Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR FRJÁLS PALESTÍNA KK, Mugison, Bob Justman, Lára & Delphi, Touch og Ensími koma fram á útgáfutónleikum safndisksins Frjáls Palestína klukkan níu í kvöld á Gauki á Stöng. Ágóði af tónleik- unum og af sölu disksins rennur til styrkt- ar æskulýðsstarfi í flóttamannabúðum í Palestínu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 1. desember 2004 – 329. tölublað – 4. árgangur ● hóf nám í haust 17 ára polli í Listaháskólanum Geir Helgi Birgisson: ▲ SÍÐA 31 SÖGÐ BORGA STÓRFÉ MEÐ LÍNU.NETI Sjálfstæðismenn segja Orku- veituna hafa borgað nærri 600 milljónir með Línu.neti. Sjá síðu 2 ÍHUGAR MEIÐYRÐAMÁL Fyrrverandi endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann var sakaður um að hafa vanrækt skyldur sínar. Sjá síðu 2 SAMIÐ UM VERÐ Á BIG FOOD GROUP Samstaða hefur náðst milli Baugs og stjórnar Big Food Group um verð fyrir breska fyrirtækið. Baugur náði að lækka verðið umtalsvert. Sjá síðu 4 HASSSENDING STÍLUÐ Á FÖÐUR- INN Ungur maður er ákærður fyrir að flytja inn fimmtán kíló af hassi með föður sínum og tveim jafnöldrum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 26 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Íþróttir 22 Sjónvarp 30 ● jólastemning í firðinum Hin unga snót Jólaþorpið: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS ÞURRT Í FYRSTU en slydda eða rign- ing sunnan og vestan til á landinu þegar líður á daginn. Hlýnandi veður og víða frostlaust í kvöld. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Fimmtudagar Me›allestur dagblaða Konur Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups október '04 68% 43% MorgunblaðiðFréttablaðið MÁLAFERLI Verið er að undirbúa stefnu gegn Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins fyrir brot á lögum um framkvæmd útboða vegna útboðs sem fór fram í Hveragerði. Þá samdi ÁTVR við Essó um að áfengisútsalan yrði rekin í bensínstöð fyrirtækisins. Auk Essó gerðu þrjú önnur fyrirtæki tilboð í reksturinn í Hveragerði og miðaði eitt tilboð- anna að því að áfengisversl- unin færi inn í Sunnumörk, ný- legt verslunarhúsnæði á staðn- um. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri SS verktaka sem á Sunnumörk, bendir á að samið hafi verið við Essó þrátt fyrir að fyrirtækið hafi aðeins boðið upp á um 40 fermetra hús- næði, ekki 60 fermetra eins og skilmálar kváðu á um í útboðs- gögnum. Hann segir einnig að enginn af bjóðendum hafi fengið formlega tilkynningu um niður- stöðu útboðsins þar með talið hvað Essó bauð. Það sé klárt brot á lögum um framkvæmd útboða og því sé lögfræðingur nú með málið til skoðunar. Samkvæmt lögunum skal opna öll tilboð sam- tímis á þeim stað og tíma sem kveðið er á um í auglýsingu eða sérstakri tilkynningu. Bjóð- endum eða fulltrúum þeirra skal heimilt að vera viðstaddir opnun tilboðanna og þar á lesa upp heildarupphæð tilboðanna. Sveinbjörn segir að þetta hafi ekki verið gert. Raunar viti hann það ekki enn þann dag í dag hvað Essó bauð. Það sé ólíðandi. Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að þetta mál sé allt með ólíkindum. Fyrir utan þau málaferli sem nú séu í far- vatninu sé verið að opna áfengis- verslunina, opinbera þjónustu, í fullkominni ósátt við bæjarstjórn og gegn undirskriftum 800 bæj- arbúa sem vildu að hún yrði inni í Sunnumörk. Hann segist taka undir það með Sveinbirni að ekki hafi verið staðið rétt að útboðinu. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segist hafa verið í leyfi þegar útboðið fór fram í Hvera- gerði og því geti hann ekki svarað fyrir um framkvæmd þess. Hann vísaði á Ívar Arndal, sem var settur forstjóri á þeim tíma sem útboðið fór fram. Ívar vildi ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er vel hugsanlegt að fleiri muni stefna ÁTVR í kjölfarið á þessu máli í Hveragerði. Athygli vekur að í öllum þeim tilfellum var samið við fyrirtæki sem leigja aðstöðu af Essó. Sjá síðu 8 - th Borgarstjóri: Erilsamur lokadagur REYKJAVÍK Þórólfur Árnason, frá- farandi borgarstjóri, segist sáttari nú en nokkru sinni áður við ákvörðun sína að hætta sem borg- arstjóri. Hans síðasta embættis- verk í gær var undirritun samn- ings um stofnun Sjóminjasafns Reykjavíkur. Þórólfur segir gærdaginn hafa verið erilsaman. Hann hafi byrjað á morgunverðarsamkomu í ráðhús- inu með starfsfólki. Eftir undirbún- ingsfund fyrir borgarráð afhenti hann þrettán nýráðnum embættis- mönnum borgarinnar ráðningar- bréf. Deginum hafi síðan lokið með kveðjuboði með borgarfulltrúum og embættismönnum. - ghg Landsvirkjun: Ríkið kaupi Reykjavíkurborg út REYKJAVÍKURBORG Viðræður hafa staðið yfir undanfarnar vikur sem miða að því að ríkissjóður kaupi meðeigendur sína, fyrst og fremst Reykjavíkurborg út úr Lands- virkjun. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra skýrði frá viðræðun- um á þingflokksfundum stjórnar- flokkanna í gær. Hins vegar tókst ekki að ganga frá viljayfirlýsingu um málið í gær áður en Þórólfur Árnason léti af starfi borgarstjóra en honum var mjög í mun að láta þetta verða sitt síðasta verk. Hátt- settur embættismaður vísaði því hins vegar á bug að viðræðuslit hefðu orðið: „Þetta mun ganga upp þótt þessi tímarammi hafi ekki náðst.“ Reykjavíkurborg hefur um nokkurra ára skeið viljað selja hlut sinn í Landsvirkjun. Hug- myndin hefur verið sú að ríkið greiði fyrir kaupverðið um það bil 25-30 milljarða króna með því að taka yfir lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar og Akureyrar, til dæmis með útgáfu skuldabréfs. Ekki hefur verið mikill áhugi á þessum kaupum hjá ríkinu fyrr en nú. Ríkisvaldið telur fyrirtækið 45- 50 milljarða króna virði. Til sam- anburðar má nefna að ríkið seldi 46% hlut í Landsbankanum á 12 milljarða fyrir tæpum tveimur árum. - ás www.postur.is 3.12. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til landa utan Evrópu! ÁTVR stefnt vegna samnings við Essó Verið er að undirbúa málsókn á hendur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í Hveragerði vegna brots á lögum um útboð. Tilboðin voru aldrei formlega opnuð að viðstöddum bjóðendum. Á Suðurlandi eru áfengisverslanir nær undantekningarlaust í húsnæði Essó. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Síðasta embættisverk Þórólfs sem borgarstjóra var undirritun samnings um stofnun Sjóminjasafns Reykjavíkur. Stefán Jón Hafstein er í stjórn hins nýja safns. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.