Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 60
Páll Jónsson var sonur Jóns Lofts- sonar í Odda og því af mestu höfð- ingjaætt landsins. Því er það sagt að Jón var dóttursonur Magnúsar Berbeins Noregskonungs. Jón Loftsson stóð í strangri baráttu gegn ásælni kirkjuvaldsins í staðamálum og eru líklega fræg- ust ummæli hans, sem oft hefur verið vitnað til síðan: „Heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að hafa hann að engu.“ Páll var systursonur Þorláks helga og eftirmaður hans á stóli. Móðir hans var frilla höfðingjans í Odda og olli það nokkru um erjur Þor- láks við Jón. Kannski kom það fram í Páli sem seinna var orðað á ensku: „If you can’t beat them, join them“, því höfðingjar lands- ins urðu nú flestir prestar og prelátar og höfðu því bæði nytjar og völd af þeim eignum sem kirkj- an hafði lagt undir sig. Því hefur stundum verið haldið fram að eft- ir daga Páls Jónssonar og samtíð- armanna hans hafi veldi Odda- verja farið hnignandi en ekki er víst að það sé alls kostar rétt. Al- bróðir Páls var Ormur, faðir Hall- veigar, konu Snorra Sturlusonar. Páll biskup var mikill höfðingi og hélt sig ríkmannlega, sendi veiði- fálka erlendum stórmennum. Hann auðgaði kirkjuna að gripum og lét Margréti högu smíða biskupsstaf úr rostungstönn handa erkibiskupi í Noregi. Á tíð Páls Jónssonar var Klængskirkja í Skálholti en hana lét Klængur biskup Þorsteinsson byggja upp úr miðri tólftu öld. Páll bætti hana og lét gera nýja Þorlákskapellu. Klængskirkja brann 1309, þegar eldingu laust niður í stöpulinn. Ekki er vitað hvort sagan fræga um málglöðu kerlinguna sem sagði „Þagað gat ég þá með sann, þegar hún Skál- holtskirkja brann,“ er frá þeim kirkjubruna því tvær aðrar kirkj- ur hafa brunnið í Skálholti. Páll biskup var „vænn áliti, fagureygr og fasteygr, hrokkinhárr og fagr- hárr, meðalmaður á hæð ok manna kurteistastr, eins og segir í Páls sögu biskups. Í tíð Páls var helgi dýrlinganna Jóns Ögmunds- sonar og Þorláks lögleidd og Guð- mundur góði var þá biskup á Hól- um. Ein þeirra gömlu Skálholts- bóka, sem varðveist hafa, segir frá því, að sjöundi Skálholtsbisk- upinn, Páll Jónsson frá Odda, hafi látið höggva sér steinþró „ágæta hagliga, þá er hann var í lagður eftir andlát sitt.“ Getur söguritar- inn þess og, að „náliga allar höf- uðskepnur“ hafi sýnt á sér nokk- urt hryggðarmark við fráfall biskups. „Jörðin skalf öll og titr- aði, himinn og skýin grétu, svo að mikill hlutur spilltisk jarðará- vaxtarins, en himintunglin sýndu dauðatákn ber á sér“, að ævilok- um biskups. Ekki þótti sagan sennileg. En svo kom að því að menn sannfærðust um sannleiks- gildi orða hins forna sagnaritara. Áður en dómkirkjan sem nú er í Skálholti var byggð fór fram mik- il fornleifarannsókn á staðnum undir stjórn Kristjáns Eldjárn þjóðminjavarðar. Einn merkasti fundurinn var steinkista mikil og forkunnarvel gerð sem kom upp við gröft í Skálholtskirkjugarði í ágúst 1954. Þegar hún var opnuð að viðstöddu ýmsu tignarmenni 30. ágúst, hvolfdi svo úr skýjum, að varla þótti einleikið. Í kistunni voru bein biskupsins, nærri gull- in á að sjá, en furðu heil. Og húnn- inn af bagli hans, sem Margrét hin haga hafði smíðað, lá þar enn við hægra viðbein. Þá voru liðin rösk 740 ár frá andláti hans, og svo vildi raunar til að heita mátti, að liðin væru rétt 170 ár frá þeim hamförum, sem mestu ollu um hrun hins forna seturs, jarð- skjálftunum í ágúst 1784. Þá var ljóst orðið af uppgreftri og rannsóknum Harðar Ágústs- sonar og dr. Kristjáns Eldjárn að á dögum Páls biskups hafði Skál- holtskirkja verið mesta stórvirki úr timbri um Norðurlönd, staf- kirkja, um 50 m að lengd. Og naumast þurfti að ætla, að nokk- uð væri ofsagt um, hversu biskup hefði prýtt hana í hvívetna „í bríkum og krossum, skriptum, líkneskjum og lömpum og gler- gluggum og í biskupsskrúði alls kyns“. Af Pálssögu er reyndar auð- sætt, að biskupinn safnaði að sér bestu listamönnum, hagleiks- mönnum og bókriturum, sem völ var á. Eru þeir flestir nefndir með nafni, þó ekki söguritarinn, svo að séð verði. Nafn hans „er sandkorn í hafsins hyl og heimtist aldrei að landi“, eins og segir í kvæði Jóns Helgasonar prófess- ors til höfundar Hungurvöku, sem er saga fimm fyrstu bisk- upanna. En allt þykir benda til, að sá maður hafi líka ritað Pálssögu. Sjálfur var biskup talinn einhver hinn mesti lærdómsmaður og svo mikill söngmaður, „að af bar söngur hans og rödd af öðrum mönnum, þeim er þá voru honum samtíða“. (heimildir m.a.: www.skalholt.is) ■ 18 29. nóvember 2004 MÁNUDAGUR ADAM CLAYTON POWELL Einn frægasti baráttumaður fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum, Adam Clayton Powell, fæddist þennan dag 1908. Hann var demókrati og sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Harlem í New York. Hann var sviptur þingsæti en var kosinn aftur. Páll biskup Jónsson SVO VAR PÁLI LÝST: FAGUREYGR, HROKKINHÁRR OG MANNA KURTEISASTUR „Virðing manna fyrir lögum og rétti vex í réttu hlutfalli við þykkt launaumslagsins.“ - Dó í sjálfskipaðri útlegð eftir tap í prófkjöri og var ekki hrifinn af lögum og rétti hvíta mannsins. timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1947 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar skiptingu Pal- estínu og stofnun Ísraelsríkis. Deilur araba og gyðinga um Palestínu má rekja til Zíonistahreyfingarinnar sem barðist fyrir því að gyðingar endurh- eimtu hið forna föðurland sitt og stofnuðu þar eigið ríki. Innan Zíon- istahreyfingarinnar voru fleiri hug- myndir um lönd en Palestína, s.s. Úg- anda og Argentína. En strax um alda- mótin fóru gyðingar að flytjast til Pal- estínu og fengu byr í seglin með Balfouryfirlýsingu Breta, þar sem lýst var yfir stuðn- ingi við áform Zíonista um stofnun gyðingaríkis þar. Á árunum milli stríða jókst straumur gyðinga til Pal- estínu, sem var undir stjórn Breta eftir hrun Ottó- manaríkisins, og 1929 skall á borgarastríð milli araba og gyðinga. Bretar reyndu að takmarka innflutning gyðinga, senni- lega til þess að vingast við arabaríkin og sættu hryðjuverkaárásum af hendi samtaka gyðinga. Eftir valdatöku nas- ista í Þýskalandi fjölgaði gyðingum enn, þótt það væri að mati Breta ólöglegt, allt fram yfir stríð. Bandarík- jamenn lýstu yfir stuðningi við mál- stað zíonista og á endanum var mál- inu vísað til SÞ. Bretar yfirgáfu Palest- ínu þegar umboði þeirra lauk og Dav- íð Ben Gurion lýsti yfir stofnun Ísra- elsríkis. Með skiptingunni sem SÞ samþykktu fengu gyðingar meirihluta landsins þótt þeir væru færri en arabarnir. Arabaþjóðirnar hófu stríð sem lauk með því að gyðingar fengu enn stærri hluta landsins og hundruð þúsunda Palestínumanna urðu landflótta. 29. NÓVEMBER 1947 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1906 Fánasöngur Einars Bene- diktssonar, „Rís þú unga Ís- lands merki“, fluttur í fyrsta sinn við lag Sigfúsar Einars- sonar. 1930 Kommúnistaflokkur Íslands stofnaður. Hann var lagður niður 1938 við stofnun Sósíalistaflokksins. 1942 Byrjað að skammta kaffi í Bandaríkjunum, þrátt fyrir metuppskeru, m.a. vegna erfiðleika í flutningum. 1963 Johnson forseti skipar War- ren-nefndina til þess að rannsaka morðið á Kenn- edy. 1986 Dregið í fyrsta sinn í Lottó- inu. Fyrsti vinningur, 1,2 milljónir, gekk ekki út. 1986 Cary Grant, einn mesti sjar- mör kvikmyndanna á tutt- ugustu öld, deyr 82 ára gamall. Skipting Palestínu samþykkt AFMÆLI Didda Jónsdóttir skáldkona er fertug í dag. Kristján J. Gunnarsson, fyrrv. fræðslu- stjóri í Reykjavík, er 85 ára í dag. ANDLÁT Ólafía Jóhannesdóttir, Ölduslóð 46, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 25. nóv- ember. Sigmundur Stefán Björnsson, frá Kollu- gerði, Hvannavöllum 6, Akureyri, lést föstudaginn 19. nóvember. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Gunnþóra Haraldsdóttir frá Raufarhöfn, Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, verður jarðsungin frá Útskálakirkju miðvikudaginn 1. desember kl. 14. Rannveig Ísfjörð, Þorsteinn Hallsson, Kristbjörg Hallsdóttir, Sylvía Hallsdóttir, Rúnar Guðmundsson, Jóna Halla Hallsdóttir, Theodór Guðbergsson, Ólöf Hallsdóttir, Jens Sævar Guðbergsson, Lóa Hallsdótt- ir, Agnar Kolbeinsson, Ásta Hallsdóttir, Guðlaugur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Hjörleifur Gunnarsson Þúfubarði 11, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 17. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 30. nóvember kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á SÍBS. Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Björg Hjörleifsdóttir, Sumarliði Már Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Margrét Ósk Guðjónsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Sigríður R. Sigurðardóttir og barnabörn. BEIN BISKUPS Í STEINKISTUNNI Til fóta voru brunnar beinaleifar. BAGALL PÁLS Listilega skorinn úr rost- ungstönn. Fannst í kistunni. EINN MERKASTI FORNLEIFAFUNDUR TUTTUGUSTU ALDAR, STEINKISTA PÁLS JÓNSSONAR. Kistan er í rómönskum stíl, höggvin úr móbergi af Ámunda Árnasyni staðarsmið. Lokið er talið hafa sprungið í kirkjubruna 1309. Kistan er varðveitt í Skálholti. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.