Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 63
22 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR JÓHANNES 23. FÆDDIST ÞENNAN DAG 1881. Honum var gefið nafnið Angelo Giuseppi Roncalli og lést 1963. Hann var ástsælasti páfi 20. aldar. Sé ekkert eftir fluginu RÚNAR GUÐBJARTSSON: ER SJÖTUGUR Í DAG Mennirnir eru eins og vín – sumir verða að ediki en þeir bestu fara batnandi með aldrinum“ - Páfi með gott skopskyn, er það ekki það sem þarf? timamot@frettabladid.is AFMÆLI Jón Skaftason, fyrrv. sýslumaður og alþing- ismaður, er 78 ára í dag. Sigurjón Björnsson, fyrrv. prófessor, er 78 ára í dag. Jón Sæmundur Sigurjónsson, sérfræð- ingur í heilbrigðisráðuneytinu, er 63 ára í dag. Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir er 44 ára í dag. Hannes Þór Smára- son er 37 ára í dag. Einn frægasti fangi hins alræmda fangelsis Alcatraz í Kaliforníu fagnaði takmörkuðu frelsi seint í nóvember árið 1959. Hann gekk undir nafninu „fuglamaðurinn í Alcatraz“ og varð frægur þegar rithöfundurinn Thomas Gaddis ritaði um hann ævisögu. Robert Stroud var fyrst dæmdur fyrir manndráp. En rétt í þann mund sem hann hafði lokið afplánun árið 1915, drap hann fangavörð og var dæmdur til dauða. Wilson forseti brást við náðunarbeiðni móður Strouds og breytti dómnum í ævilangt fangelsi í einangrun. Í einangruninni fór hann að safna kanarífuglum og rannsakaði atferli þeirra og sjúkdóma. Eftir fimmt- án ára fuglasöng vildu fangelsisyfirvöld ekki leyfa honum að hafa fuglana hjá sér. Eftir það einbeitti hann sér að skrifum um þá. Útgefandinn sveik hann um ritlaunin og höf- undurinn átti ekki hægt um vik að heimta þau. Til þess að vekja athygli á svikunum birti Stroud auglýsingar þar sem hann kvartaði yfir þessu. Fang- elsisyfirvöld brugðust við með því að senda hann Alcatrazfangelsið. 1943 kom út frægasta verk hans, Yfirlit um fuglasjúkdóma og hlaut almenna viðurkenningu. Stroud var áfram í einangrun og leið afar illa í vistinni sem hann hafði sætt frá 1916 og reyndi oft að fremja sjálfsmorð. Hann var loks leystur úr einangrun og lést í fangelsi í Missouri 1963. 25. NÓVEMBER 1959 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1940 Lýstu Bretar allt hafsvæðið milli Vestfjarða og Græn- lands hættusvæði. Þetta olli vestfirskum sjómönnum miklum vandræðum því þarna voru ein gjöfulustu fiskimið við landið. 1947 Tíu leikarar, leikstjórar og framleiðendur sem neituðu að bera vitni fyrir óamerísku nefndinni settir á bannlista. 1952 Músagildran eftir sögu Agöthu Christie frumsýnd í London. Þegar þetta gerðist voru leiðtogar heimsins Win- ston Churchill og Jósef Stalín en Eisenhower, ný- kjörinn forseti Bandaríkj- anna, hafði ekki tekið við völdum. Músagildran er enn á sviði. 1961 Sundlaug Vesturbæjar vígð. Þar voru heitir pottar, sem síðan hafa verið miðstöð þjóðmálaumræðunnar. Fuglamaður sleppur úr einangrun Móðir mín, tengdamóðir og amma Rósa Dagrún Einarsdóttir Hrafnistu Reykjavík, áður Þórsgötu 15 Sesselja Helgadóttir Hicks Cullas Mack Hicks Gerður E. Tómasdóttir Helga Rósa Þormar Erla Björgvinsdóttir Björn Helgi Björgvinsson Jón Gunnar Björgvinsson andaðist á Hrafnistu mánudaginn 22. nóvember sl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur og bróðir, Henry Berg Johansen lést á hjartadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss laugardaginn 20. nóvember. Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. nóvember kl. 13. Unnur Baldvinsdóttir Jenny Johansen Snorri Henrysson María Björk Hermannsdóttir Hanna Björg Henrysdóttir Baldvin Páll Henrysson Antonía Bjarnadóttir Halldór Bjarnason og systkini hins látna Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Gunnþóra Haraldsdóttir frá Raufarhöfn lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, þriðjudaginn 23. nóvember. Rannveig Ísfjörð Þorsteinn Hallsson Kristbjörg Hallsdóttir Sylvía Hallsdóttir Rúnar Guðmundsson Jóna Halla Hallsdóttir Theodór Guðbergsson Ólöf Hallsdóttir Jens Sævar Guðbergsson Lóa Hallsdóttir Agnar Kolbeinsson Ásta Hallsdóttir Guðlaugur Guðmundsson Barnabörn og barnabarnabörn. JARÐARFARIR 13.00 Einar Ólafur Einarsson trésmið- ur, áður til heimilis að Ferjubakka 4, verður jarðsunginn frá Fossvog- skapellu. 13.00 Stefán Daníelsson frá Tröllatungu verður jarðsunginn frá Hólmavík- urkirkju. 13.00 Alfons Oddsson vörubílstjóri, Mávahlíð 8, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Ólafur Tryggvason úrsmíðameist- ari, Reynimel 26, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. Rúnar Guðbjartsson, sálfræð- ingur og fyrrverandi flugstjóri, er sjötugur í dag. Við hringdum í hann og spurðum um þennan athyglisverða feril. „Ég hætti að fljúga fyrir níu árum. Á þeim tíma máttu at- vinnuflugmenn fljúga þangað til þeir yrðu 63 ára, þeir mega fljúga til sextíu og fimm ára ald- urs núna. En ég hafði reyndar fengið hjartaáfall tveimur árum fyrr en flaug nú í tvö ár eftir það. Mér fannst bara ekki hægt að hætta að vinna svo ég skellti mér bara í nám. Fór í sálfræði og tók svo kandidatspróf frá há- skólanum í Árósum vorið 2001. Ég var svo tæpt ár hjá Albert Ellis Institute í New York, það er fræg stofnun. Núna rek ég svo eigin sálfræðistofu og hef meðal annars verið með nám- skeið fyrir fólk með flug- hræðslu.“ Hvenær lærðirðu að fljúga? „Ég lærði hjá Þyt á árunum upp úr 1950. Karl Eiríksson kenndi mér. Anton Axelsson var prófdómari hjá mér í blindflug- inu.“ Flýgurðu ennþá? „Nei, ég er alveg hættur. Ég segi það ekki, það gæti auðvitað verið gaman, ef maður ætti pen- inga, að eiga litla vél, svona til þess að skemmta sér með vinum og ættingjum. Ég átti einu sinni í lítilli vél. En nei, það er ekkert lífsspursmál fyrir mig að fljúga. Ég hef ekkert flogið síðan ég hætti að vinna við þetta.“ Hvað tekurðu þér svo fyrir hendur á afmælisdaginn? „Ég ætla að sjá Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu með fjölskyld- unni.“ ■ ANDLÁT Rósa Dagrún Einarsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík, áður Þórsgötu 15, lést mánu- daginn 22. nóvember. Þóranna Kristín Erlendsdóttir, Kirkju- vegi 11, Keflavík, lést mánudaginn 22. nóvember. Ármann Eydal Albertsson, fyrrv. vél- stjóri, Vegamótum, Garði, lést laugardag- inn 20. nóvember. Jóna Sigurveig Guðmundsdóttir frá Stóru-Ávík, Árneshreppi, Strandasýslu, lést þriðjudaginn 16. nóvember. Netfang: timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. RÚNAR GUÐBJARTSSON „Það er ekkert lífsspursmál fyrir mig að fljúga.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.