Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 32
24 30. nóvember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Fréttablaðið mun bjóða öllum lesendum sínum frítt inn í garðinn til jóla og verður margt við að vera. ÞÉR ER BOÐIÐ Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINN! Fréttablaðið er komið í hátíðarskap! Mest notaði fjölmiðill á Íslandi - daglega Dagskráin þriðjudaginn 30. nóvember: 10:30 Hreindýrum gefið 10:45 Jólasaga lesin í Jólaveröldinni 11:00 Selum gefið 11:30 Refum og minkum gefið 13:30 til 17:00 Handverksmarkaður 14:00 Svínum hleypt út ef veður leyfir 14:00 Jólasaga lesin í Jólaveröldinni 15:00 Fálkunum gefið 15:30 Hreindýrum gefið 15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið 16:00 Selum gefið 16:15 Hestum, geitum og kindum gefið 16:30 Svínum gefið og mjaltir í fjósi. Stóðhesturinn Hamur frá Þóroddstöðum kemur í garðinn í dag. Aðrir velunnarar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eru: S: 552 5070 við JL-Húsið Opið 08:00-18:30 Þar sem fiskurinn stoppar stutt Ýsuflök 399kr kg stór og falleg Þeir sem standa mér næst hafa þungar áhyggjur af því að ég sé að leggjast í jóla- kvíðakast þar sem það þurfi ekki að fjölyrða um það að jólin hjá ein- búanum í kjallaranum í Vesturbænum verði dapurleg og innantóm. Það eru auðvitað alþekkt sannindi að það er vont að vera einn og aldrei jafn vont og í kringum jól og áramót þegar alþjóð sameinast um að láta vel að náunganum, sé hann til stað- ar. Þetta er reginmisskilningur og sjaldan hef ég hlakkað jafn mikið til jólanna og einmitt nú þegar ég sé fram á að eyða þeim að miklu leyti einn í kjallaraholunni minni. Með hjónaskilnaði sagði ég nefnilega skilið við flest það sem fer í taugarn- ar á mér við jólin og mun til dæmis ekki senda út jólakort en sú smá- borgaralega skylda hefur alltaf far- ið í taugarnar á mér. Þá verð ég ekki með neitt jólatré þar sem ég er bú- inn að sannfæra börnin mín um að það sé nóg að þau skreyti eitt slíkt í höfuðstöðvum sínum en sem mála- miðlun ætla ég að kveikja af og til á kertum og búa til músarstiga úr gömlum Fréttablöðum. Ég er búinn að sálgreina mig með tilliti til þessa jólaæðruleysis og hef komist að þeirri niðurstöðu að það er æskuhetjan mín, hann Trölli sem stal jólunum, sem er að hjálpa mér að komast í gegnum þetta. Mér fannst það á sínum tíma góð hug- mynd hjá ódóinu að stela öllu þessu prjáli sem gerir jólin óþolandi með tilheyrandi flóðlýsingum, sköllum og falsgleði. Málið er nefnilega að þegar búið er að skafa allt glingrið utan af jólunum stendur það eitt eftir sem skiptir máli og þess vegna verða alveg jafn mikil jól í kjallar- anum mínum og annars staðar þó piparkökurnar mínar verði keyptar í Bónus en ekki heimabakaðar. Ekkert stress, ekkert bögg. Bara friður og ró og annað óveraldlegt sem var einu sinni kjarninn í jólun- um. Það ætti líka enginn að þurfa að fylla tómarúm innra með sér með jólatrjám og dóti á meðan hann á börn. hvort sem þau eru hjá manni alla daga eður ei. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ER SKILINN VIÐ JÓLAUNDIRBÚNINGINN EN ÆTLAR SAMT AÐ HALDA GLEÐILEG JÓL Einn í kjallara á jólum M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Pondus....þetta er allt klappað og klárt! Nú munum við upp- skera erfiðið! Hvað áttu við? Þetta er málið! Tarraaaaa!! Heeey! Gaurinn er búinn að kaupa gítar! Gítar! Nei, nei, nei.... V-gítar! Hohooiiii! Eddie Van Halen, nú máttu vara þig! Fylgist með músíkelskend- unum! Þar sem Palli á svo erfitt með að komast í gegnum Ívan hlújárn ætla ég líka að lesa bókina svo við getum rætt hana! Það er gott hjá þér að styðja hann svona! Hann hefur kvartað undan því hversu leiðinleg hún sé svo það væri gott ef þú gætir lesið hana svona upp á... ...fordæmið! Davíð, ertu að gera eitthvað sérstakt? Ég er að kenna krökkunum hvernig á að prumpa með handarkrikanum svo við getum haldið tónleika! ...svo ég býst að svarið eigi að vera „Nei, ég er ekki að gera neitt sérstakt!“ Rétt, taktu klósett- burstann og komdu með mér!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.