Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 79
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Á sjötta hundrað. Auður Laxness, ekkja Halldórs Kiljans Laxness. Tólf milljarðar króna. 38 25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Rapparinn BlazRoca, betur þekkt- ur sem Erpur Eyvindarson, hefur stofnað nýjan rappdúett sem heitir Hæsta hendin. Erpi til fulltingis er Unnar Freyr Theódórsson, Íslend- ingur sem hefur búið í Danmörku í um tuttugu ára skeið. Unnar er ekki bara rappari heldur er hann að klára mastersgráðu í hagfræði. „Ég klára gráðuna frá háskólan- um í Álaborg en tók hluta hennar í Wisconsin í Bandaríkjunum,“ seg- ir Unnar Freyr, sem býr í Kaup- mannahöfn og rekur sitt eigið ráð- gjafarfyrirtæki þar. Hann hefur sérhæft sig í alþjóðatengslum og skrifar meðal annars lokaritgerð sína um slík tengsl. Unnar segist hafa alist upp í hiphop-umhverfi en hann og Erpur hafa þekkst í ein tíu ár. Unnar rappaði meðal annars á dönsku á plötum Rottweilerhunda en á nýju plötunni rappar hann á íslensku. Hann segir það hafa reynst þraut- ina þyngri. „Orðaröðunin er stundum eins og í dönsku. Ég læt Erp samt oftast fara yfir textana,“ segir Unnar. „Hann skilur dönsku og veit því hvert ég er að fara ef ég segi eitt- hvað vitlaust. Stundum er orðaröð- unin samt fyndin og við leyfum henni að fara í gegn. Þá hljómar hún eins og nýbúa íslenska – svona einhvers konar íslenskur gettó- fílingur.“ Unnar segir rappið og hagfræð- ina fara vel saman: „Rapp er tón- list en svo er það líka lífsstíll. Þetta er svona „survival of the fittest“ sem er ekkert ólíkt því sem gerist í viðskiptum,“ segir Unnar, sem rappar meðal annars um hagfræð- ina í rímum sínum og hefur gaman af: „Komdu og sjáðu, ógæfumaður með mastersgráðu“. Unnar klæðist gjarnan jakka- fötum á viðskiptafundum þegar hann ráðleggur fyrirtækjum. Þess utan er hann í víðum rappfötum. „Ég passa mig alltaf á að vera í jakkafötum þegar ég er á fundum og er þá með bindið strekkt upp í háls,“ segir hinn rappandi hag- fræðingur. Unnar er giftur konu frá Afganistan. Hún er múslimi, hann kristinn. „Við höldum upp á allar hátíðir saman og því fæ ég góðan mat fjórum sinnum á ári,“ segir Unnar Freyr, sem rappar og stund- ar hagfræði. kristjan@frettabladid.is Það er orðin veruleg ástæða til að skella sér á Rex í Austurstrætinu enda gleðihús mikið. Í kvöld hefst fimmtudagsopnun með afar sér- stöku sniði þar sem meginþemað er spuni. „Spuni er lýsandi og gott nafn yfir það sem verður að gerast,“ seg- ir plötusnúðurinn góðkunni Mar- geir, sem sjálfur stóð fyrir tónlist- argjörningi á fimmtudagskvöldum í gamla Rex sem stóð yfir í sam- fleytt tvö ár og gat af sér tvo diska með tónlistinni sem þar var framin. „Ætlunin er að leiða saman fyrsta flokks plötusnúða og fær- ustu tónlistarmenn landsins af ungu kynslóðinni þar sem hlutverk tónlistarmannsins verður að spinna tónlist af fingrum fram við það sem plötusnúðurinn setur á fóninn. Það er sérstaklega skemmtilegt að stundum eru báðir að hittast í fyrsta skipti en ná samt að tvinna saman tónlist með lygilega góðum árangri. Þetta er því ekki hefðbund- ið eða vel æft tónleikaprógramm og því hvert kvöld einstakt.“ Það eru Margeir sjálfur og saxó- fónleikarinn Jóel Pálsson sem ríða á vaðið í kvöld, en þegar hafa stað- fest þátttöku sína næstu fimmtu- dagskvöld tónlistarmennirnir Davíð Þór Jónsson, Óskar Guðjóns- son, Samúel úr Jagúar og Sigurður Hammond-leikari úr Hjálmum, auk bestu plötusnúða þjóðarinnar. Margeir segir alla velkomna, en spuninn hefst klukkan 22. „Þessi kvöld verða fengur fyr- ir þá sem leita að ferskri, framúr- skarandi og töfr- andi tónlistar- sköpun.“ ■ Fimmtudagsspuni á Rex DJ MARGEIR Spáir einstakri skemmtun á Rex. UNNAR FREYR: SKIPAR RAPPDÚETT MEÐ ERPI EYVINDARSYNI Hagfræðingur sem rappar 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ... fær Þórólfur Árnason, fráfar- andi borgarstjóri, fyrir að sýna samborgurum sínum í hremming- um samstöðu og vera til taks á meðan barist var við eldinn í skemmu Hringrásar. HRÓSIÐ Lárétt: 1 byggingarefni, 6 stúlka, 7 hljóm, 8 málm, 9 rödd, 1o vér um Ö, 12 hag, 14 vot, 15 í röð, 16 fæði, 17 reiðihljóð, 18 vatnagangur. Lóðrétt: 1 vansæmd, 2 álít, 3 land umgirt sjó, 4 austanmaður, 5 hérað, 9 hraða, 11 tré, 13 lesa mikið, 14 skolla, 17 ending. LAUSN. Lárétt: 1steypa,6mey, 7óm,8ál,9alt, 10oss,12akk,14rök,15uú,16el,17urr, 18flóð. Lóðrétt: 1smán,2tel,3ey, 4pólskur, 5 amt,9asa,11þöll,13kúra,14ref, 17uð. Tímaritið Magasín fylgir DV í dag Er 25 sinnum í viku of mikið 3. TÖLUBLAÐ – FIMMTUDAGURINN 25. NÓVEMBER góð ráð fyrir helgina frá Eivöru Páls 5 Kynlífsfræðingurinn svarar spurningum lesenda Fjórar MAGASÍN FJÓLUBLÁIR OG KOPARLITAÐIR SKÓRERU TÍSKAN Í VETUR Birgitta ogbesta vinkonanRagnhildur Leikkonan Álfrún Helga Skreytir heimilið með skóm og töskum Ásta RagnheiðurMissti 18 kíló. Aldrei í betra formi. TOPPAÐFERÐIRtil að dekra við sig – hefur þú séð DV í dag? Birgitta og þingmaðurinn sem missti 18 kíló AÐ MÍNU SKAPI ANJA RÍKEY JAKOBSDÓTTIR, SUNDDROTTNING Í ÆGI TÓNLISTIN Ég er alæta á tónlist en hlusta þó langmest á FM 95,7 þar sem músíkin er jafnan að mínu skapi. Mér finnst æðislega gott að geta gleymt mér í eigin heimi, slakað á og velt fyrir mér tilverunni þegar ég hlusta á tónlist. BÓKIN Ég gríp afar sjaldan í bók og man varla hvaða bók var fyrir valin síðast. Minnir samt að það hafi verið Híbýli vindanna í skólanum. BÍÓMYNDIN Ég dreif mig síðast að sjá After the Sunset sem mér fannst alveg hrikalega góð bíó- mynd. Hún var verulega fyndin og líka þræl- spennandi. Ég fer reyndar mjög oft í bíó og finnst miklu skemmtilegra að horfa á góðar myndir á hvíta tjaldinu með tilheyrandi hljóðkerfi og bíóstemningu. BORGIN Uppáhaldsborgin mín er tvímælalaust Barcelona en þangað hef ég komið nokkrum sinnum. Þar er dásamlegt að vera; ekki síst skemmtilegt að rölta um á Römblunni og kíkja í búðir. Margt spennandi sem má versla á þessum Laugavegi Barcelona-borgar. Barcelona er sömuleiðis rómantísk fram úr hófi og einfaldlega æðislegur áfangastaður. BÚÐIN Í mínum huga og að mínum smekk er H&M besta búðin. Flest það sem ég á í fataskápn- um hef ég keypt í þeirri góðu búð. Þar fær maður allt sem mann vantar og á mjög við- ráðanlegu verði. Já, ég beinlínis elska þessa búð! VERKEFNIÐ Þessa dagana er ég að æfa mjög stíft fyrir Evrópumeistaramót í 25 metra laug sem fer fram í Austurríki í desember. Ég stefni á að komast í undanúrslit í 100 metra baksundi en keppi einnig í 50 metra og 200 metra baksundi. Það verður bara spennandi að sjá hvernig það á eftir að fara. Svo er ég að læra húsgagnasmíði og vinn með sundinu hjá Beyki ehf. Yfirmennirnir á þeim bænum eru mjög liðlegir og styðja mig hundrað prósent í sundinu. Alveg frábærir vinnuveitendur. Húsgagnasmíði, Barcelona og sundmet FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM HÆSTA HENDIN Unnar Freyr Theódórs- son skipar með Erpi Eyvindarsyni dúettinn Hæstu hendina. Hann er giftur konu frá Kabúl. Hún var í landsliðinu í Tae Kwon Do en hann æfði box um langt skeið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.