Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 1

Fréttablaðið - 29.11.2004, Page 1
Íslandsmótið í handbolta: ▲ SÍÐA 20 Hasar og læti á Akureyri ● leggur stund á draugafræði Bjarni Harðarson: ▲ SÍÐA 30 Ekki eftirsóknar- vert að ganga aftur ● breska blúsbylgjan flæðir yfir Grand Rokk Eric Clapton: ▲ SÍÐA 26 Tekinn fyrir í kvöld MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG KÓLNANDI VEÐUR Í DAG og slydda eða él um landið vestanvert. Víða kaldi og jafnvel strekkingur. Sjá síðu 4 29. nóvember 2004 – 327. tölublað – 4. árgangur ● hús ● heimili ● fasteignir Lísbet Sveinsdóttir: EITUREFNI Á LÓÐ HRINGRÁSAR PCB-mengaður jarðvegur hefur verið geymdur í sekkjum á lóð Hringrásar í Reykjavík síðan árið 2001. Þá átti að finna hentugri urðunarstaði. Sjá síðu 2 UMDEILDUR NIÐURSKURÐUR Þing- flokkur framsóknarmanna ræðir fjárframlög til Mannréttindaskrifstofu Íslands í dag. Málið er umdeilt innan flokksins. Sjá síðu 4 JANUKOVITSJ VERÐI REKINN Stjórnarandstaðan krefst þess að Viktor Janukovitsj, forsætisráðherra landsins, verði rekinn úr starfi. Hæstiréttur landsins fjallar í dag um áfrýjun Viktors Júsjenko vegna kosninganna. Sjá síðu 6 ROTTUR FÚLSA VIÐ HONUM Óttast er að risasnigill frá Spáni sé við það að nema hér land. Snigillinn er átvagl sem leggst á gróður. Snigillinn er óætur og rottur fúlsa meira að segja við honum. Sjá síðu 8 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Bakaríin okkar verða í hátíðarskapi alla daga fram að jólum um land allt LESIÐ ÚR VERKUM Bókmenntastund verður í Þjóðarbókhlöðunni klukkan 12. Nokkrir höfundar lesa úr verkum sínum meðal annarra Vilborg Dagbjartsdóttir, Þór- arinn Eldjárn og Bragi Ólafsson. Þjóðmenningar- húsið er flottast ● sauð upp úr í leik þórs og fram KJARAMÁL Atkvæðagreiðsla kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðar- maður kennara í grunnskóla í Mos- fellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. Atkvæðagreiðslan verður í dag og tvo næstu daga. Niðurstöðu er að vænta 6. desember. Ólafur Loftsson, formaður Kenn- arafélags Reykjavíkur, segir and- rúmsloftið þyngra í kringum samn- inginn en í miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara: „Það er mjög skrítin staða að þurfa að taka afstöðu til samningsins með skugga gerðar- dóms hangandi yfir sér.“ Guðlaug Gunnsteinsdóttir, trún- aðarmaður kennara í Varmárskóla í Mosfellsbæ, segir fólk alls ekki án- ægt með samn- inginn en veigamikil at- riði hafi náðst sem kennarar hafi barist fyrir lengi. Óá- nægjan snúi að því sem verði í launaumslag- inu. Kennarar hræðist meðal annars að fari deilan fyrir gerðardóm missi ungir kennarar þá umframhækkun sem samist hafi um. Eins að verkstjórnartímanum verði breytt sem og kennsluskyldu reynslumikilla kennara. „Þetta er enn að brjótast um í fólki. Við byrjum að kjósa í dag en ég efast um að margir verði búnir að kjósa fyrr en á mið- vikudag, síð- asta daginn,“ segir Guðlaug. „Staðan er óvenjuleg því fólk hefur hingað til talað mjög opinskátt um hvað það ætlar að gera en gerir það ekki núna. Ég held að það sé ekki búið að hugsa sín mál til enda.“ Ólafur á von á góðri þátttöku hjá kennurum nú sem áður: „Hugsan- lega verða einhverjir sem skila auðu og vilja með því senda skilaboð um að þeim líki hvorug leiðin, hvorki samningurinn né gerðar- dómurinn,“ segir Ólafur. Þó telji hann að flestir vilji hafa áhrif á niðurstöðuna. Ólafur telur að samningurinn verði frekar samþykktur en ekki: „Þó er það félagsmanna að ákveða það.“ Undir það tekur Guðlaug og segir: „Þau eru færri nei-in eins áköf og þau voru. Ég bíð eftir 6. des- ember og get ekki ráðið í hver niðurstaðan verður.“ - gag Gæti farið á báða vegu Forystumenn kennara segja óljóst hvort kennarar samþykki eða felli nýundirritaðan kjarasamn- ing. Þeir tjái ekki hug sinn. Trúnaðarmaður telur marga ekki hafa tekið endanlega afstöðu til samningsins. Flestir greiði líklega atkvæði á miðvikudag en atkvæðagreiðslan hefst í dag. GUÐLAUG GUNN- STEINSDÓTTIR Enn að meta stöðuna. ÓLAFUR LOFTSSON Telur samninginn verða samþykktan. DORRIT MOUSSAIEFF FORSETAFRÚ Dorrit tendraði ljósin á jólatré Kringlunnar í gær á fyrsta sunnudegi aðventunnar. Fjöldi fólks fylg- dist með. Borgin er nú óðum að fá á sig jólabrag. Kaupmenn búast við mikilli sölu í jólamánuðinum og hefur opnunartími Kringlunnar ver- ið lengdur. Fólk getur því eytt meiri tíma við jólainnkaupin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Sprenging í Kína: Námumenn lokast inni KÍNA Um 166 manns lokuðust inni í námu eftir gríðarlega öfluga gas- sprengingu í Kína í gær og gátu ekki á nokkurn hátt náð sambandi við umheim- inn. Um 300 n á m u v e r k a - menn voru í námunni, sem er í Shaanxi- héraði, þegar sprengingin varð en um 127 námu- menn sluppu. Náman er full af gasi og reyk sem gerir björgunarmönnum erfitt fyrir. Kínverskar námur eru meðal þeirra hættulegustu í heiminum en fyrr í þessum mánuði létust 150 manns í sprengingu í námu. ■ ÍRAK Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við Íraks- stríðið í ljósi þess að upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangar. Hjálmar lét þessa skoðun sína í ljós í viðtalsþætti Egils Helgasonar í gær. Þar spurði Egill hvort rétt væri að íslensk stjórnvöld myndu láta af stuðningi sínum við fram- göngu Bandaríkjamanna í Írak. „Mér finnst það koma til greina, ég segi bara já við því,“ svaraði Hjálmar. Í samtali við Fréttablaðið sagði Hjálmar að röng upplýsingagjöf bandamanna, sem íslensk stjórn- völd hafa reitt sig á í hálfa öld, væri mjög alvarleg fyrir samskipti þjóðanna og því væri eðlilegt að fara yfir ferlið í heild sinni. „En jafnframt minni ég á skyldu okkar til að koma að uppbyggingarstarfi í landinu sem er bókstaflega í rúst,“ bætti Hjálmar við. Að Kristni H. Gunnarssyni undanskildum, er Hjálmar fyrsti þingmaður stjórnarflokkanna til að láta opinberlega í ljós efasemdir um stuðning við Íraksstríðið. - bs HJÁLMAR ÁRNASON Segir ranga upplýsingagjöf vera alvarlega fyrir samskipti Íslands við helstu bandamenn. Þingflokksformaður Framsóknar: Stuðningur við stríð endurmetinn SORG Kona syrgir látinn ætt- ingja eftir gasspreng- ingu sem varð í námu í Kína í gær.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.