Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 71
„You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time! Stand up for your right!“ - Bob Marley og Peter Tosh áttu þessa sniðugu setningu í laginu Get Up, Stand Up sem upphaflega var flutt af The Wailers. 30 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Í spilaranum hjá ritstjórninni U2: How to Dismantle an Atomic Bomb, Blood Brothers: Criminals, The Beach Boys: Pet Sound Sessions, Pinback: Summer in Abaddon, The Stills: Logic Will Break Your Heart, Cex: Maryland Mansions, Jimmy Eat World: Futures, Stranger: Paint Peace, Jagúar: Hello Somebody og Hæsta hendin: Hæsta hendin. The Zutons: Who Killed The Zutons? „Sigursveit Mercury verðlaunanna í ár kemur frá Liverpool. Stuðboltar sem leika sjóræningjarokk að hætti The Coral.” BÖS Eminem: Encore „Miðið hjá Eminem er orðið aðeins skakkt. Encore er fín, en ekkert meira en það. Lögin eru enn gríp- andi, og flæðið óaðfinnanlegt en spaugið heldur þunnt. Best tekst honum upp á alvarlegri nótun- um. Meistari Eminem á að geta gert betur en þetta!” BÖS Swan Lee: Swan Lee „Danski poppdúettinn Swan Lee á líklegast eftir að missa af lestinni, þrátt fyrir að hafa gefið út alveg ágætis frumraun. Og mikið popp fyrir grúskarana, og kemur úr of undarlegri átt fyrir Bylgjupoppar- ana.” BÖS Stina Nordenstam: The World is Saved „Sænska skammdegisdrottningin Stina Norden- stam skilar af sér sinni bestu plötu í mörg ár. Ekki láta þessa renna fram hjá ykkur.“ BÖS Ske: Feelings are Great „Fín plata frá Ske og mun heilsteyptari en sú síð- asta. Létt og sykurhúðað poppið hittir vel í mark.“ FB Green Day: American Idiot „Green Day skilar frá sér metnaðarfullri plötu, í dulargervi söngleiks, eftir fjögurra ára bið. Þeir hljóma nákvæmlega eins og áður. Aðdáendur eiga eftir að pissa í brækurnar af fögnuði. Okkur hinum gæti ekki verið meira sama um American Idiot.“ BÖS Lamb of God: Ashes of the Wake „Hörðu vélbyssugítarriffin, dósatrommuhljómurinn og skæður söngur Blythe myndar ekki sömu hryðjuverk og á eldri verkum Lamb Of God og er platan því viss vonbrigði enda batt ég miklar vonir við Lamb Of God á sínum tíma.“ SJ Papa Roach: Getting Away With Murder „Ég viðurkenni fúslega að ég bjóst við argasta við- bjóði, enda hafa lögin í útvarpinu með Papa Roach verið með eindæmum leiðinleg. Platan kemur mér því á óvart, margir fyrirtaks sprettir og framvinda laganna á köflum þrælvel útfærð. „ SJ Goldie Lookin Chain: Great- est Hits „Grín hiphop-sveitin Goldie Lookin Chain eru ágætlega fyndnir. Geta samt örugglega ekki endur- tekið þennan brandara og því er nafn plötunnar, Greatest hits, líklegast réttnefni. Brandararnir eru margir barnalegir, en þó... of grófir fyrir börn.“ BÖS Brain Police: Electric Fungus „Frábær plata frá Brain Police og varla veikan blett að finna. Jenni söngvari fer á kostum og hífir lögin upp í hæstu hæðir.“ FB KK: Upphafið „Lögin eru flest í hressilegri kantinum og spila- gleðin er ósvikin. KK er einn af okkar allra bestu ryþmablússöngvurum og hann er í fínum gír á plötunni.“ PAL Talib Kweli: Beautiful Struggle „Fylgifiskur Quality er tilraun Talib Kweli til þess að skjótast upp á við í vinsældum. Hann á það skilið, og honum gæti tekist það.“ BÖS Elliott Smith: From a Basem- ent on the Hill „Hinsta kveðja Elliotts Smith er magnað meistara- stykki. Ótrúlega heilsteypt miðað við „ókláraða plötu“, sterk og ólýsanlega falleg. Hans verður sárt saknað.“ BÖS Cake: Pressure Chief „Fimmta breiðskífa Cake er ágætis áminning um hversu sérstök sveitin er. Fín plata, frá bragðmikilli sveit.“ BÖS [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR MUGISON: MUGIMAMA, IS THIS MO- NKEY MUSIC? „Frábær plata, vafalítið ein sú allra besta á árinu. Innlifun Mugison heillar mann upp úr skónum.“ FB PLATA VIKUNNAR Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is Íslenska sveitin Lights on the Highway kepp- ir fyrir Íslands hönd í Global Battle of the Bands í London á þriðjudaginn næsta. Hljómsveitin Lights on the High- way byrjaði ævidaga sína sem kassagítardúett í fyrra. Gítar- leikarinn og söngvarinn Agnar Kofoed-Hansen, áður úr Klink, og söngvarinn Kristófer Jensson sýndu á sér sínar mjúkustu hliðar á ölhúsum bæjarins. Bassaleikarinn Karl Daði Lúð- víksson bættist í hópinn og snemma á þessu ári voru kassagítararnir lagðir á hilluna fyrir rafmagnshljóðfæri þegar trommuleikarinn Þórhallur bætt- ist í hópinn. Rafmagnaðir tóku þeir þátt í undankeppni Global Battle of the Bands sem fram fór í Hellinum, tónleikasal Þróunarmiðstöðvar- innar á Granda. Rafmagnaðir unnu þeir. Rafmagnaðir fara þeir því í næstu viku og keppa í London Astoria á þriðjudagskvöldið næsta við 16 aðrar sveitir frá ýmsum löndum. Aðalverðlaun eru ávísun upp á 10 þúsund dollara, eða tæp- lega 700 þúsund krónur. Skrýtið að verðlaunin séu gefin út í dollurum í Bretlandi, en það er engu að síður staðreynd, ef eitthvað er að marka heimasíðu keppnarinnar. 200 þúsund naglbítar kepptu þarna í fyrra en þá sigraði spænska sveitin Second, sem af einhverjum undarlegum ástæðum keppir aftur í ár. Gruggrödd, en ekkert gruggrokk „Fyrir þrem mánuðum síðan fundum við loksins trommara sem passaði inn í þetta. Þeir Aggi og Kristó byrjuðu að vinna tónlist saman í hljóðveri Solid IV í Hafn- arfirði í fyrra,“ segir Karl Daði bassaleikari en hann spilaði einnig fyrir Solid IV og var áður með rokksveitinni Port. Eftir að sveitin stakk í sam- band hefur hljómur hennar skilj- anlega orðið beittari. Áður fyrr var hún á svipaðri línu og Tender- foot. „Við höfum verið að reyna að skilgreina þessa tónlist hjá okkur, en viljum bara sleppa því að setja hana undir einhvern hatt. Það eru einhverjir sem líkja þessu við Alice in Chains, en þú mátt ekki nefna það. Þetta er það fjarri því.“ Þar verður blaðamaður að vera nokkuð sammála Karli, en það er líklegast aðeins rödd Kristófers Jenssonar söngvara sem minnir fólk á gruggrokkið. Hann fékk gott sett af raddböndum í vöggu- gjöf og hefur getið sér gott orð sem söngvari, fyrst í Músíktil- raunum árið 1994, þegar hann söng með CyClone, og svo á tón- leikum. Þykir ná töktum Jeff Buckley betur en nokkur annar. Project X sigurstrangleg Lights on the Highway er nýbúin að koma sér á kortið, en lagið „Said too Much“ hefur verið í tölu- verðri spilun á X-inu. Það ætti að gefa hlustendum ágætis mynd af hljómsveitinni eins og hún hljómar í dag. Þetta verður fyrsta ferð pilt- anna út fyrir landsteinana. „Ég hef ekki heyrt neitt í hin- um sveitunum,“ segir Karl. „Bresku sveitinni Project X er spáð mikilli velgengni þarna og er sögð sigurstrangleg. Þeir líta út fyrir að vera hardcore-rapparar. Svartir, vöðvastæltir og með gull- keðjur. Svo spila þeir svona Nirvana-rokk. Ég hef bara verið að lesa um þá á netinu.“ Spyrjum að leikslokum, áfram Ísland! biggi@frettabladid.is LIGHTS ON THE HIGHWAY Lights on the Highway keppir fyrir Íslands hönd í Global Battle of the Bands í London á þriðjudag. Heilsteypt og hert glös Einstakt verð og frábær ending Rauðvíns-, hvítvíns- og kampavínsglös frá Pasabahce Mánud aga til föstud aga frá kl. 8:00 til 18:00 Laugar daga f rá kl. 10:0 0 til 14 :00 Nýr op nunart ími í versl un RV: R V 20 19 SMS LEIK UR Sendu sm sið JA BSF á númeri ð 1900 og þú gae tir unnið! Bíómiðar , DVD myn dir og margt fleira! 99 kr/skeytið ■ TÓNLIST Ljós á breskum hraðbrautum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.