Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 40
hafi Þorsteinn komið honum í nokkur vandræði með því að segjast vilja stýra báðum ráðuneytunum. Þorsteinn kem- ur sér hálfvegis undan því að svara því hvort þetta sé rétt en samsinnir því þó að hann hafi valið sér þessi tvö ráðu- neyti. „Það voru þau verkefni í þessari ríkisstjórn sem ég hafði mestan áhuga á að takast á við og hafði mjög gaman af,“ segir hann. Trúr skoðunum sínum Þegar Þorsteinn er spurður hvort hann telji sjálfan sig til hugsjónamanna segir hann að það sé stórt orð. „Ég held ég hafi alltaf haft mjög ákveðnar pólitísk- ar skoðanir og mestu máli hafi skipt mig að vera þeim trúr. Aðrir verða svo að gefa því einkunn hvort það kallast hugsjónir eða ekki. Ég reyndi fyrst og fremst meðan ég var í pólitík að vera trúr þeim skoðunum sem ég hafði með sjálfum mér og sem ég barðist fyrir,“ segir Þorsteinn. Hann segir að það hafi vissulega haft miklar breytingar í för með sér að hætta þátttöku í stjórnmálum. „Það er varla hægt að lýsa því. Það er gífurleg breyting að fara úr svona virku starfi að sitja í ríkisstjórn og í sendiherrastarf þar sem maður horfir á stjórnmálin úr fjar- lægð. En á vissan hátt er það auðveld- ara að hoppa út úr pólitík með þeim hætti en að vera í mikilli nálægð. Ég hef svo sem hugsað um það eftir á að senni- lega var það skynsamlegt að fara til út- landa. Ég hefði sennilega verið miklu órólegri stundum að vera í meiri ná- lægð við atburðina. En það hefur verið fróðlegt að fylgjast með pólitík frá þess- um sjónarhóli,“ segir hann. Mikið tog á milli kynslóða Þorsteinn segir að pólitískur áhugi sinn hafi kviknað er hann var á unga aldri. „Þegar pólitískar skoðanir mínar voru að mótast skýrðist í huga mínum hvað það var sem ég vildi breyta í íslensku þjóðfélagi en þá hafði verið tími ákveð- innar pólitískrar stöðnunar. Þegar ég lít til baka finnst mér að á þessum tíma sem ég var í pólitík hafi orðið að veru- leika býsna mikið af því sem maður setti á dagskrá með sjálfum sér og öðr- um sem ungur maður og fullur áræðni á þessum tíma. Mér finnst því ánægjulegt að hafa haft tækifæri að hafa sjálfur átt hlutdeild að því. Það er kannski fyrst og fremst það sem gerir stjórnmálin skemmtileg,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn tilheyrði nýrri kynslóð sjálfstæðismanna þegar hann byrjaði á þingi og var þá langyngstur í þing- flokknum. Þorsteinn var þá álitinn tals- maður nýrra viðhorfa ásamt Friðriki Sophussyni. Spurður hvort hann hafi átt sér lærimeistara í röðum hinna reyndari þingmanna segir Þorsteinn að mikið tog hafi verið á milli kynslóða. „Það tókust auðvitað á hugmyndir gamals og nýs tíma. Það hafði ekki ver- ið endurnýjun lengi í þingflokki sjálf- stæðismanna. Við sem þá tilheyrðum hinni ungu kynslóð vorum ef til vill ekki að búa okkur til allt of miklar fyrirmyndir í röðum þeirra sem þá sátu fyrir. Við höfðum okkar eigin hug- myndir og vildum berjast fyrir þeim,“ segir hann. Vandrataður vegur Þorsteinn segir að stór hluti þeirra hug- mynda sem þeir hafi barist fyrir hafi náð fram að ganga síðustu tvo áratug- ina, sem hafi verið tími mikillar gerjun- ar og breytinga. „Það var mikill óró- leikatími í pólitíkinni meðan hug- myndirnar um breytt efnahagsumhverfi voru að koma fram og þegar fyrstu ákvarðanirnar í þá átt voru teknar. Núna allra síðustu árin hefur verið samstaða um slíkar breytingar, bæði innan flokka og milli flokka, en mest af þessum hugmyndum sem við höfðum uppi hefur orðið að veruleika. Það er auðvitað ánægjulegt að sjá það gerast á tuttugu árum,“ segir hann. Þorsteinn nefnir sem dæmi um þær miklu breytingar sem hafi orðið á efna- hagsmálum að þegar ríkisstjórnarvið- ræður 1987 stóðu yfir hafi verið orðið samkomulag milli ríkisstjórnarflokk- anna að opna fyrir erlendar fjárfesting- ar á Íslandi. Það hafi hins vegar verið of viðkvæmt fyrir marga þingmenn stjórnarflokkanna og því hafi þurft að orða það á þann veg að útlendingum yrði leyfilegt að koma með áhættufé inn í íslenskan atvinnurekstur. „Það er að segja, mönnum þótti betra að orða það þannig að útlendingar gætu tapað peningunum sínum á Íslandi en að segja blátt áfram að við ætluðum að gefa fjárfestingar frjálsar. Þetta sýnir hversu vegurinn gat verið vandrataður og hve orðalag gat skipt miklu máli við að koma hugmyndum í framkvæmd. Efnislega niðurstaðan var sú sama, en menn þurftu að gæta að því hvernig hugmyndirnar voru seldar, jafnvel eigin flokksmönnum,“ segir Þorsteinn. Hjartað rifið úr Dönum Eftir að Árni Johnsen sagði af sér þing- mennsku 2002 var áhugi í kjördæminu fyrir því að Þorsteinn sneri aftur heim og færi í framboð fyrir alþingiskosning- arnar 2003. Þessar hugmyndir voru viðraðar við Þorstein, sem lét ekki til leiðast. Spurður hvort í honum blundi aldrei löngun til að fara aftur í pólitík- ina segir hann svo ekki vera. „Ég held að ég sjái ekki fyrir mér að maður gangi afturábak inn í eitthvert fyrra hlutverk í lífinu. Ég fór að minnsta kosti ekki út úr pólitík með það í huga,“ svarar Þor- steinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegra að hann færi í blaðamennsku aftur en pólitík sagði hann að það mætti vel vera þótt hann sæi reyndar ekki heldur fyrir sér að ganga aftur á því sviði. Því væri hins vegar ekki að leyna að það hefði verið stór ákvörðun fyrir hann á sínum tíma að hætta sem ritstjóri Vísis er honum var boðið að gerast fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands. Þá hafði Þorsteinn starfað í fjögur ár sem ritstjóri Vísis, á árunum 1975 til 1979, en áður hafði hann verið blaðamaður á Morgunblaðinu. Þor- steinn var framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins þar til hann var kjörinn á þing 1983. „Ég hafði mjög gaman af því að vera blaðamaður. Það var heilmikil ákvörð- un þegar ég ákvað að hætta sem ritstjóri því mér fannst ég vera kominn á svolít- ið flug í blaðamennskunni. Á endanum varð það þó ofan á að ég sló til og fór að gera kjarasamninga,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann hafi ekki hætt of snemma í stjórnmálum svarar hann: „Það má kannski segja að maður hafi byrjað of snemma. Þegar maður byrjar ungur er kannski ekki óeðlilegt að mað- ur hætti fyrr.“ Þegar talið berst að störfum hans sem sendiherra í Danmörku segir Þor- steinn að kaup Íslendinga á stórversl- uninni Magasin du Nord á dögunum hafi vakið mikil viðbrögð í Danmörku. „Það var eins og hjartað hefði verið rif- ið úr Dönum og sent til Íslands,“ segir Þorsteinn og hlær. ● F211FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2004                                    ! " #$  "     $     %   " &  $      " &  '!( )**+   %   " &    !"#$% &&&' (#')  * ++    (#  &   ! " , &"$ ! " -  .     %  " &$      " &  '!( )*.$  %   " & #'$ ,-./ *01/ $$'$ ,-./ *01/  "%  /0    "   1(!   +2  3    "(  /0    "   1(!   .$2  3    "  /0    "   1(!   452  3   )%'%(  * ++  ('( * ++  „Ég var auðvitað ungur og hugsjónirnar voru kannski ofar í huga mínum en völdin.“ ÞORSTEINN UM ÁSTÆÐUR FYRIR STJÓRNARSLITUNUM 1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.