Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 19
Latibær hlaut í gær viðurkenn- ingu Náttúrulækningafélags Reykjavíkur fyrir árið 2004 vegna forvarnastarfs hans í þágu barna. Björg Stefánsdóttir hjá Náttúru- lækningafélaginu segir hann sér- staklega vel að heiðrinum kominn enda brýni hann fyrir börnum að hugsa vel um heilsu sína, borða hollan mat og hreyfa sig. „Hann kennir líka börnum hvað jákvæð mannleg samskipti eru mikilvæg í lífinu og beinir til þeirra á skýran og uppbyggilegan hátt að þau þurfa að bera ábyrgð á eigin heilsu,“ segir hún og er ekki í vafa um að á þennan hátt hjálpi Lati- bær mörgum foreldrum við upp- eldi barna sinna.“ Það er stefna Náttúrulækn- ingafélagsins að styðja þá sem hvetja unga sem aldna til betra lífs. Það hefur á síðari árum heiðrað ýmsa fyrir störf sín með þessum hætti og má þar nefna Ástu Erlingsdóttur grasalækni og Brauðhúsið í Grímsbæ sem fram- leiðir sérstök hollustubrauð. ■ Sölvi Fannar Viðarsson Framkvæmda- stjóri Heilsu- ráðgjafar. Hann hefur starfað við einkaþjálfun og heilsuráðgjöf um árabil. 3ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2004 FRÍ HEIMSENDING Nánari uppl‡singar á somi.is Bætiefni á betra verði! Gerið verðsamanburð! Glucosamine byggir upp brjósk í liðum Það er því mikilvæg hjálp til að viðhalda heilbrigðum liðum. Þú finnur ekki sterkara Glucosamine hérlendis, 1500mg í einni töflu. Nánari upplýsingar á: www.heilsa.is og í bókinni "Glucosamine, Nature´s Arthritis Remedy" (Longevity Res. Ctr. CA) A ð ein s 1 á d ag ! FJÖLVÍTAMÍN MEÐ GINSENG FÆST Í APÓTEKUM, HAGKAUP, NETTÓ, SAMKAUP, SPARKAUP, NÓATÚNI, ÚRVALI OG STRAX. Aukin líkamleg orka og andleg vellíðan Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið alla daga kl. Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa Tek á móti dekurhópum. Heitur pottur, gufa og fleira. Ath. fleiri tilboð. Kínversk heilsulind • Skeifan 3j • 553 8282 GJAFABRÉF Í gegnum árþúsundir hafa kínverjar þróað fullkomnar aðferðir til eflingar líkama og heilsu. Heilsurækt Sérhæfð heilsumeðferð Dekur fyrir karla og konur Tilboð á gjafavöru frá kína SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » Latibær heiðraður Kennir börnum að bera ábyrgð á eigin heilsu. Magnús Scheving og Ragnheiður Pétursdóttir Melsted tóku við viðurkenningunni frá Náttúrulækningafélaginu fyrir hönd Latabæjar. SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Síðuspik II Hvað er til ráða? Í síðustu viku fór ég aðeins yfir það að við fitnum á mismunandi stöðum þó svo að við eigum flest sameigin- legt að fá hin yndislegu ástarhand- föng. Nú þarft þú, kæri lesandi, að gera upp hug þinn hvort þú ætlar bara að lesa þessa grein og láta þar við sitja eða hvort þú hefur nægilega mikinn áhuga til þess að rífa þig upp á rassinum og gera eitthvað! Þú spyrð kannski hvað þú getir gert, kannski hefur þú margoft reynt? Það er sama hvað þú tekur þér fyrir hend- ur, það er fátt sem er ómögulegt! Hér fyrir neðan er að finna ráð sem sýna algengustu aðferðir til að breyta lífs- stíl – og kosti og galla þeirra. Ef þér er alvara með að minnka síðuspikið þá skaltu sýna að þér sé alvara! Aðferð: Minnka fæðuneyslu. Kostir: Hratt þyngdartap. Gallar: Stór hluti þyngdartapsins er vöðvamassi, líkaminn nærist á vöðv- unum fyrst, svo fitunni. Þá fitnar þú frekar þegar þú byrjar að borða venjulega aftur. Aðferð: Auka hreyfingu. Kostir: Líkaminn breytist og breytir ýmsu í leiðinni. Léttist og styrkist jafnt og þétt. Ef þú býrð yfir þolin- mæði hentar þetta mjög vel. Gallar: Ef þú hefur verið áður á megrunarkúrum sem miða við að léttast um 1 kg eða meira á viku finnst þér þetta jafnvel ekki virka og líklegra er að þú hættir. Aðferð: Minnka mataræði og auka hreyfingu. Kostir: Þú léttist hraðar ef þú stefnir að því öllu jöfnu. Þú finnur fyrr mun á þér og líklegra er að þú haldir áfram að þjálfa. Gallar: Ef þú þekkir líkama þinn ekki þeim mun betur er hugsanlegt að þú ofgerir þér þar sem þú hefur minnkað hitaeininganeysluna hjá þér og gætir því fundið fyrir orku- leysi. Aðferð: Auka hreyfingu, borða fleiri (5-6) smærri máltíðir yfir daginn. Kostir: Þú léttist hratt, styrkist hratt og finnur mun á þér á skömmum tíma. Besta aðferðin af öllum til að ná árangri! Gallar: Það þarf tíma og áhuga. Ef þú hefur ranghugmyndir um þjálfun og áhrif hennar á líkamann finnst þér ekkert virka nógu hratt. Allt tekur sinn tíma. Þegar þú hefur ákveðið hvaða að- ferð þú vilt nota, ég mæli eindregið með þeirri síðastnefndu, er nauð- synlegt að setja sér markmið. Það gerum við í næsta hollráði og þá munum við einnig fara yfir hvaða ár- angri hægt er að búast við að ná. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.