Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 33
25ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Allir klárir í bátana – stökkir að utan, mjúkir að innan! Þykkvabæjar-kartöflubátarnir eru hreinasta lostæti – stökkir að utan og mjúkir að innan. Þeir renna ljúflega niður hvort sem það er með mat eða sem snakk með ídýfum eða kryddsósum. Gott er að baka kartöflubátana í ofni eða djúpsteikja. – eftir þínum smekk! • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, allt að eins meters langa o.fl. Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsaðili: Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsmenn um land allt. Brother QL-550 A ugl. Þórhildar 1390.38 Kynningarverð t i l áramóta 12.999 kr. Skúli Steinsson, einn snjallasti tamningamaður og knapi lands- ins af gamla skólanum, hyggur á námskeiðahald á komandi vetri. Skúli var í fremstu víglínu í ára- tugi með hross eins og Blesa frá Kirkjubæ, Rauða-Núp frá Syðri- Brú, Vestra frá Bláfeldi, Frama frá Kirkjubæ, Steinunni frá Eyrarbakka og marga fleiri gæð- inga. Skúli byggir aðferðir sínar á íslenskri hefð; á eigin reynslu og innsæi, og því sem hann nam af sér eldri snillingum í reiðlist- inni. Námskeiðin í vetur verða stutt og hnitmiðuð, einn til tveir dagar í senn, þar sem tekin verða fyrir afmörkuð þjálfunaratriði. Í fyrsta lagi er námskeið þar sem Skúli kynnir aðferðir sínar við frumtamningu hrossa, í öðru lagi námskeið þar sem hann tekur fyrir notkun stangaméla, bæði í tamningu og við þjálfun mótaðra hesta, og í þriðja lagi skeiðnám- skeið þar sem kenndur er undir- búningur og þjálfun skeiðhesta, og sérstakur kafli um niðurtöku á skeið. Auk þess er hægt að panta ýmis önnur sértæk nám- skeið úr reynslubanka Skúla, allt eftir áhuga og þörfum hvers og eins. ■ Scarlett Johansson kvartaði nýlegayfir því að breskir menn væru of feimnir til þess að bjóða henni á stefnumót. Hún segir bresku mennina vera mjög heillandi en allt of lengi að safna í sig kjarki til að bjóða henni út. „Breskir menn eru heillandi, mjög fyndnir og kurteisir. En þeir virðast vera óskaplega feimnir við að láta til skarar skríða. Ég finn að það tekur þá allt of langan tíma að hugsa upp eitthvað sniðugt til að segja. Þegar þeir koma svo loksins er ég löngu farin.“ Hún segist hins vegar ekki fíla New York-búana vel. „Í New York koma strákafífl upp að manni og segja: „Flott brjóst“ eða eitt- hvað álíka og þá segi ég þeim að fara til fjandans. Angelina Jolie og Colin Farrelldöðruðu hvort við annað í amer- ískum spjallþætti og komu af stað orðrómi um ástarsam- band þeirra á milli. Þau héld- ust í hendur og horfðust í augu í þættinum. „Í hvert skipti sem ég hitti Angel- inu finnst mér eins og ég hafi þekkt hana mjög lengi,“ sagði Farrell. Orðróm- ur um ástarsamband komst á kreik þegar þau sáust oft eyða tíma saman á tökustað mynd- arinnar Alexander. Þau neita hins vegar orðróminum og segjast einungis vera vinir. JENS EINARSSON FJALLAR UM HESTA OG HESTAMENNSKU Á HESTBAKI Námskeið af gamla skólanum SKÚLI STEINSSON Einn snjallasti tamningamaður landsins heldur námskeið á ný. Á MIÐVIKUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.