Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 10
10 3.084 BÚA Á STOFNUNUM FYRIR ALDRAÐA Konurnar voru fleiri eða 1.954 en karlarnir 1.130. Tölurnar eru frá árslokum 2002. SVONA ERUM VIÐ „Hér rembast menn við að róa og ná sér í fisk eins og alltaf,“ segir Óttar Jó- hannsson, oddviti og sjómaður í Gríms- ey. „Hér snýst allt líf um að ná í þann gula.“ Óttar segir aflabrögðin misjöfn, ágætlega gangi með línu en síður með net. „Annars er allt gott að frétta af okk- ur, félagslífið hefur verið líflegt að und- anförnu og mikið um að vera.“ Grímsey- ingar héldu afmæli Fiske að vanda 11. nóvember en Willard Fiske var velgjörð- armaður Grímseyinga og færði þeim miklar gjafir fyrir rúmri öld. Svo er vetrarstarf Kiwanisklúbbsins Gríms í full- um gangi sem og kvenfélagsins Baugs. Skólastarf er vitaskuld komið á fullt á ný og segir Óttar börnin hafa komist ágæt- lega í gegnum fjarveruna frá skólanum. „Þetta er ósköp rólegt hérna norðurfrá. Við þurfum allavega ekki að hafa áhyggjur af einhverjum hópamyndun- um eða slíku.“ Hann segir að samning- arnir kosti auðvitað sitt og því þurfi að mæta með einhverjum hætti. „Við þurf- um að auka tekjur eða skera niður. Þetta þarf að kljúfa einhvern veginn.“ Jólaskreytingar eru ekki komnar í hvern glugga enn enda nóvember ekki liðinn. „Við þurfum svosem ekki að láta eins og kaupmennirnir á Laugaveginum,“ segir Óttar. Hann segir Grímseyinga duglega við að versla í Grímskjöri en einhverjir geri jólainnkaupin á Akureyri. „Við reynum að versla við verslunina okkar eins og við mögulega getum því við viljum halda henni gangandi.“ Eig- endur hennar færðu út kvíarnar í sumar og opnuðu veitingastaðinn Kríuna sem er góð viðbót í þjónustu við ferða- og heimamenn. Lífið snýst um að ná í þann gula HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÓTTAR JÓHANNSSON, ODDVITI OG SJÓMAÐUR Í GRÍMSEY 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR BÚSETA „Við vorum að kaupa okk- ur íbúð í Búseta og það vill bara svo skemmtilega til að hún stendur við Kirkjustétt,“ segir séra Sigríður, þokkalega ánægð með að vera prestur á Kirkju- stétt og fagnar því að auki að kirkjan í hverfinu mun að lík- indum standa við götuna, aðeins steinsnar frá heimili hennar. Kirkjan er enn óbyggð en safn- aðarstarf í Grafarholti fer fram í sal Félagsþjónustunnar í Reykjavík við Þórðarsveig. Skrefin frá heimili Sigríðar og yfir í kirkjuna verða fá þegar þar að kemur, sem býður óneit- anlega upp á óvæntar uppákom- ur. „Ég kem til með að messa á sloppnum,“ segir hún og hlær. Næsta gata er svo Prestastígur og auðvitað renndi presturinn hýru auga til íbúða þar. „Vanda- málið er hins vegar að þar eru aðallega Búmannablokkir og til þess að verða félagsmaður í Bú- mönnum þarf maður að vera orðinn fimmtugur að aldri.“ Sig- Presturinn á Kirkjustétt Séra Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafar- holti, er nýflutt á Kirkjustéttina. Við sömu götu mun hverfiskirkjan rísa þegar þar að kemur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SIGRÍÐUR GUÐMARSDÓTTIR sóknarprestur í Grafarholti. „Ég kem til með að messa á sloppnum.“ Aðventan gengin í garð: Kertin seldust vel KERTI Kaupmenn víðsvegar um land létu vel af kertasölu helgar- innar en aðventan er gengin í garð og til siðs á mörgum heimil- um að búa til að- v e n t u k r a n s a . Kveikt var á fyrsta kerti að- ventukransins í gær. Lausleg r a n n s ó k n Fréttablaðs- ins leiddi í ljós að flestir nota rauð kerti í kransinn sinn en einnig var tals- vert tekið af hvítum. Heimildar- mönnum bar saman um að kransa- hefðin virtist á uppleið og fögn- uðu því um leið. Greni seldist að sama skapi óhemjuvel um helg- ina. - bþs TÓNLEIKAR Haraldur Reynisson tónlistarmaður hélt tónleika á Holtastíg 11 í Bolungar- vík á laugardagskvöldið en þar búa hjónin Ingi- björg Vagnsdóttir og Ketill Helgason með þremur börnum sínum. Systurnar Soffía og Pálína Vagnsdætur lentu í ófærð á dögunum á leið sinni frá Reykjavík og heim í Bolungarvík og gistu því í Búðardal. Þar skelltu þær sér á tónleika með Halla og hrifust svo af leik hans og söng að þær ákváðu að fá hann til að spila í sinni heimabyggð. Þar sem engin er kráin í Bol- ungarvík eftir að Finna- bær lokaði síðsumars var ekki annað að gera en að halda tónleikana í heimahúsi. Að sögn Soff- íu tókust þeir afskaplega vel, um fjörutíu manns mættu og hlýddu á Halla í nærri þrjár klukku- stundir yfir kertaljósum og huggulegheitum. Hef- ur þegar verið ákveðið að endur- taka leikinn að ári. - bþs Stofutónleikar í Bolungarvík: Halli var frábær HARALDUR REYNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.