Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 11
11ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2004 Subaru fjórhjóladrif – einfaldlega fla› besta. Grí›arleg flróun hefur átt sér sta› hjá Subaru vi› hönnun og framlei›slu fjórhjóladrifsins. Subaru fjórhjóladrifi› er fla› besta sem völ er á í fólksbílum og gerir Subaru bíla örugga og framúrskarandi til aksturs vi› allar a›stæ›ur. Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 F í t o n / S Í A F I 0 1 1 0 8 4 DESEMBERUPPBÓT Desember er tími gjafa og nú fæst Subaru á sérstöku gjafver›i, sannkalla›ri desemberuppbót. Um takmarka› magn er a› ræ›a og flví um a› gera a› drífa sig. Subarukaupendum í desember ver›ur sí›an fagna› sérstaklega me› glæsilegum kaupauka. Kynntu flér Subaru og bú›u flig undir langt og traust samband. ...og vi› hjá Glitni erum komin í jólaskap! Nú bjó›um vi› öllum sem taka bílalán e›a bílasamning hjá Ingvari Helgasyni: 50% afslátt af lántökugjaldi til áramóta. – stórlækka› ver› á Subaru í desember Ver›dæmi Ver›skrá Legacy station sjálfskiptur 2.790.000 kr. Jólaver› 2.590.000 kr. Aukabúna›ur á mynd, álfelgur Ver›dæmi Ver›skrá Forester beinskiptur 2.595.000 kr. Jólaver› 2.400.000 kr. Forester sjálfskiptur 2.750.000 kr. Jólaver› 2.530.000 kr. KAUPAUKI Vetrardekk me› umfelgun fylgja öllum Subaru í desember 2004. Ver›dæmi Ver›skrá Legacy sedan sjálfskiptur 2.710.000 kr. Jólaver› 2.440.000 kr. SÖFNUN Um hundrað þúsund krón- ur hafa safnast handa fjölskyldu Feribu, litlu stúlkunnar sem lést í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl, þeirri hinni sömu og þrír íslenskir friðargæslumenn slösuðust í. Það var Kristinn Ásgrímsson, starfsmaður hjá Flugþjónustunni í Keflavík, sem ákvað að efna til samskota handa fjölskyldu litlu stúlkunnar sem verið hafði fyrir- vinna hennar. Upphaflega var söfnunin bundin við meðlimi Fíla- delfíusafnaðarins í Keflavík og fór hún fram á söngsamkomu síð- astliðið fimmtudagskvöld. Krist- inn sagði að þar hefðu safnast 40 þúsund, en síðan hefði komið í ljós að fleiri hefðu viljað leggja fólk- inu úti í Kabúl lið. Þannig hefðu safnast 60 þúsund til viðbótar. Þess mætti geta að opnaður hefði verið reikningur í Sparisjóðnum í Keflavík: 1109 - 26 - 3477. Kristinn kvaðst þegar vera kominn í samband við Rauða krossinn til að koma peningunum til fjölskyldunnar. „Mér hefði þótt skemmtilegast að sonur minn, Ómar, sem starfar hjá friðargæslunni þarna úti, hefði getað afhent þetta,“ sagði Kristinn. „En hann kemur bráð- lega heim, þannig að ég veit ekki hvort það tekst með þeim hætti.“ - jss Seðlar hurfu: Þjófurinn var mús AUSTURRÍKI, AP Verslunareigandi í Villach í Austurríki botnaði hvorki upp né niður í því þegar seðlar fóru að hverfa úr búðar- kassanum hans. Hann brá því á það ráð að beina öryggismyndavél að búðarkassanum og komst þá að raun um hver þjófurinn var, nefnilega mús sem hafði komið sér fyrir í búðinni. Músin hnuplaði seðlunum úr búðarkassanum og notaði þá til að útbúa sér hreiður. Sú hreiður- gerð kostaði búðareigandann um það bil tíu þúsund krónur áður en upp komst. ■ STUÐNINGSMENN HAMAS. Hamas-samtökin: Hætta árás- um á Ísraela VESTURBAKKINN, AP Hamas-samtök- in hafa hætt árásum á Ísraela fram yfir forsetakosningar Pal- estínumanna 9. janúar. Þetta sagði Sheik Hassan Yousef, leiðtogi Hamas á Vesturbakkanum. Hann sagði samtökin jafnframt reiðu- búin að íhuga formlegt vopnahlé við Ísraela. „Við núverandi aðstæður hafa margar stjórnmálahreyfingar og herská samtök hætt árásum sín- um. Þau bíða þess að sjá hvernig nýja tímabilið verður,“ sagði Yousef. Hann setti þau skilyrði fyrir vopnahléi við Ísraela að þeir síðarnefndu slepptu palestínskum föngum úr haldi, hyrfu á brott frá hernumdu svæðunum og hættu árásum á vígamenn. ■ Deilur í Kongó: Óttast átök KONGÓ, AP Nokkur þúsund rúand- ískra hermanna hafa farið yfir landamærin inn í Kongó undan- farna daga að sögn vestræns sendimanns í Kinshasa, höfuð- borg Kongó. Mikil spenna hefur ríkt í samskiptum stjórnvalda í Rúanda og Kongó undanfarið, Rú- anda sendi her til þátttöku í borg- arastríðinu í Kongó fyrir nokkr- um árum og óttast Kongóstjórn að Rúanda láti aftur til sín taka. Þrátt fyrir orð vestræna sendi- mannsins hefur vera rúandískra hermanna í Kongó ekki fengist staðfest. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í austurhluta Kongó sagði að þeirra hefði ekki orðið vart. ■ ■ AFRÍKA ELDING BANAR SJÖ Sjö manns létust þegar eldingu laust niður í kofa í Mombheni-friðlandinu í Suður-Afríku síðla á sunnudag. Mikið óveður gekk yfir friðlandið um helgina og laust eldingum víða niður. Fyrr á árinu létust tveir af völdum eldinga í Jóhann- esarborg. HJÁLPARSTARFSMENN REKNIR Súdönsk stjórnvöld hafa rekið tvo breska hjálparstarfsmenn frá Darfur. Hjálparstarfsmönnunum tveimur var gefið að sök að hafa brotið lög sem banna afskipti út- lendinga af stjórnmálum, þjóð- ernis- og trúmálum. Fjársöfnun fyrir fjölskyldu Feribu: Um 100 þúsund söfnuðust FRAMLÖG Um 100 þúsund krónur hafa safnast handa fjölskyldu Feribu. Reikningur hefur verið opnaður til styrktar henni. Eiturlyfjaklíka í Ríó: Hóf skothríð á óvopnaða RIO DE JANEIRO, AP Einn dó og 40 særðust þegar félagar í eiturlyfja- klíku hófu skothríð á hóp fólks í fá- tækrahverfi í Rio de Janeiro. Vígamennirnir reiddust þegar fólkið gerði ekki hlé á skemmtun eftir að foringi klíkunnar hafði verið felldur í skotbardaga við lög- regluna. Algengt er að til óeirða komi þegar eiturlyfjabarónar eru vegnir í Brasilíu en yfirleitt gerist það ekki í fátækrahverfunum. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið í skotbardögum milli eiturlyfjagengja og lögreglu í fátækrahverfum Rio de Janeiro undanfarna daga. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.