Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 34
F2 6 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Te og Kaffi hefur verið einn helsti inn- flytjandi landisns á gæðakaffi og fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínu, en fyrirtækið hóf starfsemi sína með opnun verslunar á Barónstíg 18 árið 1984. Nú í sumar opnaði fyrirtækið nýtt kaffihús við Laugaveg 24 en ein- mitt þar í bakhúsinu opnaði Te og Kaffi fyrsta espressobarinn á Íslandi, árið 1986. Að sögn Elínar Kristjánsdóttur kaffi- barþjóns hjá Te og Kaffi, hafa viðtökurn- ar verið góðar og mælist það vel fyrir hjá viðskiptavinum að kaffihús Te og Kaffi séu reyklaus „ Það eru allir mjög ánægð- ir með þetta,“segir hún. Kaffihúsið á Laugaveginum er einnig með eldhús, þar sem allt er bakað og eldað á staðnum og geta gestir staðarins því fengið sér nýjar kökur og ferskan mat. Kaffibarþjónar frá Te og Kaffi hafa unnið verðlaunadrykk ársins í árlegri keppni kaffibarþjóna hérlend- is, tvö ár í röð. Í fyrra var það Draum- ur Indjánans og í ár var það Menning- arbollinn sem inniheldur meðal ann- ars espresso, appelsínusíróp og mjólk og er auk þess með dökku og hvítu súkkulaði. Te og Kaffi rekur einnig fjórar verslanir þar sem hægt er að kaupa nýmalað kaffi. Sú nýjasta opnaði í Smáralindinni í október en fyrir voru verslanir í Kringlunni, Suðurveri og á Laugavegi 27 Í stað venjulegrar uppáhellingar geta Íslendingar því nú farið á kaffi- hús eins og Te og Kaffi, sem bjóða upp á fjölbreyttar tegundir og útgáfur af hinum hefðbundna kaffibolla. Sörlaskjól í Reykjavík (1961) Ég man ekkert eftir þessu fyrsta ári mínu, en ég bjó þarna þangað til ég varð eins árs ásamt mömmu, pabba og tveimur systrum. Þetta var þríbýlishús með skeljasandi. Langafit í Garðabæ (1962-85) Úr Sörlaskjólinu fluttum við fjölskyldan í Langafit en foreldrar mínir byggðu húsið. Þetta var ævintýralegur staður þar sem við krakkarnir í hverfinu lékum okkur í bófa- og byssuleikjum úti í hrauninu. Þarna fæddist yngsta systir mín. Ég var með næstelstu systur minni í herbergi og við sváfum í kojum. Ég var í neðri kojunni og slóst stundum við systur mína því mér fannst flottara að vera í þeirri efri. Ég reyndi að fá hana til að skipta við mig, en án árangurs. Í her- berginu voru líka hansahillur. Ég bjó hjá foreldrum mínum þangað til ég flutti að heiman en í millitíðinni fór ég í nám til Bandaríkjanna. Flórida (1979-81) Ég get ómögulega munað hvað gatan hét sem ég bjó í á Flórida en ég var í Florida Shool Of Art þar sem ég stund- aði dansnám. Ég bjó á heimavist þar sem stelpurnar bjuggu á efri hæðinni en strákarnir á þeirri neðri. Þrátt fyrir mik- ið af skordýrum var þetta frábær tími og mikið var um stórkostlegar upplifanir. Það var mikið að gerast í dansheimin- um í Bandaríkjunum á þessum tíma og mikið um nýjungar sem maður þekkti ekki frá Íslandi. Þarna upplifði ég amer- íska drauminn, keyrði um á Ford LTD og var mikil pæja. New York sumrin 1981, 82 og 83. Þessi þrjú sumur var ég í dansskóla í New York. Fyrsta sumarið bjó ég í íbúð á áttunda stræti, næsta sumar á eftir bjó ég í Brooklyn og þar var diskótek sem var alveg eins og í myndinni Saturday Night Fewer með John Travolta og allir strákarnir með fráhnepptar tölurnar á skyrtunni niðr’á bringu með rosa háls- men. Þetta var eins og að detta inn í myndina. Þriðja sumarið mitt í New York bjó ég í Queens í pólsku hverfi og þar var hverfissjoppa sem seldi Prins Polo, þau fluttu þetta sérstaklega inn fyrir sig og voru mjög hrifin þegar ég sagði þeim frá því hversu vinsælt þetta væri á Íslandi. Lyngmóar í Garðabæ (1985-88) Fyrstu íbúðina keypti ég þegar ég var 24 ára gömul. Hún var tveggja herbergja í þriggja hæða blokk með bílskýli, mjög björt og gott útsýni. Þegar ég var búin að búa í íbúðinni í tvö ár seldi ég hana og við Bjössi fórum að búa saman. Frakkastígur í Reykjavík (1988-91) Við Bjössi leigðum okkur tveggja herbergja íbúð á Frakkastíg með bílastæða- húsi í kjallara. Mér leið mjög vel í þessari íbúð. Inn í stof- una voru tvær tröppur niður og við vorum með svalir út á Grettisgötuna. Við vorum þó ekki ein í íbúðinni því við vorum með tvo síamsketti og einn Sankti Bernard hund. Nökkvavogur í Reykjavík (1992-98) Þetta var fyrsta íbúðin sem við keyptum saman og þar fæddist Birgitta Líf dótt- ir okkar. Þetta var lítil 65 fm íbúð með pínulitlum svölum og sameiginlegum garði. Hún var mjög kósý. Árland í Fossvogi (1998-?) Við vorum búin að leita töluvert lengi að íbúð, bæði í Fossvogi og í Laugar- dalnum þegar við fundum þetta hús. Það er ekki hægt að hugsa sér betri stað- setningu því það er svo miðsvæðis. Húsið hentar okkur fullkomlega. Sonur okkar, Björn Boði, fæddist þarna. Það sem heillaði mig við húsið voru stóru gluggarnir, og hvað það er vítt til veggja hérna. Skóg- urinn og dalurinn mynda mjög skemmtilega suð- ræna stemmningu yfir sumartímann og þarna er yndislegt að vera. Þetta er svona eins og að vera í sveit í borg og þarna vil ég alltaf búa. Göturnar í lífi Dísu í World Class Sörlaskjól Langafit Flórida New York Lyngmóar Frakkastígur Nökkvavogur Árland Það er ekki hægt að hugsa sér betri staðsetningu því það er svo miðsvæðis. Húsið hentar okkur fullkomlega... „ Komin í draumahúsið GARLAND LJÓSIÐ er búið til úr 160 sentímetra löngum blóm- sveigi sem vafið er utan um ljósa- peru. Blómsveigurinn er skorinn út úr málmþynnu og fæst bæði silfur- litaður og gulllitaður. Hönnuðurinn, Tord Boontje, er hollenskur og hef- ur skapað sér nafn fyrir sérstæða hönnun en verk hans byggjast nær öll á sömu grunnhugmynd og gar- land ljósið sem er útskorið mynstur úr blómum og laufum. Boontje vakti mikla athygli fyrir um tveimur árum er hann hannaði ljósakrónu fyrir kristalsframleiðandann Swarovski fyrir sýningu undir yfir- skriftinni: „ljósakrónan uppgötvuð að nýju“. Garland ljósið fæst í Habitat og kostar innan við tvöþúsund krónur. Te og Kaffi býður upp á reyklaust kaffihús Framandi útgáfur af kaffi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.