Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.11.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Í VINNING ER: Grettir á DVD & VHS. Aðrar DVD myndir. Og margt fleira. Sendu SMS skeytið BTL GKF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi: Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. SMS kostar 199 kr. 11. hver vinnur SMS LEIKUR Þitt VERÐ 199 kr edda.is Jóhanna Kristjónsdóttir „Aðdáunarvert framtak“ 1. sæti Ævisögur og endurminningar Félagsvísindastofnun 16. – 22. nóv. „Hressilegt andsvar við þeirri mynd sem dregin hefur verið upp af arabískum konum undangengin ár og um leið aðdáunarvert framtak í þá átt að reyna að stemma stigu við fordómum og arabahatri.“ - Sigríður Albertsdóttir, DV 1. prentun uppseld „Prýðilega góð bók, bæði skemmtileg og fræðandi.“ - Guðrún Margrét Guðmundsóttir, Mbl. Síðasti dagur! 2. prentun komin í verslanir Áfram, Hjálmar … Við fengum rangar upplýsingar ogmér finnst koma til greina að taka okkur af þessum lista, sagði Hjálmar Árnason, þingflokksformaður fram- sóknar, um helgina. Húrra fyrir Hjálmari. Nú eru að minnsta kosti tveir framsóknarmenn komnir út úr skápnum hvað varðar aðild landans að skelfilegri innrás í Írak – hinn er nafni minn, Kristinn H. Gunnarsson. Hjálm- ar bætir því við að ástandið í Írak sé farið að minna á Víetnam. Það eru þessi litlu hænuskref sem skipta máli í baráttunni fyrir betri heimi. Nú erum við farin að tala saman og fljót- lega má búast við að fleiri stjórnar- liðar berji í borð við Austurvöll. TJA, nema að Hjálmar fái skömm í hattinn fyrir ummæli sín og verði skil- inn út undan líkt og nafni minn. Þó er víst að ef það fjölgar í þeirra hópi end- ar kannski með því að fyrirliðinn verður skilinn út undan – aleinn með sínar staðföstu stríðsyfirlýsingar. Hafa ber í huga að ákvörðun um stuðning var niðurstaða af tveggja manna fundi og ekki tekin af utanrík- ismálanefnd og sjálfu alþingi. Þar var samvinna margra ekki höfð að leiðar- ljósi, framsóknarhugsjóninni var pakkað ofan í læsta kistu og vilji þjóð- ar fótum troðinn ef marka má skoð- anakannanir – en þær er kannski bara að marka þegar niðurstöður eru hag- stæðar. INNRÁSINNI er lokið og endur- reisnarstarf er hafið, sagði formaður utanríkismálanefndar á dögunum. Endurreisn og uppbygging á vegum innrásarherja er augljós í Fallujah. Þar eru rjúkandi rústir endurreisnar- innar sem formaðurinn vísar í. Enginn veit fyrir víst hve margir óbreyttir borgarar liggja í valnum. Írakar eiga lítið eftir nema hatrið eitt gegn Vest- urlöndum til að rækta í brjósti sér um ókomna framtíð. Landinn styður grimmilegar aðgerðir endurreisnar- sveita í Fallujah. Hann styður aðgerðir innrásarherja með óbragð í munni alla daga. EN NÚ er vonarglæta. Áfram, allir kjarkmiklir stjórnarliðar. Það er mál að réttlætið sigri og nafn okkar verði fjarlægt af stríðslistanum. Stríð er vit- firring, sagði þingmaðurinn Hjálmar jafnframt um helgina. Mæli hann manna heilastur og hættum að vera á listanum. Um leið og orðstír landans verður dreginn upp úr skítnum er til- valið að ráðsmenn biðji þjóð sína af- sökunar - þótt líklega stoði það lítt. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.