Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 1
Hlynur Bæringsson: ▲ SÍÐA 30 Skar af sér svartan makkann ● skipulagði námskeið í eyðingu meindýra Elín G. Guðmundsdóttir: ▲ SÍÐA 12 Kippir sér lítið upp við silfurskottur ● æfa í vikutíma hjá fyrrum þjálfara chelsea Keflvíkingar á faraldsfæti: ▲ SÍÐA 23 Fóru til Suður- Kóreu í morgun MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÞRIÐJUDAGUR KYNLEGT VALD Þorgerður Einarsdóttir félagsfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Valdinu kippir í kynið“ á hádegis- fundi Sagnfræðingafélagsins í Norræna húsinu í dag klukkan 12.05. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 30. nóvember 2004 – 328. tölublað – 4. árgangur STARFSLEYFIS- UMSÓKN VÍSAÐ FRÁ Mjöll-Frigg lagði ekki fram til- skilin gögn með starfsleyfisumsókn í Kópavogi og var henni því vísað frá á fundi heilbrigðis- nefndar bæjarins í gær. Fyrirtækið var áður með starfsemi við Fossháls í Reykjavík. Sjá síðu 2 RÍKISVALDIÐ Í SKULD VIÐ SVEIT- ARFÉLÖG Formaður Samfylkingarinnar telur að ríkið skuldi sveitarfélögunum fé vegna rangrar tekjuskiptingar. Félagsmála- ráðherra sagði að ríkið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Sjá síðu 4 BYGGJA ÞYRFTI NÝJA FLUGSTÖÐ Byggja þyrfti nýja flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli ef nýta ætti völlinn undir innanlandsflug. Skipulagsáætlanir vallarins gera ráð fyrir slíkri byggingu, sem jafnvel gæti tengst járnbraut ef af yrði. Sjá síðu 6 VILJI TIL AÐ LEGGJA NIÐUR TVÖ FANGELSI Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Þá er talið brýnt að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði sem taki við vistun gæsluvarð- haldsfanga. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Sigurlaug Hauksdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Alnæmi eykst mest meðal kvenna ● heilsa BJART SUNNAN OG VESTAN ÉL á Norður- og Austurlandi. Nokkur vindur víða í fyrstu en lægir síðdegis. Frost fyrir norðan en hiti 0-4 stig syðra. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 18-49 ára Me›allestur dagblaða Allt landið Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 69% 43% MorgunblaðiðFréttablaðið Kísiliðjunni lokað: Þrjátíu án atvinnu ATVINNUMÁL 46 starfsmenn Kísiliðj- unnar í Mývatnssveit missa vinn- una við verksmiðjuna í dag þegar skellt verður í lás í síðasta sinn. Í gær var öll vinnsla stöðvuð og síð- ustu kísilgúrsekkirnir fluttir til Húsavíkur þaðan sem þeir verða fluttir út í heim. Þrjátíu standa uppi atvinnulausir í Mývatnssveit en sextán úr hópnum hafa þegar fengið vinnu. Um tíundi hluti íbúa sveitarfélagsins unnu í verksmiðj- unni. Tíundi hluti íbúa Reykjavík- ur er um ellefu þúsund manns. Sjálf verður verksmiðjan klippt niður og pressuð í brotajárn en hugsanlegt er að skrifstofubygg- ing og vöruskemma verði nýtt, þegar og ef þörf skapast. Kísiliðjan hóf starfsemi árið 1966 og hefur verið miðpuntkur atvinnu- og mannlífs í Mývatns- sveit. Umræður um mögulega kísilduftverksmiðju í sveitinni hefur legið niðri að undanförnu þar sem ekki hefur tekist að afla henni hlutafjár. - bþs ● fargaði lubbanum eftir leik gegn Dönum d Einkahlutafélög: Hátt hlutfall í Grímsey SVEITARSTJÓRNARMÁL Einkahlutafé- lögum hefur fjölgað verulega á undanförnum fjórum árum, eða úr tæplega 14 þúsund í tæplega 21 þúsund. Víða hefur þessi þróun merkjanleg áhrif á útsvarstekjur sveitarfélaganna. Ef miðað er við íbúafjölda eru einkahlutafélögin hlutfallslega flest í Grímsey. Þegar miðað er við 93 íbúa hefur sveitarfélagið fimm og hálfan íbúa fyrir hvert einkahlutafélag. Flest eru einkahlutafélögin í Reykjavík, tæplega 9.500, og þar hefur þeim einnig fjölgað mest á undanförnum fjórum árum, um tæplega 3.000. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga en þar eru teknar saman upplýs- ingar um þróun einkahlutafélaga frá Hagstofu Íslands. - ss ÞRÓUNARSJÓÐUR Stjórnvöld hvetja íslensk fyrirtæki til samstarfs við fyrirtæki í nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins með það fyr- ir augum að fá eitthvað af því fé sem Ísland og önnur EFTA-ríki greiða í þróunarsjóð evrópska efnahagssvæðisins. Sjóðurinn er hugsaður til uppbyggingar- og þróunarstarfs í nýju aðildarríkj- unum auk Spánar, Portúgals og Grikklands og því er aðeins veitt fé úr honum til verkefna í þeim ríkjum. Taki íslensk fyrirtæki hins vegar þátt í styrkhæfum verkefnum getur hluti fjárins runnið aftur til Íslands. Íslendingar greiða 500 milljón- ir króna í sjóðinn árlega fyrstu fimm árin eftir stækkun Evrópu- sambandsins til austurs, fimmfalt hærri fjárhæð en áður var. Sú greiðsla er niðurstaða samninga í aðdraganda stækkunarinnar til austurs. Evrópusambandið krafð- ist í fyrstu mun hærri fjárhæðar en íslensk stjórnvöld vildu greiða mun minna og helst að greiðslurn- ar féllu niður. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir að meðal þess sem menn hugsa sér að íslensk fyrir- tæki geti tekið þátt í séu verkefni sem tengjast umhverfismálum og umhverfisvænni orku. „Eitt af því sem við höfum litið á sem mögu- leika er aðstoð við að nota jarð- hita. Það er ákveðið verkefni í gangi í Ungverjalandi sem íslensk fyrirtæki hafa komið að, það er eitt dæmi sem hefur sterklega komið til greina. Þróunarsjóður EES og sérstak- ur sjóður sem Norðmenn settu upp greiða samanlagt rúma 20 milljarða í styrki til þróunarverk- efna í nýju aðildarríkjunum ár- lega. Því er eftir miklu að slægj- ast og hafa hvort tveggja norsk og íslensk stjórnvöld hvatt fyrirtæki í sínum löndum til að leita eftir samstarfi á þeim sviðum sem styrkirnir taka til. - bþs Á SLYSADEILDINNI Gísli Ófeigsson, 6 ára, var svo óheppinn að úlnliðsbrotna í gær, en á myndinni býr Ása Blöndal hjúkrunarfræðingur um brotið. Gísli var fyrsti sjúklingur Kristínar Sigurðardóttur, vakthafandi læknis á slysadeild, í gær sem ekki hafði dottið í hálku, en hann datt í skólanum. „Hann var undantekningin sem sannaði regluna,“ sagði Kristín. Vilja hlutdeild í þróunarsjóði Íslensk fyrirtæki eru hvött til samstarfs við fyrirtæki í nýjum aðildarríkj- um Evrópusambandsins. Með því móti eiga þau möguleika á að ná til sín hluta þess fjár sem Ísland greiðir í þróunarsjóð sambandsins. Bakaríin okkar verða í hátíðarskapi alla daga fram að jólum um land allt HEILBRIGÐISMÁL Biðraðir mynduð- ust um tíma á slysadeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss í Reykjavík í gærmorgun vegna hálkuslysa. Að sögn Kristínar Sigurðar- dóttur, vakthafandi læknis, var það að megninu til fólk „á besta aldri“ á leið til vinnu og í skóla sem áttaði sig ekki á því hversu launhált var. Kristín sagði fólk gjarnan hafa lýst því á þann veg að það „hafi bara flogið“ ýmist aftur á bak eða áfram vegna hálkunnar. Fyrir hádegi höfðu hátt í 50 manns leitað á slysadeildina, um 90 prósent þeirra eftir að hafa fallið í hálku. Þá voru í hópnum einhverjir sem ekki voru orðnir góðir eftir að hafa fallið í hálku á laugardaginn. „Bæði er það að fólk hefur lent á baki eða hnakka, eða þá dottið fram fyrir sig og skaddast á úlnlið, olnboga eða öxlum,“ sagði Kristin. Fólk hélt áfram að streyma á slysadeildina yfir daginn og seinnipart dags höfðu nokkrir komið sem brotn- að höfðu illa. „Við fengum meira af skólabörnum og svo bættust við nokkur ljót brot sem eiga eft- ir að skipta fólk máli,“ sagði hún. Á Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að hætt geti verið við hálku áfram, en vegna þess að úrkomulaust hafi verið er ekki víst að hún verði jafn- skæð og í gær. - óká Fljúgandi hálka í borginni: Biðraðir mynduðust á slysadeild FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.