Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 4
Hannes Hólmsteinn: Gefur víst út fyrir jólin BÓKAÚTGÁFA „Það sem gerði útslagið var fjöldi áskorana frá fólki sem las fyrsta bindið og sagði að ég mætti ekki svíkja það um annað bindi,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, en hann ætlar að gefa út annað bindi ævisögu Halldórs Laxness fyrir þessi jól, þrátt fyrir að Al- menna bókafélagið ætli ekki að gefa það út. Hannes hefur leitað til forlags- ins Bókafélagið og telur einsýnt að það muni gefa bókina út um 10. des- ember „ef Guð og Laxness-fjöl- skyldan lofar“, en Hannes óttast að ættingjar Halldórs Laxness reyni að fá lögbann á verkið. Komin er út önnur ævisaga um Laxness eftir Halldór Guðmunds- son. Aðspurður hvort hann telji að það séu markaðslegar forsendur fyrir annarri bók um Halldór Lax- ness fyrir jólin og hvort það sé ekki fjárhagslegt glapræði að gefa bók- ina út svona seint, segir Hannes það ekki skipta sig máli. „Ég er ekki að etja kappi við Halldór Guðmunds- son og skrifaði ekki bókina til þess að græða, heldur til þess að lesend- ur myndu græða.“ - bs 4 1. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Atkvæðagreiðsla kennara: Talið um helgina KENNARAVERKFALLIÐ Atkvæða- greiðslu um kjarasamning kenn- ara lýkur í dag klukkan sex og fara öll atkvæði í póst til Kennarasam- bandsins í dag. Valgeir Gestsson, starfsmaður kjörstjórnar, segist eiga von á fyrstu stóru atkvæða- bunkunum í dag en nokkur at- kvæði höfðu borist í gær. Kennarasambandið gefur trúnað- armönnum og starfsmönnum póstsins frest fram að helgi til að skila inn atkvæðunum. Atkvæðagreiðslu var sums staðar nánast lokið þegar Frétta- blaðið hafði samband við trúnaðar- menn í nokkrum skólum í gær. Þannig voru nánast allir búnir að greiða atkvæði í Lindaskóla, stærsta grunnskólanum í Kópa- vogi, og atkvæðagreiðslan var komin vel á veg í Rimaskóla í Grafarvogi. Starfsmenn kjörstjórnar loka að sér um helgina til að telja at- kvæðin en stefnt er að því að úrslit liggi fyrir fyrir hádegi á mánudag. Aðeins þarf einfaldan meirihluta greiddra atkvæða til að samþykkja samninginn. - ghs VIÐSKIPTI Baugur hefur lýst sig til- búinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfir- töku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtöku- ferlisins var gert ráð fyrir að yfir- tökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH- bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pens- um. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðróm- ur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarfor- manni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað versl- unum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka. haflidi@frettabladid.is BSRB: Lausir samningar KJARAMÁL Samningar flestra aðildarfélaga BSRB voru lausir frá og með 30. nóvember. Ekki hafa öll félögin þegar mótað kröfugerð sína og byrjað samn- ingagerð við ríki og sveitarfélög. Þau þurfa að vinna nú að því hörðum höndum því að samninga- fundir munu hefjast innan tíðar. Samningar aðildarfélaga BSRB ná til allt að 18 þúsund félags- manna víðs vegar um landið og má búast við að 70-80 prósent þeirra séu með lausa samninga frá og með þessum mánaðamót- um. ■ KÆRA KÁF ÖRYGGISVARÐA Um 250 konur hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni síðan öryggisverðir á flugvöllum byrjuðu að þukla á farþegum til að athuga hvort þeir bæru vopn eða sprengjur á sér. Leita á leiða til að stunda leitina með öðrum hætti. VÍSAÐ FRÁ Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að taka fyrir áfrýjun á dómi Hæstaréttar Massachusetts sem kvað upp þann dóm að það stríddi gegn stjórnarskrá ríkisins að banna hjónabönd samkynhneigðra. Ákvörðunin kom ekki á óvart þar sem málið á enn eftir að fara fyrir lægri dómsstig. ■ BANDARÍKIN Hefurðu rekist á spænska risasnigilinn? Spurning dagsins í dag: Opnaðir þú jóladagatal í morgun? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 7,3% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Þórsmörk: Heitt vatn í Húsadal BORHOLA Um síðustu helgi var lokið við að bora rúmlega kíló- metra djúpa holu í Húsadal í Þórsmörk. Borun á þeim stað hafði fyrir fjórum árum gefið fyrirheit um jarðhita. Holan gef- ur í sjálfrennsli um tvo og hálfan lítra á sekúndu af um 40˚C heitu vatni. Holan er nú að jafna sig eftir borun og á eftir að hitna eitt- hvað. Með virkjun holunnar er talið líklegt að ná megi upp um 50-60˚C heitu vatni. Kynnisferðir ehf., sem reka ferðaþjónustu í Húsadal, segja að aðgerðin hafi heppnast vonum framar og að heita vatnið muni stórbæta alla aðstöðu félagsins í Þórsmörk. - ss Ábyrgðasjóður launa: Mikil fjölgun gjaldþrota GJALDÞROT Greiðslur úr Ábyrgða- sjóði launa tvöfölduðust á árun- um 2001 til 2003, eftir því sem fram kemur í álitsgerð sem Vinnumálastofnun og stjórn Ábyrgðasjóðs launa létu taka saman. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að útgjöld sjóðsins muni nema um 800 milljónum króna á þessu ári. Í álitinu kemur einnig fram að forsvarsmenn gjaldþrota fyrir- tækja eigi hægt með að stofna ný félög. 490 einstaklingar hafi ver- ið stjórnarmenn í tveimur félög- um, eða fleirum, sem skráð voru í Hlutafélagaskrá og hafa verið úrskurðuð gjaldþrota á síðast- liðnum fjórum árum. Einn ein- staklingur var stjórnarmaður í tíu félögum eða fleirum sem voru úrskurðuð gjaldþrota á sama tíma. - ss Óvinir allt um kring Vítahringur fjallar um þræla, kappa, bardaga, galdra og strák sem reynir að lifa eðlilegu lífi - en það reynist ekki auðvelt. Ný frábær saga frá verðlaunahöfundinum Kristínu Steinsdóttur „Með hlýlegum og glaðlegum stíl sínum hefur Kristín náð vel til lesenda ... Kristín og Halla Sólveig hafa unnið vel saman að því að færa nútímabörnum heim fornsagnanna ljóslifandi og eðlilegan.“ - Hrund Ólafsdóttir, Mbl. 92,7% ATKVÆÐAGREIÐSLA Í RIMASKÓLA Frestur til að greiða atkvæði vegna kjara- samnings kennara rennur út klukkan sex í dag. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fyrir hádegi á mánudag. SIGUR Í VERÐSTRÍÐI Forstjóri og stjórnarformaður Baugs geta verið sáttir með að yfirtökuverð Baugs í Big Food Group lækkaði úr 110 pensum á hlut í 95. Erfiðustu hjallarnir í yfirtökunni eru að baki og stefnt að því að lagt verði fram formlegt yfirtökutilboð fyrir 17. desember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Samið um verð á Big Food Group Samstaða hefur náðst milli Baugs og stjórnar Big Food Group um verð fyrir breska fyrirtækið. Baugur náði að lækka verðið umtalsvert. Helstu hindrunum hefur verið rutt úr vegi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.