getur full- komnað hvern dag. Ekki skemmir reyk- leysið fyrir. Rómantískt föstudagskvöld: Það væri tilvalið að kaupa góðan mat, jafn- vel nautalundir í Gallerý Kjöt og Yellow Tail Shiraz rauðvínið frá Ástrálíu. Kaupa rósir og láta renna í baðið fyrir ástina sína. Svo gætuð þið skellt ykkur í bíó á Bridget Jones. Sjónvarp laugardagur: Íslendinga- slagur af bestu gerð í einni af bestu deildum í heimi. Charlton - Chelsea klukkan 15.00. Sjónvarp sunnudagur: Sunnudagur er sjónvarpsdagur. Silfur - Egils, Liver- pool gegn Arsenal og Roger Moore í Bond-myndinni Octopussy. Betra getur það ekki verið. Lesefni: Vernon G. Little eftir DBC Pi- erre. Ákaflega kald- hæðin og grátbros- leg saga um ungan dreng sem lendir í vægast sagt mjög erfiðum aðstæðum. Vann Booker-verð- launin 2003. Skyndibiti: Það er ekkert eins gott og að vera framlágur á Nonnabita. Pepsi og nautabátur getur lagfært allt. Gönguferð: Heiðmörk á veturna er ekki síðri en á sumrin. Tilvalið að fara í göngutúr þar og anda að sér fersku lofti. Útvarp: Það er ekkert eins þægilegt og að vakna við talað mál. Morgunvakt- in á Rás tvö klukkan 07.30. velurF2 Eggjandi og hljómfagrir tónar Íslenskir karlmenn halda í hárígræðsluferðir til Svíþjóðar 250 krónur hvert hár Rómantík í Fríkirkjunni Það er fátt notalegra en að enda erilsama helgi á léttmessu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Það er í höndum séra Hjartar Magna Jóhanns- sonar að messa en hjónin Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Valgeir Skagfjörð tón- listarmaður sjá um tónlistarflutning. Guðrún mun flytja lög af nýútkominni plötu sinni sem ber nafnið Eins og vindurinn. Lögin á plötunni eru hugljúf og falleg en þau eru flest eftir eiginmanninn, sem mun spila undir hjá henni. Einnig mun Guðrún flytja lög úr ýmsum áttum. Kvöldmessan hefst kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis. Þór Jónsson Lét færa hár af vel hærðum svæðum yfir á berskjaldaðri hluta höfuðsins. LJ Ó SM YN D : H AR I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.