Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 2
2 1. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna sýknaður: Íhugar meiðyrðamál DÓMSMÁL Fyrrverandi endurskoð- andi Tryggingasjóðs lækna var sýknaður í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Hann var sakaður um að hafa vanrækt skyldur sín- ar sem löggiltur endurskoðandi. Gunnar Örn Kristjánsson, endurskoðandi og fyrrverandi forstjóri SÍF, segir dóminn af- dráttarlausan. Hann hafi farið yfir hann með sínum lögfræðingi og íhugi næstu skref. Hann segir sannleikann hafa komið í ljós: „Ég er hræddur um að síðustu orðin hafi ekki verið sögð.“ Hver þau verði komi í ljós. Allar leiðir séu opnar, meðal annars hvort rétt sé að fara í meiðyrðamál vegna óvæginnar umfjöllunar fjölmiðla. Gunnari Erni sást yfir fjár- drátt framkvæmdastjóra sjóðs- ins, Lárusar Halldórssonar, sem dró að sér tæplega 76 milljónir króna á árunum 1992 til 1999. Í niðurstöðu dómsins er gagn- rýnt að fullyrðingar Lárusar um að hann hafi vísvitandi blekkt Gunnar Örn svo fjárdráttur hans kæmist ekki upp hafi ekki verið rannsakaðar. Vinnubrögð lög- reglunnar voru einnig gagnrýnd þar sem persónuleg og fjárhags- leg tengsl hafi dregið úr trúverð- ugleika sérfræðiálita. - gag STJÓRNMÁL Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fullyrða að fyrirtækið hafi tekið ljósleiðarapör sem engin þörf hafi verið fyrir upp í söluna á fyrirtækinu Línu.neti þegar Og Vodafone keypti það á mánudag. Greiddar hafi verið nærri 600 milljónir með fyrirtækinu við kaupsamninginn eins og hann var kynntur í stjórn Orkukveit- unnar. Guðlaugur Þór Þórðar- son, stjórnarmaður Sjálfstæðis- manna, bendir á að Orkuveitan eigi fyrir 44 ljósleiðarapör og eignist nú fjögur til viðbótar: „Það er álíka mikil þörf fyrir þetta og að byggja nýtt hús við hliðina á Orkuveituhúsinu, sem sagt engin.“ Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitunnar, vísar því á bug að verið sé að greiða með Línu.neti: „Aðalatriðið er það að við ætlum að einbeita okkur að því að leggja og reka ljósleiðara og höfum nú tryggt okkur við- skipti til 25 ára.“ Og Vodafone kaupir Línu.net á 270 milljónir króna. Orkuveit- an yfirtekur lán að upphæð 57 milljónir króna, kaupir eitt ljós- leiðarapar á 430 milljónir, nýtir sér samkvæmt eldri samningi kauprétt á öðru ljósleiðarapari á 70 milljónir og selur svo Orku- veitunni til baka á umtalsvert hærra verði eða 355 milljónir króna. Pétur Pétursson, blaðafulltrúi Og Vodafone, segir gott ef satt væri að fyrirtækið væri að fá meðgjöf: „Hins vegar er Og Vodafone rekið á viðskipta- legum grundvelli. Við lítum svo á að við séum að kaupa fyrirtæki í rekstri og fá veltu sem bætist við okkar starfsemi og fá arð- semi af rekstri sem við getum vel sætt okkur við.“ Guðlaugur Þór Þórðarson seg- ir að þetta sé enn ein greiðslan með Línu.neti: „Ævintýrið er núna búið að kosta 5 milljarða og að auki neyðist Orkuveitan til að fara í fjárfestingar upp á 3-4 milljarða við að tengja heimili.“ Stjórnarmaðurinn gefur lítið fyr- ir þau viðskipti sem koma á móti og bendir á að í upphafi hafi átt að leggja rúmar 200 milljónir í Línu.net. Niðurstaðan fimm árum síðar sé að Lína.net hafi tapað um ellefu hundruð milljón- um og Orkuveitan hafi lagt fimm og hálfan milljarð í Linu.net og fyrirtæki í skyldum rekstri, þar af 2,7 milljarða í Línu.net. a.snaevarr@frettabladid.is Nei, nei, hann er alltaf sanngjarn. Segir Bergsveinn Bergsveinsson, fyrrum landsliðs- markvörður í handbolta, sem hér sést eftir erfiðan leik og eflaust góða frammistöðu árið 2001. Berg- sveinn tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara á dögunum. Hann var fyrsti kostur Viggós Sigurðs- sonar nýs landsliðsþjálfara sem þykir ákveðinn og ná sínu fram. SPURNING DAGSINS Bergsveinn, verður Viggó harður í horn að taka? Mjöll-Frigg: Gagnaöflun í gangi IÐNAÐUR Talið er næsta víst að Mjöll-Frigg muni leggja inn nýja starfsleyfisumsókn fyrir starfsemi sína við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi um leið og tilskilinna gagna hefur verið aflað, að því er heimildarmenn blaðsins, kunnugir fyrirtækinu, herma. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins sem segjast kjósa að svara ekki spurningum blaðsins um málið og segjast ekki ætla að reka sín mál í fjölmiðlum. Starfsleyfisumsókn fyrirtækis- ins var vísað frá á fundi heilbrigð- isnefndar Kópavogs síðdegis á mánudag vegna þess að ekki bárust byggingarnefndarteikningar sem þarf að leggja fyrir Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins. - óká HÚS ORKUVEITUNNAR Í REYKJAVÍK Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segja Orkuveituna ekkert hafa að gera með að fjölga ljósleiðurum úr 44 í 48. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Segja Orkuveituna greiða með Línu.neti Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur segja að borgaðar hafi verið nærri 600 milljónir með Línu.neti þegar OgVodafone keypti það á mánudag. „Gott ef satt væri,“ segir Og Vodafone. ÚKRAÍNA, AFP Deilur stríðandi fylk- inga í Úkraínu hörðnuðu heldur í gær þegar talsmaður stjórnarand- stöðuleiðtogans Viktors Júsjenkó lýsti því yfir að stjórnarandstæð- ingar væru hættir samningavið- ræðum við Viktor Janúkovitsj for- sætisráðherra og samherja hans um lausn deilunnar. Stjórnarandstæðingar reyndu í gær að fá þing landsins til að lýsa vantrausti á Janúkovitsj en tillaga þess efnis fékk ekki braut- argengi. Júsjenkó krafðist þess að Janúkovitsj léti af völdum og að í stað ríkisstjórnar hans tæki þjóðstjórn við völdum til bráða- birgða. Erlendir frammámenn flykkj- ast nú aftur til Úkraínu í von um að koma viðræðum í gang á nýjan leik. Rússneskir sendimenn, Javier Solana, utanríkismála- stjóri Evrópusambandsins, og forsetar Póllands og Litháens eru allir á leiðinni til Úkraínu eða væntanlegir þangað í dag. Janúkovitsj sagði í gær að ef kosning hans yrði staðfest myndi hann bjóða Júsjenkó embætti for- sætisráðherra. Yrði kosningin ekki staðfest myndi hann leggja til nýjar kosningar þar sem hvorki hann né Júsjenkó yrðu í framboði. Júsjenkó hafnaði hvoru tveggja. ■ ÚR RÉTTARSAL Endurskoðandinn var sýknaður í gær. Hann varð ekki var við fjárdrátt upp á tæplega 76 milljónir króna. Var rannsókn málsins gagnrýnd við dómsuppkvaðningu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Erlendir leiðtogar flykkjast til Úkraínu til að miðla málum: Aukin harka hleypur í deilurnar ÞRÖNG Á ÞINGI Í KÆNUGARÐI Viktor Júsjenkó var vel fagnað af stuðningsmönnum sínum nærri þinghúsinu í Kænugarði. GENGIÐ UM FLÓÐASVÆÐI Flóð og aurskriður færðu marga á kaf. Mannskaðaveður: Hundruð fórust FILIPPSEYJAR, AFP Í það minnsta 340 manns létust og 150 til viðbótar er saknað eftir að óveður gekk yfir Filippseyjar. Flóð og aurskriður steyptust yfir bæina Real, Infanta og Nakar skömmu fyrir miðnætti í fyrrinótt og grófu marga íbúa lifandi. Myrkur og slæmt veður haml- aði björgunaraðgerðum í gær. Trjábolir sem flóðin hrifu með sér brutu niður brýr og einangruðu þannig bæina sem urðu verst fyrir barðinu á óveðrinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.