Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 68
FIMMTUDAGUR 25. nóvember 2004 27 Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Örsmá tafla meðstórt hlutverk FÓTBOLTI Knattspyrnulið Vals mun ekki leika að Hlíðarenda næstu tvö árin. Miklar framkvæmdir eiga sér stað á Valssvæðinu þessa dagana sem gera það að verkum að ómögulegt verður að leika þar knattspyrnu. Þess í stað mun karlalið félagsins leika á Laugar- dalsvelli. Ekki er enn ljóst hvar kvennalið félagsins leikur en það verður ekki á þjóðarleikvangin- um. „Það er fátt sem bendir til þess að við getum leikið á okkar heima- velli næsta sumar,“ sagði Sveinn Stefánsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals. „Fram- kvæmdir verða væntanlega hafn- ar í mars eða apríl. Það er engu að síður ljóst að við þurfum að spila tvö tímabil fjarri Hlíðarenda. Það þarf nefnilega að leggja nýjan grasvöll og því spilum við vænt- anlega ekki á Hlíðarenda næst fyrr en 2007.“ Sveinn segir að karlaliðið eigi að fá inni á Laugardalsvelli og munu því þrjú lið í Landsbanka- deildinni leika heimaleiki sína þar næsta sumar; Valur, Fram og Þróttur. Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki eru aftur á móti enn „heimilislausir“. Liðið mun ekki spila á Laugardalsvelli og enn á eftir að finna völl fyrir það. Sveinn sagðist hafa rætt við kollega sína hjá Víkingi varðandi stelpurnar en segir að undirtekt- irnar hafi verið dræmar. - hbg Valsmenn skipta um heimilisfang í knattspyrnunni: Á leið í Laugardal BURT MEÐ SKILTIÐ Það verður væntanlega mokað yfir þetta ágæta skilti á næstunni þegar stórvirkar vinnuvélar mæta á svæðið til þess að grafa upp Valssvæðið. Fréttablaðið/Pjetur Ron Artest: Gefur út rappplötu og skrifar bók KÖRFUBOLTI Ron Artest hjá Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum, sem dæmdur var í 73 leikja keppnisbann fyrir slagsmál við áhorfendur í leik gegn Detroit Pistons, vonast til að koma sterk- ur inn í vor þegar úrslitakeppnin byrjar. „Ég hef mikla trú á mínum mönnum og ég verð tilbúinn þeg- ar úrslitakeppnin byrjar,“ sagði Artest. „Ég vildi að atvikið hefði aldrei átt sér stað. Þetta var leið- inlegt fyrir alla aðila.“ Artest fullyrti enn fremur að hann bæri engan kala til Ben Wallace, leikmanns Pistons, sem réðst að Artest undir lok leiksins og kveikti neistann að ólátunum. „Wallace hafði nýlega gengið í gegnum dauðsfall í fjölskyldu sinni þannig að ég er fullur skiln- ings.“ Að sögn Artest hefur hann nóg fyrir stafni þó svo að körfubolta- ferillinn sé á hillunni. „Ég er að leggja lokahönd á rappplötuna mína og svo er ég líka að skrifa bók,“ sagði Artest, sem rekur plötufyrirtækið TruWarier. ■ RON ARTEST Situr ekki auðum höndum og vinnur m.a. að rappplötu. Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson hugsanlega á leið í atvinnumennsku til Asíu: Von á tilboði frá Suður-Kóreu FÓTBOLTI Það verða að teljast litlar líkur á því að Þórarinn Kristjáns- son spili með bikarmeisturum Keflavíkur á næstu leiktíð. Hann er kominn með tilboð frá norska 1. deildarfélaginu Bryne og hugsan- lega er von á tilboði frá suður-kór- eska félaginu Busan Icons. Þetta staðfesti umboðsmaður Þórarins, Gunnlaugur Tómasson, við Fréttablaðið í gær. „Við sendum Bryne gagntilboð og erum að bíða eftir svari eins og er,“ sagði Gunnlaugur en þess má geta að Framarinn Ragnar Árna- son lék með Bryne hér á árum áður við góðan orðstír. „Bryne er nokkuð spennandi félag. Það er að byggja nýjan leikvang og hefur sett stefnuna beint upp í úrvals- deild á næstu leiktíð,“ sagði Gunn- laugur en forráðamenn Bryne sjá Þórarin sem fullkominn félaga með hinum marksækna kenýska framherja Paul Oyuga, sem rað- aði inn mörkum fyrir Bryne á síð- ustu leiktíð. Á leið til Buscan Icons Gunnlaugur staðfesti einnig að hugsanlega væri von á tilboði frá kóreska félaginu Busan Icons en þar er við stjórnvölinn Bretinn Ian Porterfield. Hann stýrði Chel- sea á árunum 1991-93 og tók einnig við Aberdeen er Sir Alex Ferguson hætti hjá félaginu til þess að taka við Manchester United. Porterfield hefur komið víða við á ferlinum en hann var einnig aðstoðarþjálfari Bolton um tíma og svo hefur hann þjálfað landslið Sambíu, Simbabve, Oman og Trinidad og Tobago. „Ég þekki Porterfield ágætlega og sendi honum spólu með Þór- arni. Honum leist alveg þrælvel á strákinn og ég á ekki von á öðru en að hann sendi tilboð fljótlega, jafnvel í næstu viku,“ sagði Gunn- laugur en miklir peningar eru í kóreska boltanum og því gæti það verið freistandi fyrir Þórarin að freista gæfunnar og halda á fram- andi slóðir í Asíu. henry@frettabladid.is KÓREA Í STAÐ KA Þórarinn Kristjánsson hristir hér KA-manninn Örlyg Helgason af sér í úrslitum bikarkeppninnar. Hann gæti þurft að hrista af sér Kóreumenn á næstu mánuð- um. Fréttablaðið/Vilhelm SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.