Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 2
2 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Jose Maria Aznar vitnar fyrir þingnefnd: Segir aðra hafa logið SPÁNN, AFP „Það voru aðrir en við sem lugu,“ sagði Jose Maria Aznar, fyrrum forsætisráðherra Spánar, þegar hann bar vitni frammi fyrir þingnefnd sem rannsakar hryðjuverkaárásirnar í Madríd í mars, þegar sprengja sprakk í lestarstöð í Madríd. Aznar þvertók fyrir að stjórn sín hefði sagt ósátt þegar hún sakaði ETA, hryðjuverkahreyf- ingu Baska, um að bera ábyrgð á árásunum strax í aðdraganda þeirra. „Við sögðum sannleikann eins og hann blasti við okkur,“ sagði Aznar. Rannsókn leiddi í ljós að ís- lamskir hryðjuverkamenn sem tengjast al-Kaída stóðu að árás- inni. Afstaða spænsku stjórnar- innar, þegar fram komu vísbend- ingar um aðild al-Kaída, ollu mikilli reiði á Spáni og missti stjórnin óvænt meirihluta sinn í þingkosningum rétt eftir árás- irnar. Aznar sakaði Sósíalistaflokk- inn, sem vann sigur í kosningun- um, og fjölmiðla þeim hlið- hollum um að hafa farið offari eftir árásirnar og fram að kosn- ingum. Hann sagði stjórn sína hafa sætt ólýðræðislegum og ósönnum ásökunum sem hefði reynst henni dýrkeypt í kosning- unum. ■ Vísuðu starfs- leyfisumsókn frá Mjöll-Frigg lagði ekki fram tilskilin gögn með starfsleyfisumsókn í Kópavogi og var henni því vísað frá á fundi heilbrigðisnefndar bæjarins í gær. Fyrirtækið var áður með starfsemi við Fossháls í Reykjavík. IÐNAÐUR Umsókn Mjallar-Friggjar um starfsleyfi við Vesturvör 30c á Kársnesi í Kópavogi var vísað frá á fundi heilbrigðisnefndar bæjar- ins í gær vegna þess að gögn skorti frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var áður með klórvinnslu og klór- gasframleiðslu að Fosshálsi í Reykjavík, en flutti starfsemina í kjölfar eigendaskipta í byrjun sumars. Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis, segir að starfsemi hefði ekki átt að hefjast í Kópavogi fyrr en búið var að ganga frá bæði forms- og öryggisatriðum henni tengdri, en vitað er að fyrirtækið flutti með sér þrýstihylki með klórgasi og hóf vinnslu. Hann taldi þó ekki að slíkar brotalamir ættu eftir að hafa eftirmál. „Við höfum enga ástæðu til að fara með mál fyrir dómstóla, nema þá að það sé eitthvað sem heldur áfram.“ Guðmundur áréttar þó að fyr- irtækið geti lagt inn starfsleyfis- umsókn á ný þegar viðeigandi gagna hefur verið aflað, en ekki lágu fyrir byggingarnefndar- teikningar sem þyrftu uppáskrift slökkviliðs. Þá segir hann einnig hægt að sækja um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðherra. Flutningur fyrirtækisins hefur vakið nokkrar deilur í bæjarfélag- inu og jafnvel talið að ekki sé meirihluti fyrir því innan bæjar- stjórnarinnar að veita Mjöll-Frigg starfsleyfi. Fulltrúar Samfylking- ar og Framsóknarflokks í bæjar- stjórn höfðu lýst andstöðu sinni við málið og að minnsta kosti einn fulltrúi Sjálfstæðisflokks, að því er heimildir blaðsins herma. Þá liggur fyrir umsögn skipulags- nefndar bæjarins frá því í októ- berbyrjun þar sem segir að nefnd- in leggist alfarið gegn klórgas- framleiðslu á svæðinu. Í umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna starfsleyfisumsóknarinnar kemur fram að áhrifasvæði um- hverfisslyss vegna þrýstigas- hylkjanna utan um klórgasið sé nokkuð stórt, eða tæpir 3 kíló- metrar undan vindi, en á móti kemur að mjög litlar líkur eru taldar á óhappi. Hinrik Morthens, eigandi eign- arhaldsfélags Filtertækni og Mjallar-Friggjar við Vesturvör, kaus að svara ekki spurningum blaðsins. olikr@frettabladid.is ■ ASÍA KLERKUR FYRIRSKIPAÐI MORÐ Indverskur klerkur, sem notið hef- ur mikillar hylli milljóna hindúa, hefur viðurkennt að hafa ráðið þrjá leigumorðingja til að myrða embættismann í musteri sínu. Hann sagði manninn hafa kvalið sig og því hefði þurft að losna við hann með öllum tiltækum ráðum. SAUTJÁN SLÖSUÐUST Sautján slös- uðust þegar öflugur jarðskjálfti gekk yfir eyjuna Hokkaido, í norð- urhluta Japans. 1.600 heimili urðu rafmagnslaus og hættuástandi var lýst yfir vegna ótta við að flóð- bylgjur gengju á land. Íbúar óttast þó að þetta sé aðeins forsmekkur- inn að stærri skjálfta. „Svarið er einfalt: Nei.“ Hjálmar Árnason alþingismaður vakti athygli fyrir þau orð að endurskoða ætti stuðning stjórnvalda við Íraksstríðið, en Davíð Oddsson sagði umræðuna komna frá afturhaldskommatittum í Samfylkingunni. SPURNING DAGSINS Hjálmar, ert þú líka afturhalds- kommatittur? Mannréttindi: Skorað á Alþingi STJÓRNMÁL Raoul Wallenberg mannréttindastofnunin í Svíþjóð hefur lýst yfir áhyggjum yfir til- lögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að hætta fjárveiting- um til Mannréttindaskrifstofu Ís- lands. Hefur hún þess vegna sent Alþingi áskorun þar sem þing- menn eru hvattir til að endur- skoða tillöguna. Telur stofnunin að það myndi draga úr sjálfstæði stofnunarinn- ar ef henni verður gert að sækja um styrki til utanríkisráðuneytis- ins og dómsmálaráðuneytisins eins og gert er ráð fyrir í tillögu fjárlaganefndar í stað þess að fá föst framlög á fjárlögum eins og verið hefur undanfarin ár. Í áskoruninni segir einnig að það myndi vekja efasemdir um vilja íslenskra stjórnvalda til að tryggja eftirlit með mannréttind- um í landinu, ef fjárveitingum til Mannréttinda-skrifstofu verði hætt. Skrifstofan hefur meðal annars sent frá sér skýrslur um stöðu mannréttinda hér á landi. ■ Iyad Allawi: Minna um hryðjuverk ÍRAK, AFP Dregið hefur úr ofbeld- isverkum í Írak eftir árás banda- rískra og íraskra hersveita á Falluja, sagði Iyad Allawi, for- sætisráðherra Íraks. „Umfang glæpsamlegra aðgerða hefur minnkað og heldur áfram að minnka eftir aðgerðirnar í Fallu- ja,“ sagði Allawi í sjónvarpsút- sendingu þar sem hann svaraði spurningum áhorfenda. „Við höldum áfram að hreinsa út hryðjuverkaöflin í Falluja og undirbúum það að íbúarnir geti snúið aftur til borgarinnar,“ sagði hann. ■ ÞÓRIR MARINÓ SIGURÐSSON OG ÞÓRJÓN PÉTURSSON Írak: Íslendingar við störf FRIÐARGÆSLA Fyrir mánuði síðan héldu Þórjón Pétursson og Þórir Marinó Sigurðsson til Íraks til að sinna friðargæslustörfum á vegum bresks fyrirtækis. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Báðir hafa starfað sem lögreglu- menn. Utanríkisráðuneytið hefur engar upplýsingar um veru mann- anna í Írak. Mennirnir tveir komust í fréttir í fyrra, þegar þeir voru ákærður fyrir ólöglega handtöku, ranga skýrslugerð og brot í opinberu starfi. Þeir voru fundnir sekir í Héraðsdómi. Hæstiréttur sýknaði Þóri í vor, en dæmdi Þórjón í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. ■ MANNRÁN Rætt hefur verið við á annan tug manna sem lýsing níu ára stúlku, sem rænt var í Kópa- vogi á miðvikudaginn í síðustu viku, getur átt við. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir á þriðja tug ábendinga hafa borist lögregl- unni en engin þeirra hafi leitt til handtöku. Maðurinn rændi stúlkunni og skildi hana eftir á Mosfellsheiði í slyddu, roki og myrkri. Ekki er talið að hann hafi beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi. Allar ábendingar sem lögreglu hafa borist eru vegna manna sem lýs- ingin á við. Ekki hefur enn borist ábending frá neinum sem telur sig hafa séð stúlkuna fara upp í bíl með manninum. Stúlkan segir manninn hafa verið krúnurakað- an, með gleraugu með svartri umgjörð og með skeggtopp neð- an við neðri vör. Bíllinn sem maðurinn ók er rauður með skotti, hugsanlega í líkingu við Lexus. ■ Ábendingar berast vegna mannránsins í Kópavogi: Lýsingin á við marga menn FRÁ ÁLHÓLSVEGI Bíllinn sem maðurinn ók er rauður með skotti, hugsanlega í líkingu við Lexus. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /F R EY R AZNAR MÆTIR Á FUND ÞINGNEFNDARINNAR Jose Maria Aznar sagði ósanngjarnt að áfellast stjórn sína fyrir að telja ETA hafa staðið fyrir árásunum þar sem aðrir flokkar hefðu gert það líka. VIÐ VESTURVÖR Í KÓPAVOGI Starfsemi Mjallar-Friggjar hefur verið flutt frá Fosshálsi í Reykjavík að Vesturvör 30c á Kárs- nesi í Kópavogi. Starfsleyfisumsókn fyrirtækisins hefur verið í meðförum bæjaryfirvalda í Kópavogi síðan í júní í sumar, en var vísað frá á fundi heilbrigðisnefndar í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.