Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 15
15MÁNUDAGUR 29. nóvember 2004 Palestína fyrsta lýðræðisríkið Mroz og Mossberg dvöldust báðir nýlega í Ramallah og telja báðir að betri aðstæður en oft áður hafi skapast til að tryggja varanlegan frið milli Palestínu- og Ísraels- manna. „Það er þrennt sem skipt- ir máli,“ segir Mossberg. „Ákvörðun Ísraelsmanna um að rýma landnemabyggðir; vænting- ar til nýrrar forystu Palestínu- manna, sem verður valin í janúar, og ekki síst endurnýjaður áhugi Bandaríkjanna á að leiða deiluna til lykta.“ Mossberg bendir á að Arafat hafi lengi verið sameiningartákn palestínsku þjóðarinnar og það sé það jákvæðasta við arfleifð hans. „Í Ramallah voru myndir af Ara- fat út um allt og á þeim stóð: „Hann á það inni hjá okkur.“ Vissulega gæti það valdatóm sem hann skilur eftir sig leitt til borg- arastyrjaldar en andrúmsloftið meðal Palestínumanna er á þann veg að það sé það versta sem gæti gerst. Arftaki hans, sem líklega verður Mahmoud Abbas, mun kannski ekki njóta víðtæks stuðn- ings fyrst um sinn, en fær ef til vill svigrúm til að ljúka verki Arafats. Ef honum þokar áleiðis mun stuðningur við hann aukast.“ Mroz segir að ráðamenn í Pal- estínu geri sér grein fyrir að kerfi Arafats var ólýðræðislegt og spillt og því hafi fráfall hans ver- ið viss léttir. „Abbas, sem er for- seti til bráðabirgða, hefur ekki haft undan að undirrita lög sem höfðu verið samþykkt en Arafat neitaði að skrifa undir því þau takmörkuðu völd hans. Það eru þegar hafnar úrbætur og reyndar ótrúlegt hversu langt Palestínu- menn eru komnir. Ég held að Pal- estína muni verða fyrsta lýðræð- isríki Mið-Austurlanda.“ Breytt forgangsröð í Palestínu Mroz og Mossberg viðurkenna báðir að leiðin að settu marki verði vandrötuð, til dæmis geti Palestínumenn orðið tortryggnir gagnvart eigin stjórnvöldum ef bandarísk og ísraelsk stjórnvöld eru mjög jákvæð í þeirra garð. Þá þurfi Ísraelsmenn að sýna í verki að þeir vilji greiða fyrir efnahags- og atvinnuuppbygg- ingu í Palestínu eins og þeir hafa fullyrt. „Eðlilega efast Palestínumenn um einlægni Ísraelsmanna því það vantar fordæmi fyrir efnd- um. Úr því þarf Ísraelsstjórn að bæta. Það er líka mikil þörf á er- lendum fjárfestingum í Palestínu og mér finnst að George Bush ætti að fá fyrrum viðskipta- félaga sína til að fjárfesta í fyrir- tækjum og viðskiptum í Palest- ínu.“ Mroz segir Palestínumenn hafa endurraðað forgangsmálum og það sé ein forsendan fyrir því að lausn náist. „Andrúmsloftið í Palestínu er ekki lengur þannig að það sé fyrir öllu að stofna sjálfstætt ríki sem fyrst. Það er fyrir öllu að binda enda á hernámið sem og að snúa sér að praktískum hlutum sem lúta að daglegu lífi og at- vinnu- og efnahagsuppbyggingu. Þá fyrst hafa skapast forsendur fyrir því að Palestína verði sjálf- stætt ríki.“ bergsteinn@frettabladid.is UMSKURÐUR Daglega eru sex þús- und stúlkur umskornar í heimin- um en aðgerðin er kvalafull, hættuleg og algerlega tilgangsl- aus. Hópur gegn limlestingu á kynfærum kvenna gengst í dag fyrir fundi þar sem vakin er at- hygli á þessum hryllingi og hon- um mótmælt. Ríflega 135 milljónir kvenna í heiminum hafa þurft að sæta því að snípur þeirra, og í sumum til- vikum innri og ytri barmar líka, hefur verið skorinn burt. Um- skurn kvenna er landlæg í mörg- um löndum Afríku og Asíu en einnig eru dæmi um slíkar lim- lestingar á meðal innflytjenda á Vesturlöndum. Aðgerðin fer yfir- leitt fram án deyfingar, telpunum er haldið niðri, fætur þeirra settir í höft og lærin glennt í sundur. Kynfærin eru skorin burt með búrhnífum, rakvélarblöðum og jafnvel hvössum steinum. Að að- gerð lokinni er saumað fyrir en þó skilið eftir op fyrir þvag og tíða- blóð. Með þessu þykjast menn tryggja að stúlkurnar verði hrein- ar meyjar þangað til þær giftast. Þessu ofbeldi hyggst hópur gegn limlestingu á kynfærum mótmæla á fundi í dag en það er liður í 16 daga átaki gegn kyn- bundnu ofbeldi. Að sögn Herdísar Tryggvadóttur, forsvarsmanns hópsins, kviknaði hugmyndin þeg- ar sómalski rithöfundurinn Waris Dirie sýndi myndband á fundi hérlendis fyrir nokkrum árum en á því sést þegar lítil stúlka er um- skorin. „Skelfingar- og kvalaópin voru slík að þegar myndin var búin þá stóð ég upp. Ég gat ekki setið lengur heldur sagði við vin- konur mínar að ég væri viss um að við gætum fengið íslenskar konur til að rísa upp allar sem eina og mótmæla þessu.“ Herdís segir að hópurinn hafi rætt við kristniboða sem starfað hafa í Afríku og þeir frætt þær um hversu erfitt sé að eiga við umskurðinn. „Þessir siðir hafa verið við lýði í mörg þúsund ár og hafa þess vegna fest djúpar rætur í þjóðarsálinni. Þannig er stúlkum talin trú um að séu þær ekki um- skornar þá geti þær ekki átt börn og að enginn vilji giftast þeim. Einn kristniboðinn líkti þessu við það að einhverjir útlendingar kæmu hingað til lands og segðu við okkur að við yrðum að hætta að tala íslensku. Þeim þykir mörg- um jafnfáránlegt að hætta um- skurði og okkur þætti að hætta að tala móðurmálið.“ Fundurinn fer fram í Norræna húsinu í dag og hefst klukkan tólf. Allir eru velkomnir en Herdís segir samt að einkum sé verið að höfða til kvenna því karlar einoki svo oft sviðið. „Við viljum að konur taki meiri þátt í heims- málunum.“ -shg Umskurn kvenna: Sex þúsund limlestar á degi hverjum HERDÍS TRYGGVADÓTTIR Herdís blæs til fundar í hádeginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.