Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 30
22 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Stefnan er sú að hitta mjög þekktan sænskan markvarðaþjálfara úti í Svíþjóð er við hefjum undirbúninginn fyrir HM í Túnis 3. janúar. Það liggur ekki alveg fyrir enn þá hver það er en hann er þekktur.“ Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, átti ein bestu ummæli ársins í gær. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 27 28 29 30 1 2 3 Þriðjudagur NÓVEMBER Jerry Buss, eigandi Los AngelesLakers í NBA-deildinni, vill sættast við Shaquille O’Neal sem var skipt frá liðinu til Mi- ami Heat í sum- ar. „Ég stefni á að bjóða honum í mat,“ sagði Buss. „Miðað við staðhæfingar O’Neals upp á síðkastið þá er hann ekki í neitt sérlega góðu skapi og þar sem hann er töluvert stærri en ég þá er kannski ágætt að bíða um stund með að hitta hann.“ Lakers fær Heat í heimsókn 25. desember næstkom- andi og má búast við að andrúms- loftið verði lævi blandið. El Hadji Diouf, leikmaður Bolton,hefur verið kærður af enska knatt- spyrnusambandinu fyrir óíþróttalega framkomu í leik gegn Portsmouth. Diouf hrækti á Arjan de Zeeuw, v a r n a r m a n n Portsmouth, og for- ráðamenn Bolton fundu sig tilknúna að sekta leikmann- inn um tveggja vikna laun. Diouf, sem fer á fund knat tspyrnusam- bandsins í dag, hefur þegar beðist velvirðingar á hegðun sinni. Það dró til tíðinda í arabísku meist-aradeildinni um helgina þegar Al-Ahly afboðaði þátttöku sína í keppninni. Unnendur arabíska fót- boltans þurfa þó ekki að örvænta því stórliðið Etoile Du Sahel hefur lýst yfir áhuga á því að taka sæti Al-Ahly í meistaradeildinni. Egypska knatt- spyrnusambandið mun funda um málið snemma í næstu viku og bíða íslenskir unnendur Etoile Du Sahel væntanlega spenntir eftir niðurstöðu fundarins. Brasilíski snillingurinn Ronaldin-ho, sem leikur með Barcelona og Andriy Shevchenko, leikmaður AC Milan, hafa, ásamt Thierry Henry hjá Arsenal, verið tilnefndir sem bestu l e i k m e n n heims 2004. Þetta var til- kynnt á blaðamanna- fundi hjá A l þ j ó ð a knattspyrnu- sambandinu í gær. Til- kynnt verður um sigur- vegarann 20. d e s e m b e r n æ s t k o m - andi en eng- inn þeirra hefur unnið titilinn áður. Thierry Henry var tilnefndur í fyrra ásamt Real Madrid- leikmönnunum Zinedine Zidane og Ronaldo en þá var Zidane valinn leikmaður ársins. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM ■ ■ LEIKIR  19.15 KA og Haukar mætast í KA- heimilinu í norðurriðli 1. deildar karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.30 Olíssport á Sýn.  18.45 X-Games (Ofurhugaleikar) á Sýn.  19.35 Enski deildarbikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Fulham og Chelsea í enska deildarbikarnum í fótbolta.  21.35 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um meistaradeildina í fótbolta.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Enski deildarbikarinn á Sýn. Útsending frá leik Fulham og Chelsea í enska deildarbikarnum í fótbolta. Læti í spænska boltanum: Dauði yfir Karpin FÓTBOLTI Dauði yfir Karpin! Dauði yfir Karpin! Þessi hróp mátti heyra hjá stuðningsmönnum Deportivo um helgina þegar liðið mætti Real Sociedad í spænsku deildinni. Leiknum lyktaði með jafntefli og við lok leiksins þegar skipta átti Karpin út sýndi dómari leiksins Karpin rauða spjaldið þar sem hann gaf sér tíma til að klappa fyrir áhorfendum á leikn- um. Var Karpin ósáttur enda vildi hann meina að klappið hefði verið vegna þess að þetta væri í síðasta sinn sem hann spilaði í Coruna en minnstu munaði að hann endaði ferilinn einmitt með liði Depor. Sagði hann að með spjaldinu hefði dómarinn ýtt undir fordóma og múgæsing en sökum þess að Karpin lék lengi með Celta Vigo, erkifjendum Depor, fékk hann al- deilis gusurnar frá áhorfendum í hvert sinn sem hann kom nálægt boltanum. ■ RÚSSINN LITRÍKI Yfirstandandi tímabil er hans síðasta í boltanum og verður eftir- sjá að þessum leikmanni sem hefur alla tíð látið allt flakka sem honum hefur fund- ist miður. FÓTBOLTI Keflvíkingarnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveins- son héldu í morgun af stað áleiðis til Suður-Kóreu þar sem þeir verða til reynslu hjá kóreska lið- inu Busan I´cons í vikutíma. Þeir fljúga fyrst til London, svo til Seoul og að lokum til Busan en ferðalag þeirra félaga tekur tæp- an sólarhring. „Þetta leggst bara þrælvel í mig. Þetta er mjög spennandi dæmi og svo sannarlega ekki þess virði að sleppa því,“ sagði Þórar- inn í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var í óðaönn að pakka ofan í tösku fyrir ferðina. Busan I´cons er frekar stórt félag í Suður-Kóreu en þjálfari liðsins er Ian Porterfield sem hef- ur meðal annars þjálfað Chelsea og Aberdeen en hann tók við skoska liðinu er Alex Ferguson fór til Man. Utd. Þeir leika síðan á glæsilegum velli sem notaður var í heimsmeistarakeppninni 2002 og því ekki hægt að kvarta yfir að- stæðum. Porterfield fékk spólu af þeim félögum frá Gunnlaugi Tómassyni umboðsmanni og leist nógu vel á til þess að bjóða þeim út til æfinga. „Ég veit voða lítið hvað býður okkar þarna úti,“ sagði Þórarinn. „Ég hef verið að reyna að kynna mér þetta á netinu, skoða heima- síðu félagsins og svona en er ekk- ert rosalega miklu nær. Annars skilst mér að fótboltinn sem er spilaður þarna sé svipaður og spil- aður er í Hollandi og Belgíu. Gæð- in eru því alveg þokkaleg en þess utan veit ég ákaflega lítið um þetta lið og boltann þarna.“ Kunnugir menn segja að það sé nokkuð vel borgað í Kóreu og Þór- arinn segist ætla að skoða það al- varlega fari svo að honum verði boðinn samningur hjá félaginu. „Ég myndi svo sannarlega skoða það vel. Svona tækifæri gefst ekki oft og það breytir engu þótt maður taki eitt ár þarna. Maður yrði bara reynslunni rík- ari,“ sagði Þórarinn en Gunnlaug- ur, umboðsmaður þeirra félaga, segir að möguleikar á samningi séu nokkuð góðir. „Hann sá spóluna þeirra og var nokkuð spenntur. Í það minnsta nógu spenntur til þess að fá þá út til þess að geta skoðað þá almenni- lega,“ sagði Gunnlaugur en þess má geta að nokkrir enskir leik- menn hafa leikið með félaginu eins og Chris Marsden, fyrrum leikmaður Southampton. henry@frettabladid.is Farnir til Suður-Kóreu Keflvíkingarnir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson þekktust boð Suður-Kóreska félagsins Busan I´cons um að æfa hjá félaginu í vikutíma. Þjálfari liðsins stýrði eitt sinn stórliði Chelsea. Síðasti leikur 32 liða úrslita bikarkeppni KKÍ í gær: 49 stiga sigur Njarðvíkur KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar urðu sextánda og síðasta liðið til að tryggja sér þátttökurétt í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta þegar þeir unnu 49 stiga sigur á Stúdentum, 81–130, í íþróttahúsi Kennara- háskólans í gær. Njarðvíkingar unnu fyrsta leikhluta með 23 stigum, 16–39, leiddu með 30 stigum í hálfleik, 45–75 og náðu mest 59 stiga forskoti en ÍS lagaði stöðuna í síðasta leikhlutanum. Páll Kristinsson skoraði 27 stig á 23 mínútum hjá Njarðvík, Guðmundur Jónsson var með 24 stig, Anthony Lackey bætti við 20 stigum. 7 fráköstum og 7 stoðsendingum á 18 mínútum, Matt Sayman var með 16 stig og 6 stoðsendingar á sínum 16 mínútum og þá skoraði Friðrik Stefánsson 12 stig. Hjá ÍS Var Guðmundur Ásgeirsson með 19 stig, Guðni Einarsson skoraði 14 og Jóhannes Árnason var með 11 stig og 5 stoðsendingar. Í sextán liða úrslitum verða níu úrvalsdeildarlið (Keflavík, Njarðvík, Skallagrímur, Ham- ar/Selfoss, Haukar, Fjölnir, Grindavík, Tindastóll og KFÍ), fimm 1. deildarlið (Höttur, Þór Ak., Ármann/Þróttur, Stjarnan og Breiðablik) og svo b-lið Vals- manna og 2. deildarlið Ljónanna úr Njarðvík. ■ SPENNTUR FYRIR KÓREUFERÐINNI Þórarinn Kristjánsson veit lítið um það hvað býður hans í Kóreu en er engu að síður ákaflega spenntur enda á leið í ævintýraferð. HÖRÐUR SVEINSSON Fær tækifæri til þess að sanna sig hjá Busan I´cons í vikutíma ásamt félaga sínum frá Keflavík, Þórarni Kristjánssyni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.