Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 10
1. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Miðbær Akureyrar: Samkeppni um skipulag hafin SAMKEPPNI „Ég er búinn að vera með miðbæinn á heilanum lengi og leiddist að sjá að það var ekkert gert fyrir hann og réðst í málið sjálfur,“ segir Ragnar Sverrisson, forsvarsmaður sam- takanna Akureyrar í öndvegi, sem á dögunum hleyptu alþjóðlegri hugmyndasamkeppni um skipu- lag miðbæjar Akureyrar form- lega af stokkunum. Að samtökunum standa meðal annars stærstu fjármálafyrirtæki landsins og keppnin er haldin í samkeppni við Arkitektafélag Ís- lands og arkitektafélög úti um all- an heim. Ragnar segist hafa orðið var við mikinn áhuga á keppninni þó stutt sé síðan hún hófst opin- berlega. „Við höldum úti vefsíð- unni vision-akureyri.is og höfum fengið 3.000 heimsóknir. Við ger- um ráð fyrir að fá um 50 tillögur áður en yfir lýkur, en frestur til að skila þeim rennur út 1. mars.“ Sumardaginn fyrsta verður til- kynnt hvaða tillaga verður fyrir valinu en eftir miklu er að slægj- ast, því verðlaunafé er 86 þúsund evrur, sem nemur um sjö og hálfri milljón króna. ■ Aukin hætta á stökkbreytingum Fuglaflensan hættulegri eftir því sem hún mallar lengur. Hætta er á stökkbreytingum í veirunni, svo úr verði ný tegund. Reynst hefur árangurslaust að útrýma sýklinum. HEILBRIGÐISMÁL Eftir því sem fuglaflensan illræmda mallar lengur er meiri hætta á stökk- breytingum í veirunni, þannig að hún blandist nýjum veirum og úr verði ný tegund sem veldur far- aldri í mönnum, segir Haldur Briem, sóttvarnalæknir hjá land- læknisembættinu. Talið er að hún muni verða í gangi næstu árin, því það hefur reynst árangurslaust að reyna að útrýma sýklinum. „Ef þetta gengur svona árum saman telja menn að kominn sé jarðvegur fyrir svona stökkbreyt- ingar,“ sagði Haraldur. Mann- veran getur verið millihýsill sem veldur stökkbreytingu á veiru þeirri sem veldur fuglaflensu í Asíu, að sögn Haraldar. Í kjölfar slíkrar stökkbreytingar getur veiran farið að smitast á milli manna. Er óttast að veiran geti valdið heimsfaraldri, ekki ósvip- uðum spönsku veikinni, og orðið þannig milljónum að fjörtjóni. Ekkert bóluefni er til gegn fugla- flensu og það er ekki hægt að búa til fyrr en veiran hefur tekið á sig þá mynd sem berst á milli manna. „Það þarf að vita nokkurn veg- inn hvers konar veira það er sem er að koma,“ sagði Haraldur. „Ef þessi veira sem er að ganga í Asíu tekur einhverjum breytingum, þannig að hún fer að smitast á milli manna, þá þarf að búa til bóluefni sem passar fyrir hana. Slík framleiðsla tekur venjulega fjóra til sex mánuði, með þeirri aðferð sem við höfum til að búa til bóluefni.“ Haraldur sagði spurninguna vera þá hversu hratt veiran færi yfir heimsbyggðina ef hún yrði að faraldri manna á meðal. Stundum gengi heimsfaraldur í bylgjum. Hann gæti farið rólega af stað, en stækkaði og yrði alvarlegri með tímanum. Sóttvarnalæknir sagði engar vísbendingar á lofti sem stæði um yfirvofandi faraldur í næstu framtíð. „Það sem gerðist þegar farald- ur skall á um síðustu áramót, þegar veiran fór úr fuglum í menn, var að fólk fór að veikjast í miklu meiri mæli en við höfðum séð áður. Það er þessi háa dánar- tíðni sem skotið hefur mönnum skelk í bringu. Þar sem fólk hefur veikst hefur dánartíðnin verið um 60 prósent. Því eru menn við öllu búnir.“ jss@frettabladid.is Æfareiðir gestir styrktar- tónleika krabbameins- sjúkra barna heimta endur- greiðslu Ofurtenórinn hirti milljón í fyrra – hefur þú séð DV í dag? Postulín glös og hnífapör – til hátíðabrigða heima sem utan heimilis FRANCEP U IL VLI YT Mánudaga t il föstudaga frá kl. 8:00 t il 18:00 Laugardaga frá kl. 10:00 til 14:00 Nýr opnuna rtími í verslun RV : R V 20 14 /2 RAGNAR Á RÁÐHÚSTORGINU Ragnar gerir ráð fyrir að fá um 50 tillögur um skipulag miðbæjarins. MEIRI HÆTTA Fuglaflensan hefur smitast úr kjúklingum í menn. Meiri hætta er talin á heimsfaraldri eftir því sem veiran mallar lengur. SÓTTVARNALÆKNIR Há dánartíðni skýtur mönnum skelk í bringu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.