Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 59
17MÁNUDAGUR 29. nóvember 2004 AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 Kraftur og m‡kt einkennir Nissan Almera. Stjórnstö›in sty›st vi› hina einstöku Nissan tækni til a› tryggja au›velda og e›lilega stjórn. Hönnu›ir okkar hafa móta› útlit bílsins til a› ná fram straumlínulaga, lögun og umgjör›in er dregin fram me› kröftugum fram- og afturljósunum. VETRARTILBO‹ Nissan Almera – framar björtustu vonum Primera og Micra – a›eins fyrir kröfuhar›a – á n‡jum Nissan Almera Visia 1,5i Beinskiptur 90 5 1.730.000 kr. 1.620.000 kr. Almera Acenta 1,8i Beinskiptur 116 5 1.830.000 kr. 1.690.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 1.930.000 kr. 1.790.000 kr. Almera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 1.940.000 kr. 1.800.000 kr. Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Ver›skrá Tilbo›sver› Tilbo›sver› gildir frá 1. nóv. – 31. des. 2004 KAUPAUKI Vetrardekk me› umfelgun fylgja öllum Nissan á vetrartilbo›i. Nissan Micra Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Micra Visia 1,2i Beinskiptur 80 3 Ver›skrá 1.390.000 kr. Tilbo›sver› 1.300.000 kr. Micra Visia 1,2i Beinskiptur 80 5 Ver›skrá 1.440.000 kr. Tilbo›sver› 1.350.000kr. Micra Visia 1,2i Sjálfskiptur 80 5 Ver›skrá 1.590.000 kr. Tilbo›sver› 1.500.000 kr. Nissan Primera Tegund Vél Skipting Hestöfl Dyr Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 4 Ver›skrá 2.380.000 kr. Tilbo›sver› 2.240.000 kr. Primera Acenta 1,8i Sjálfskiptur 116 5 Ver›skrá 2.445.000 kr. Tilbo›sver› 2.305.000 kr. Á allra vörum Nú er Úkraína á allra vörum. Það vissi enginn að það ætti að fara að kjósa í landinu – nú eru þessar kosningar um- talsefni allrar heimsbyggðarinnar. Svind- lið virðist hafa verið dæmalaust. Ríkis- fjölmiðlum var beitt miskunnarlaust gegn frambjóðanda stjórnarandstöð- unnar, Viktori Jústénkó. Hann var útmál- aður sem stjórnleysingi og jafnvel nas- isti. Útsendingar óháðra sjónvarpsstöðva voru truflaðar. Fundum hjá Jústénkó var hleypt upp af bullum sem sagðar eru vera á mála hjá öryggislögreglunni. Námuverkamenn, sem stjórnvöld kaupa til liðs við sig, fengu nokkurs konar far- andkjörbréf og fóru víða og kusu aftur og aftur. Egill Helgason á visir.is Stjórnmál og ímyndir Ímyndarstjórnmál er hugtak sem kom inn í tungumálið fyrir nokkrum árum. Hugtakið á við um stjórnmálamenn sem eru í stjórnmálum ekki endilega af hug- sjón heldur fremur til að komast til valda eða jafnvel bara til að komast í þægilega innivinnu. Slíkir stjórnmálamenn nýta sér stundum ímynd fremur en hugsjónir til að koma sér á framfæri og um þá er oft farið háðulegum orðum. Það breytir því ekki að ímyndin getur skipt öllu, til dæmis þegar gengið er til kosninga, og stundum geta ímynd og hugsjónir farið saman. Katrín Jakobsdóttir á murinn.is Íraksstríði mótmælt Þessa dagana standa andstæðingar stríðsins í Írak fyrir stöðugum mótmæl- um gegn því á Austurvelli. ,,Stöðug mót- mæliî þýðir að þeir sem vilja leggja sitt af mörkum taka einfaldlega frá einhvern hluta af frítíma sínum – hádegishlé, pásur, lausar morgunstundir – og eyða honum standandi á Austurvelli í mót- mælaskyni. Restin er að eigin vali; hvort þú mætir með skilti, æpir slagorð gegn stríðinu eða jah ... kastar eggjum í þing- menn (tek það fram að ég er ekki að mæla opinberlega með þeirri aðferð). Kristín Svava Tómasdóttir á politik.is Fyrirtækjum skipt upp Fyrir nokkru var greint frá því í fréttum að matvælaverð hér og á Norðurlöndunum væri hærra að meðaltali en í Evrópusam- bandinu. Og að „samkeppnisyfirvöld“ á Norðurlöndunum ynnu nú að skýrslu um orsakir og úrlausnir í þessum efnum. Það kæmi á óvart ef niðurstöður skýrsl- unnar verða ekki eitthvað á þann veg að fákeppni, verðsamráð og lítil samkeppni sé vandamálið. „Samkeppnisyfirvöld“ hafa reyndar komist að þeirri niðurstöðu nú þegar. Tillögur til úrbóta munu vera að setja strangari „leikreglur“, að brjóta niður fákeppni með því að skipta upp fyrirtækjum og hefja opinbert verðeftirlit. Sævar Guðmundsson á uf.is Fréttablaðið skýrði frá því 11. nóv- ember, að samkomulag hafi verið orðið milli borgarfulltrúa R-listans um, að Dagur B. Eggertsson yrði nýr borgarstjóri í stað Þórólfs Árna- sonar. En þá hafi forusta Framsókn- arflokksins lagst gegn því á þeim forsendum, að R-listinn ætti ekki að ala upp nýjan leiðtoga fyrir Sam- fylkinguna. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem forusta Framsóknar beitir bolabrögðum gegn R-listanum. Hún gerði það einnig þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tilkynnti, að hún ætlaði að bjóða sig fram til varasæt- is á þinglista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þá krafðist forusta Framsóknar þess, að Ingibjörg Sól- rún léti af borgarstjóraembættinu. Linnti forusta Framsóknar ekki lát- um fyrr en Ingibjörgu Sólrúnu hafði verið bolað úr embætti borg- arstjóra en hún var reiðubúin til þess að gegna borgarstjóraembætt- inu út kjörtímabilið samhliða vara- þingmennsku. Forusta Framsóknar átti síðan stóran þátt í því að fá Þórólf Árnason til starfa í stað Ingi- bjargar. Alfreð Þorsteinsson hefur fengið orð fyrir það, að vera sjálf- stæður og að láta flokksforustuna ekki beygja sig. T.d. stóð hann sig mjög vel í fjölmiðlamálinu og átti þátt í því að stöðva hið illræmda fjölmiðlafrumvarp. Kunni formað- ur Framsóknarflokksins honum litl- ar þakkir fyrir. Því veldur það undr- un, ef hann hefur nú látið forustu Framsóknar beygja sig við val á nýjum borgarstjóra. Dagur B. Egg- ertsson skýrir frá því í viðtali við Fréttablaðið, að Alfreð Þorsteinsson hafi komið að máli við sig og spurt hann hvort hann vildi taka við emb- ætti borgarstjóra. Kvaðst Dagur hafa verið upp með sér vegna þessa. Allir borgarfulltrúar voru reiðu- búnir að samþykkja Dag en þá kippti flokksforusta Framsóknar í taumana. Anna Kristinsdóttir guggnaði strax. Því verður ekki trú- að, að Alfreð hafi einnig guggnað en þó kann svo vel vera. Nokkrir brestir hafa komið í samstarf R-listans við þau átök, sem urðu við val á nýjum borgarstjóra. Framtíðin mun leiða í ljós hvort það tekst að bæta þá bresti fyrir næstu kosningar til borgarstjórnar. En það er óþolandi, að forusta Framsóknar skuli ítekað blanda sér í málefni R- listans og beita bolabrögðum. Það styrkir ekki listann. Sú yfirlýsing Vinstri grænna, að þeir gætu ekki lengur treyst Þórólfi Árnasyni sem borgarstjóra hefur einnig veikt samstarfið. Segja má, að þar með hafi þeir sett hinum flokkunum stól- inn fyrir dyrnar. Hið sama má segja um afstöðu Framsóknar til Dags B. Eggertssonar sem borgarstjóra. Eftir afskipti flokksforustu Fram- sóknar neituðu fulltrúar Framsókn- ar að styðja Dag B. Eggertsson þrátt fyrir samstöðu áður. Fram- sókn vildi heldur ekki styðja Stefán Jón Hafstein sem borgarstjóra. Steinunn Valdís, væntanlegur borgarstjóri, hefur reynst duglegur borgarfulltrúi og er öllum hnútum kunnug á sviði borgarmála eftir 10 ára starf í borgarstjórn. Hún er skelegg og gæti reynst vel sem borgarstjóri. Þegar hún hefur öðlast vissan borgarstjórasvip og örlítið meiri hógværð en hún hefur haft til þessa gæti hún orðið ágæt. ■ Framsóknarforustan og val borgarstjóra BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN BORGARSTJÓRA- SKIPTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.