Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 58
SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 15/10 - 21/10 22/10 - 28/10 29/10 - 4/11 5/11 - 11/11 FJÖLDI TÍMABIL 0 50 100 150 200 250 300 231 249255 240 264 12/11 - 18/11 263 Skammdegið er í algleymingi. Bekkirnir kúra mannlausir í hálfmyrkrinu og sakna þess að daginn fari að lengja. Þá eru borgarbörnin glaðari og staldra oftar við. Ung- lingarnir krota líka stundum í bekkinn nafn þess sem þeim er kærastur, en bekkur- inn veit að krotarinn er trúlega löngu búinn að gleyma ástinni síðan í sumar og kemur aftur í vor með nýtt nafn. Nýjan kjark. Nýja von. BEKKIRNIR í borginni Vextir Íbúða- lánasjóðs 4,15% Íbúðalánasjóður hefur lækkað vexti útlána sinna í 4,15% í sam- ræmi við tilmæli Eftirlitsstofnun- ar EFTA og samning um Evrópska efnahagssvæðið. Vextir sjóðsins byggja á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem var 3,55% með þóknun að viðbættu 0,6% vaxta- álagi Íbúðalánsjóðs sem verið hef- ur óbreytt frá 1. júlí. Starfsemi Íbúðalánasjóðs byggir á ákvæðum samninga Evr- ópska efnahagssvæðisins sem kveður á um heimila ríkisaðstoð á grundvelli almennra efnahags- legra hagsmuna. Eftirlitsstofnun EFTA hefur með úrskurði sínum 11. ágúst 2004 staðfest að starf- semi Íbúðalánasjóðs og hin nýju 90% almennu íbúðalán falli undir fyrrgreind ákvæði samningsins. Samkvæmt samningnum er Íbúðalánasjóði skylt að veita við- skiptavinum sínum lægstu mögu- legu vexti hverju sinni. Íbúða- lánasjóði er alls óheimilt að hagn- ast á vaxtaálagi sínu og er því ó- heimilt að krefja viðskiptavini sína hærri vexti en nauðsynlegt er til reksturs sjóðsins. Íbúða- lánasjóði er því skylt að lækka vexti á útlánum sínum þegar ávöxtunarkrafa í útboðum lækk- ar, nema haldbær rök séu fyrir hækkun vaxtaálags. Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, sem er formlegur samráðsvett- vangur forstjóra viðskiptabank- anna og fleiri fjármálafyrirtækja, hefur á undanförnum dögum kvartað sáran í fjölmiðlum vegna lækkunar vaxta Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjórinn hefur haldið því fram að sjóðurinn hefði ekki átt að lækka vexti sína í kjöl- far útboðs íbúðabréfa. Þetta gerist í kjölfar þess að samráðsvettvang- urinn, SBV, hefur kært starfsemi Íbúðalánasjóðs til dómstóls EFTA. Íbúðalánasjóður mun því að sjálfsögðu halda áfram að veita viðskiptavinum sínum, hvar sem þeir búa á landinu og óháð efna- hag, lægstu mögulegu vexti sem sjóðurinn getur veitt á hverjum tíma. Íbúðalánasjóður lagði grunn að þeim vaxtalækkunum sem orðið hafa á undanförnum vikum með endurskiplagningu skuldabréfaút- gáfu sinnar síðastliðið sumar. Ís- lenskir neytendur hafa notið þess í lækkun vaxta á íbúðalánum úr 5,1% í 4,15% og í helmingun vaxta íslenskra banka og sparisjóða á fasteignalánum. Þetta framtak og fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hefur samráðs- vettvangur banka og verðbréfa- fyrirtækja kært til EFTA dóm- stólsins, þrátt fyrir að Eftirlits- stofnun EFTA hafi staðfest að framtakið stangist ekki á við lög og reglur á Evrópska efnahags- svæðinu. Höfundur er markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs. HALLUR MAGNÚSSON HÚSIN Í BÆNUM 19/11-25/11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.