Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 62
 2 9.750k r. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante beint leigu- flug me› Icelandair! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Tilbo› 18. des. Flug fram og til baka m eð flugvallarsköttum . Tilvali› tækifæri til a› stytta veturinn. Netverð frá . Skólagjöld eru það Þorgerður Katrín! Í vikunni fór fram hörð umræða á Alþingi vegna frumvarps mennta- málaráðherra um hækkun „skrán- ingargjalda“ í ríkisháskólana þrjá; Kennaraháskólann, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Þarna er um mikinn blekkingar- leik að ræða og heldur dapur- legan. Menntamálaráðherra er að þröngva í gegnum þingið 40% hækkun skólagjalda og skákar í skjóli hækkunar á „raunkostnaði við innritanir“ í skólana. Þegar forsendurnar á bak við innritun- argjöldin eru athugaðar kemur í ljós að þar er margt tínt til. Prent- kostnaður, bókasafnskostnaður, rekstur íþróttahúss, framlög til félaga stúdenta og margt, margt fleira. Raunar flest annað en bein kennsla. Það er semsagt verið að blekkja. Þetta eru ekki innritunar- gjöld heldur hrein og klár skólagjöld vegna reksturs skól- anna. Blekkingarleikur er þetta svo sannarlega. Kostnaður við rekstur skóla er það sem hann er. Til hvers að sundurgreina á milli kennslu og annarra þátta? Á sama hátt er gjaldtaka ein- faldlega gjaldtaka. Skráningar- gjöld, innritunargjöld eða hvað sem það er kallað í feluleik Sjálf- stæðisflokksins við að koma einu helsta stefnumiði sínu fram þá er einfaldlega verið er að innheimta og hækka um 40% skólagjöld á grunnnám í ríkisháskólunum. Leggja aukin skatt á stúdenta. Upp úr þeirra vösum á að skrapa 150 milljónir á meðan ríkisstjórn- in þykist vera að lækka skatta. Meginmálið er þetta: Ætli stjórnvöld að kosta rekstur ríkis- háskólanna að hluta með skóla- gjöldum skal hún hafa pólitískan kjark til að segja það. Ekki fara í feluleik til að reyna að slá ryki í augu almennings um að það sé verið að hækka skólagjöld í ríkis- háskólana. Taka um það umræðu á breiðum, pólitískum grunni. Á að innheimta skólagjöld í meira mæli? Á að lána á móti fyrir þeim og tengja afborganir við tekjur að námi loknu? Spurningarnar eru margar og umræðuna skortir. Hana er ég til í að taka hvernær sem er. Um kosti og galla gjald- töku og almennt um fjármögnun háskólastigsins. En ég frábíð mér feluleik menntamálaráðherrans í málinu. Skólagjöld eru bara skóla- gjöld og þau er hún að hækka um 40%. Rétt skal vera rétt. ■ BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR. UMRÆÐAN GJALDTAKA Í HÁSKÓLUM FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.