Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 11
þú þekkir Canon A400 Fullkomin vasamyndavél Hentar afar vel byrjendum en hún er með 3.2 milljón punkta/pixla myndflögu þannig að þú getur prentað út myndir í allt að A4 stærð. • 2,2x aðdráttarlinsa. • 3,2 milljón punktar/pixlar. • Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði. • Direct Print. Verð 22.900 kr. Canon PowerShot A75 Auðveld en öflug Canon PowerShot A75 er auðveld í notkun en þó fullbúin til að takast á við krefjandi myndatökur. Með 3.2 milljón punkta/pixla myndflögu þannig að þú getur prentað út myndir í allt að A4 stærð. • 3x aðdráttarlinsa. • 3,2 milljón punktar/pixlar. • Fjölmargar tökustillingar. • Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði. • Direct Print. Verð 29.900 kr. Canon Ixus 500 Ber af í öllum skilningi Ixus 500 er glæsilega hönnuð fimm milljón punkta/pixla vél sem býr yfir háþróaðri tækni. Um er að ræða yfirburða stafræna myndavél þar sem Digic myndflagan frá Canon skilar frábærum myndgæðum. • 3x aðdráttarlinsa og 9-punkta AiAF sjálfvirkt fókuskerfi. • 5 milljón punktar/pixlar. • Skynjari sem nemur hvernig vélin snýr og birtir myndirnar réttar við endurspilun. • Allt að 3 mín. myndskeið með hljóði. • Direct print. Verð 49.900 kr. Canon ip2000 Flottur, hraðvirkur og auðveldur Canon ip2000 er með tveggja hylkja kerfi og prentar allt að 20 bls. á mín. í sv/hv og 15 bls. á mín. í lit. Hann er með allt að 4800x1200 punkta upplausn og býður upp á rammalausa prentun – blæðing. • Arkamatari fyrir 150 bls. • Kemur með tveimur pappírsbökkum. • Microfine Droplet tækni sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði og meiri gæðum. Verð 10.900 kr. Canon ip4000R Þráðlaus og hraðvirkur fyrir heimilið Canon ip4000R er hraðvirkur og auðveldur prentari fyrir heimilið sem gerir þér kleift að prenta þráðlaust með 802.11g/b WiFi tengingu eða yfir staðarnetið með 10/100 ethernet í glæsilegum ljósmyndagæðum. • Innbyggð ,,duplex" tækni og CDR/DVD diskaprentun. • 4800x1200 dpi upplausn og 2pl prentstútar. • Prentar allt að 25 bls. á mín. í sv/hv og 17 bls. í lit. • Fjögurra hylkja Single Ink kerfi sem gerir hann mjög sparneytinn. Verð 36.900 kr. Söluaðilar um land allt www.nyherji.is/canon Af hverju átt þú að kaupa Canon stafræna myndavél og prentara? Canon hefur í yfir 60 ár verið leiðandi í heiminum á sviði mynd- og prentlausna. Mikil þekking og reynsla þar sem gæði eru ávallt í fyrirrúmi. Mikið af hugbúnaði fylgir með myndavélum og prenturum. Með Direct Print er hægt að prenta beint úr stafrænni myndavél án þess að nota tölvu. N Ý H E R J I / 2 0 2 JÓLABALL Gleðigjafinn André Bac- hmann stendur að jólahátíð fyrir fatlaða sunnudaginn 5. desem- ber. Að þessu sinni verður hátíð- in í Gullhömrum sem er nýr veislusalur í Grafarholti. „Undanfarin ár hefur hátíðin verið haldin í Súlnasalnum á Hót- el Sögu en hann hefur fyrir löngu sprengt hana utan af sér,“ segir André. Gullhamrar rúma eitt þúsund manns og ætti því að verða rúmt um alla. „Ég hef alla tíð hugsað um þá sem minna mega sín í samfélaginu,“ segir André þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi staðið fyrir þessu öll þessi ár. „Sjálfsagt kemur það til af því að ég fædd- ist ekki eins og allir aðrir og hef þurft að berjast áfram í lífinu og alltaf sigrað. Þess vegna finnst mér gaman að láta gott af mér leiða.“ Andé segir mikið í hátíðina lagt, fjölmargir skemmtikraftar koma fram og má þar nefna Ladda, Kalla Bjarna, Jón Sig- urðsson, Rúnar Júlíusson, strák- ana úr 70 mínútum, Nælon og Jóka trúð. Einnig verða þar Lúðrasveit verkalýðsins, Valla- gerðisbræður, unglingahljóm- sveitin Hásin, leikhópurinn Perl- an og André sjálfur ásamt hljóm- sveitinni Stefnumóti og Huldu Geirs. „Það er voðalega gaman að finna að þetta er einhvers metið og það sem ég fæ út úr þessu er að sjá brosið á fólkinu og ánægj- una sem skín úr andliti þess.“ André er þakklátur þeim fjöl- mörgu sem leggja honum lið við hátíðarhöldin og tekur fram að hann standi ekki í þessu einn, enda ekki á eins manns færi að skipuleggja svo umfangsmikla dagskrá. ■ ríður á enn rúman áratug í fimmtugt en býst fastlega við að falast eftir íbúð við Prestastíg- inn þegar þeim virðulega aldri er náð. Hún lætur annars vel af stör- funum í Grafarholtinu þó engin sé kirkjubyggingin og segir ákveðna kosti því samfara. „Maður kynnist svo mörgu fólki á að vera svona landsins sníkju- dýr, þá þarf maður að hafa greiða af svo mörgum.“ Erind- um og bónum Sigríðar er jafnan vel tekið og þessa daga stendur hún að skipulagningu fyrsta menningarkvöldsins í Grafar- holti. Verður það 15. desember í salnum góða við Þórðarsveig og ætla rithöfundarnir Einar Már, Sigmundur Ernir og Þórarinn Eldjárn að lesa úr nýútkomnum bókum sínum. Ekki er að efa að íbúarnir fjölmenna og hlýða á skáldin. Sigríður lætur annars ágæt- lega af lífinu í hinu nýbyggða Grafarholti. „Hér er kominn nokkur hverfisbragur, fólk farið að heilsa og svona, þannig að hér er bara gaman.“ - bþs André Bachmann heldur jólaball fyrir fatlaða fimmtánda árið í röð: Finnst gaman að láta gott af sér leiða STEKKJASTAUR Jólasveinarnir koma vitaskuld á jólahátíðina í Gullhömrum. ANDRÉ BACHMANN „Það er voðalega gaman að finna að þetta er einhvers metið.“ Pylsusala: Orð Guðna breyta litlu Pylsusala virðist ekki hafa tekið neinn sérstakan kipp þrátt fyrir hvatningu landbúnaðarráðherra á dögunum til íslenskrar æsku þess efnis að borða fleiri pylsur. Pylsu- sölum sem Fréttablaðið ræddi við ber saman um að salan sé sú sama eftir yfirlýsingu ráðherrans. Ragn- heiður Magnúsdóttir í Pylsuvagn- inum á Selfossi sagði að pylsur seldust alltaf mjög vel og gat ekki merkt aukningu. Sagði hún tómat, sinnep og steiktan lauk vinsælasta meðlætið og einnig væri talsvert beðið um eina með öllu. - bþs 11MÁNUDAGUR 29. nóvember 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.