Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 32
Það er verið að koma fyrirreykjarofni og Sægreifinnstendur fyrir miðju gólfi einsog kóngur í ríki sínu. „Þeir hafa verið að reykja fyrir okkur álinn í Hótel- og Veitingaskólanum, en nú ætlum við að gera þetta sjálfir,“ segir Kjartan Halldórsson, betur þekktur sem Sægreifinn. Kjartan var kokkur hjá Grétari Mar, nú varaþingmanni Frjálslynda flokksins í suðurkjördæmi, í fjölda ára og sagði það hafa verið fínt. Grétar hafi verið hrifinn af ís- lenskum landbúnaðarvörum og það væri ekkert skrítið enda með eindæm- um bragðgóðar. „Þegar við frjálslyndir komumst í stjórn ætla ég að leggja það til að Grétar verði landbúnaðarráð- herra,“ segir hann og glottir. Þetta er brosmildur, samanrekinn karl sem stundaði sjómennsku í fjölda ára og var meðal annars kokkur hjá sjóhern- um eins og hann kallaði Landhelgis- gæsluna. Hann hóf rekstur á fiskbúð- inni fyrir tveimur árum. Í fiskbúð Sægreifans er hægt að fá allar hefðbundnar fiskvörur auk þess sem hægt er að fá reyktan og ferskan ál. Álinn er að finna í fersku vatni og í sjó. „Sá sem kemur úr sjó er miklu ferskari,“ segir Kjartan. „Ég fæ ál vest- ur af Snæfellsnesi, norður úr landi og á Vestfjörðum,“ bætir hann við og segist eiga ál til sölu fram að jólum. „Állinn er rosalega góður ofan á rúgbrauð og með eggjasalati. Svo er hann líka fínn forréttur.“ Kjartan er í óða önn að laga til hjá sér eftir að komið hafði verið með ofn- inn og bendir á horn þar sem er stórt borð og nokkrir stólar. „Hérna eiga allt að tólf manns að geta setið til borðs og hér er Gunnar Guðjónsson að selja málverkin sín,“ segir hann og bendir á málverk sem hanga á veggjunum. Úr loftinu hangir skip úr viði. „Þetta er dýrasta listaverkið, Móðan,“ segir hann og útskýrir að þetta sé skipið sem við förum í þegar við förum yfir móðuna miklu. Það er ljóst að Kjartan er listelskur maður því auk verka Gunnars Guðjónssonar prýða gamlar myndir eftir Ólaf Magnússon ljósmyndara veggi Verbúðar 8 og auk þess er þar eftirprentun af málverki Kjarvals, Salt- fiskur. Þrátt fyrir að vera kominn vel á löglegan eftirlaunaaldur er Kjartan hvergi af baki dottinn og segir að hann sé með fjögurra ára verkefni í gangi, en á þeim tíma ætlar fiskbúðin að sérhæfa sig í reyktum sjávarvörum. Næsta mál á dagskrá er þó kæst skata og saltfisk- ur sem Kjartan ætlar að hafa nóg af í aðdraganda jólanna. F2 4 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Frá borginni minni Barcelona Mojito, góður matur og flott hönnun Guðný Hilmarsdóttir ljósmyndari hefur búið í Barcelona síðan haustið 1998. Hún þekkir borgina eins og lóf- ana á sér og var því ekki í vandræð- um með að segja frá uppáhaldsstöð- unum sínum. Uppáhaldsveitinga- staðurinn hennar heitir Noti en hann opnaði fyrir stuttu síðan. „Þetta er æðislegur staður. Þar er góður matur með spænsk-frönskuívafi og öll hönnun staðarins er mjög nútímaleg þar sem gylltur, silfurlitaður og svart- ur litur er í aðalhlutverki í bland við rauðan. Noti er alls ekki dýr staður á íslenskan mælikvarða og fólk getur auðveldlega hrasað um þekkt andlit á staðnum.“ Uppáhaldsbarir Guðnýjar eru Pile 43 og Club 13. „Á Pile 43 eru bestu Mojito drykkir veraldar og því fer ég oft þangað. Á Club 13 er einnig hægt að borða og þar er líka diskótek. Ég mæli með því að fólk kíki á þessa staði ef það vill lyfta sér upp,“ segir hún og bætir við að það sé auðvelt að eyða peningum í borginni. „Verslunin Dot á Avinyo er í miklu uppáhaldi hjá mér en þar fæst allt frá glasamottum upp í flotta sófa. Svo finnst mér alltaf jafn gaman að fara í Custo búðina og kaupa mér boli,“ segir ljósmyndarinn Guðný Hilmars- dóttir. LJ Ó SM .: G U Ð N Ý H IL M AR SD Ó TT IR Sægreifinn Kjartan Halldórsson „Þegar við frjálslyndir komumst í stjórn ætla ég að leggja það til að Grétar verði landbúnaðarráðherra.“ Róbert AronMagnússonþekkja senni- lega flestir betur sem Robba Chronic eða Dj Rampage. Hann er rappgúrú og plötusnúður. Fartölvan mín Mikið af mínum samskipt- um fara fram í tölvunni. Ég nota því tölvuna alveg rosa- lega mikið. Þarna getur mað- ur líka geymt allt, hugmyndir sínar og fjármál og hægt er að nálgast flestallt á sem styst- um tíma. Ég verð að segja að gsm farsíminn minn sé alveg gjörsamlega ómissandi. En auðvitað koma dagar sem mann langar bara að slökkva á honum og fá að vera í friði. iPodinn minn Þessi er með mér í bílnum og í ræktinni. Ég vinn mikið tónlistartengt og þessi græja gerir mér kleift að kynna mér nýja tónlist. Ég spila aðallega hiphop og r&b en líka gamalt fönk og soul, bara eftir því í hvernig stuði ég er. Heiða Rós Ás-geirsdóttir erafgreiðslu- stúlka í tískuversl- uninni Spútnik á Klapparstíg virka daga en plötus- núðurinn dj Hædí um helgar. Lopapeysan Ég er ný- lega búin að eignast lopapeysu og finnst hún algerlega lílfs- nauðsynleg í kuldanum hérna á Ís- landi. Þetta eru líka fallegar og klassískar flíkur og ættu allir Íslend- ingar að eiga eina. Sléttujárnið Ég er með svo erfitt hár að þessi frá- bæra uppfinning er búin að breyta lífi mínu. Morgnarnir eru mun auðveldari eftir að ég uppgötvaði sléttujárnið. Þetta bjargar alveg deginum fyrir mér. Loðhúfan mín Ég er nýbúin að eignast selskinnshúfu sem ég hef ekki tekið ofan síðan. Það er algert möst að eiga góða húfu í ógeðslega slagviðrinu og rokrassgatinu sem er alltaf hérna. iPod og Lopapeysa Plötusnúðarnir Heiða Rós Ásgeirsdóttir og Róbert Aron Magnússon tíndu til hluti sem þau vilja seint missa. Hverjir drekka hvað? Gin og tónik, mojito og cosmopolitan eru meðal þeirra drykkja sem vinsælastir eru um þessar mundir. F2 hafði samband við nokkra helstu vínveitingastaði borgarinnar og tók púlsinn á því hvað gestir eru að panta sér. At- hyglisvert er að vinsælustu drykkirnir á hverjum stað endur- spegla vel þann hóp sem sækir staðinn. Til að mynda panta gestir á Mímisbar Bailey´s, koníak og absint, en þeir sem stunda staðinn eru flestir komnir vel yfir miðjan aldur. Vegamótaliðið er í yngri kantinum, mest konur um tvítugt, sem drekka brísera í stórum stíl á djamminu. Rexararnir drekka gin og tónik, enda lið á milli þrítugs og fimmtugs, sem telur best að halda sig við það sem það þekkir best. Gestir Thorvaldsens eru „hann-og-hún týpurnar“, pör á besta aldri sem fá sér karlkyns- og kvenkyns útgáfuna af sama kokk- teilnum. Vinsælasti drykkurinn á 101 hóteli er hvítvínið, enda kúl- tíveraður staður fyrir kúltíveraðar týpur sem kunna sér hóf. Kaffibarinn: Bjór Rex: Mojito Gin og tónik Mímisbar: Cosmopolitan Bailey´s Absinth Otard koníak 101 hótel: Hvítvín Mojito Cosmopolitan Gin og tónik Bjór Vínbarinn: Rauðvín Vegamót: Gin og tónik Baccardi Breezer með ananas Thorvaldsen: Jarðarberja Mojito hjá konunum Venjulegur Mojito hjá körlum Whisky Málverk, áll og kaffi Við gömlu höfnina í Reykjavík, í Verbúð númer 8, er fisksali sem ber það skemmtilega heiti Sægreif- inn. Þar er hægt að fá allar hefðbundnar fisk- vörur auk reykts og fersks áls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.