Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 67
MÁNUDAGUR 29. nóvember 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Sjóarinn frá Grindavík, Kalli Bjarni, sló rækilega í gegn í fyrstu Idol-keppninni hér á landi. Heillaði hann sjónvarpsáhorfend- ur upp úr skónum með miklum krafti og innlifun í hvert skipti sem hann steig á stokk. Hér er hann kominn með sína fyrstu sólóplötu, eins og honum hafði verið lofað sem sigurvegara keppninnar. Til að allt gangi að óskum er búið að planta í kringum hann miklum fagmönnum á borð við Þorvald Bjarna Þorvaldsson (Idol-dómara), Pál Rósinkranz, Vigni Snæ Vigfússon úr Írafári og textahöfundum á borð við Stefán Hilmarsson og Friðrik Sturluson. Poppformúla sem getur ekki klikkað, eða hvað? Fyrstu þrjú lögin eru góð, þá sér í lagi Gleðitímar. Þar er á ferð- inni ekta poppslagari þar sem fín rödd Kalla Bjarna nýtur sín vel. Kalli og Páll Rósinkranz ná einnig ágætlega saman í dúettinum Eins og gengur, þó svo að Páll steli sen- unni. Til Kidda, eitt af þremur lögum sem Kalli Bjarni samdi sjálfur, á einnig góð augnablik enda mikil einlægni þar á ferð. Aðeins einu sinni er líka hið sæmi- legasta sálarlag. En þar með er öll skemmtunin upp talin. Kalli er góður söngvari en slag- ararnir eru því miður of fáir á þessari plötu. Ég saknaði dálítið taktanna sem hann sýndi í Must- ang Sally í Idol. Það lag hefði al- veg mátt fljóta með á þessari plötu sem og önnur í svipuðum dúr. Hér virkar hann stundum á villigötum, fastur í misgóðum poppformúlum. Freyr Bjarnason Vantar fleiri slagara KALLI BJARNI KALLI BJARNI NIÐURSTAÐA: Var að vonast eftir betri plötu frá Kalla Bjarna. Góð lög inn á milli en oftast virkar hann á villigötum. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Dustin Hoffman hefur viður-kennt að hann sé háður því að stunda kynlíf á almenningsstöðum. Þessi þekkti óskarsverðlaunahafi segist jafnvel hafa stundað kynlíf í plötusnúðaklefanum á skemmtistað á meðan aðrir gestir dönsuðu að- eins nokkrum metrum frá. Leikarinn fór á kynlífsflipp eftir að hann varð frægur fyrir myndina The Graduate árið 1967. „Þetta voru sælgætisárin vegna allra eiturlyfjanna, frægðar- innar og pillunnar. Ég stundaði nokkrum sinnum kynlíf með tveim- ur stelpum í einu og á almennings- svæði, meðal annars í Stúdíó 54 klúbbnum í New York,“ sagði Hoffman sem hætti algerlega að taka kókaín vegna ofnæmis. „Ég átti erfitt með andar- drátt í margar vik- ur á eft- ir.“ All Saints stjarnan Natalie App-leton tekur nú þátt í raunveru- leikaþættinum I'm a Celebrity. Henni hefur nú ver- ið líkt við karakter- inn Dobby í Harry Potter. Natalie sýndi skrítinn svip í síð- asta þætti þar sem líktist húsálfinum Dobby óneitanlega mikið. Svipurinn spratt upp þegar hún átti í rifrildi við keppandann Sophie Anderton. Natalie sneri sér að fyrirsætunni og sagði: „Hvaðan koma tilfinningarnar þínar? Ertu með hjarta? Þú hugsar bara um hvernig þú lítur út!“ Húsálfurinn Dobby sést í Harry Potter myndinni um Leyni- klefann. Leikkonan Kate Beckingsale seg-ist nú íhuga það alvarlega að hætta að leika í kvikmyndum og gerast læknir. „Að þessu ári liðnu gæti það far- ið svo að ég hætti að leika. Ég hef mikinn áhuga á að gerast læknir og er að hugsa um að fara aftur í skóla,“ sagði leikkonan og bætti við: „Þetta kvik- mynda- stjörnulíf kom mér mjög mikið á óvart og ég held að þetta sé ekki það sem ég vildi. Það koma tímar sem þér finnst heili þinn ekki vera að starfa eins mikið og þú vildir að hann væri að gera. Ég sakna þess að láta heilann starfa meira.“ Alicia Keys heldur að söngvarinnUsher sé skotinn í henni – þó hún hafi ekki áhuga á honum. Us- her og Keys hafa þekkst síðan þau voru unglingar og vöktu upp umræð- ur um ástarsam- band þegar þau tóku saman upp lagið My Boo. Keys segist hins vegar hafa verið í leynum að hitta mann síðustu fimm ár og segir enga róm- antík vera milli hennar og Ushers – þó svo að hana gruni að hann myndi vilja það. „Hann hefur greini- lega verið skotinn í mér. Maður sér það alveg!“ sagði söngkonan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.