Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14
14 Lítil áhrif á Latabæ LATIBÆR SPURT OG SVARAÐ Ráðuneyti utanríkismála og dóms- og kirkjumála hafa ákveðið að hætta að styrkja Mannréttindaskrifstofu Íslands og því ríkir óvissa um rekstrargrundvöll hennar Tilurð? Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofn- sett á Þingvöllum 17. júní 1994 af ein- staklingum sem höfðu áhuga á að efla vitund um mannréttindi á Íslandi. Í dag eiga tólf félagasamtök og stofnanir aðild að skrifstofunni: Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Ís- lands, Biskupsstofa, Samtökin 78, UNI- FEM á Íslandi, Kvenréttindafélag Íslands, Öryrkjabandalagið, Háskólinn á Akur- eyri, Landssamtökin Þroskahjálp og Jafnréttisstofa. Hlutverk? Mannréttindaskrifstofa Íslands leitast við að styrkja mannréttindi í landinu. Þetta gerir hún með ráðstefnu- og fyrirlestra- haldi og rannsóknum af ýmsu tagi. Þannig eykur hún þekkingu á mannrétt- indum og mannréttindaskuldbinding- um. Mannréttindaskrifstofan starfar með svipuðum stofnunum á Norður- löndunum og er fulltrúi Íslands gagn- vart erlendum mannréttindaskrifstofum. Auk þess veitir skrifstofan umsögn um lagafrumvörp, hvort sem þess er óskað eða ekki. Til dæmir fjallaði hún um út- lendingafrumvarpið sem Alþingi af- greiddi síðasta vetur svo og um breyt- ingar á lögum um meðferð opinberra mála en að mati skrifstofunnar var hætta á að réttindi borgaranna væru í hættu vegna þeirra víðtæku heimilda til hlerana og annars slíks sem lögreglu voru gefnar í lögunum. Að lokum má nefna að skrifstofan gefur Sameinuðu þjóðunum árlega skýrslu um ástand mannréttindamála hérlend- is. Ríkisstjórnir gefa SÞ slíka skýrslu en yfirleitt gefa frjáls félagasamtök svo- nefndar skuggaskýrslur út um leið því ekki er sjálfgefið að skýrsla stjórnvalda sé alveg hlutlaus. Umfang Mannréttindaskrifstofa Íslands ræður sér framkvæmdastjóra og er hann eini starfsmaður skrifstofunnar. Núverandi framkvæmdastjóri er Guðrún Dögg Guðmundsdóttir. Kostnaður við rekstur skrifstofunnar hefur verið á bilinu 8-12 milljónir króna á ári og hefur hún feng- ið allar sínar tekjur frá hinu opinbera. Ef opinber framlög til skrifstofunnar hverfa með öllu búast forsvarsmenn hennar við að starfseminni verði hætt. Vinnur að bættri þekkingu á mannréttindum HVAÐ ER? MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS 1. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Er innrásinni í Írak lokið? Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í utandagskrárumræðum í gær að innrásin í Írak væri „löngu búin“ og eftir væri uppbyggingarstarf í landinu. Fréttablaðið hafði samband við fjóra einstaklinga og spurði hvaða skilning þeir legðu í orð forsætisráðherra. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Latabæ til að afhenda Ný- sköpunarsjóði hlutafé í fyrirtækinu vegna um 20 milljóna króna láns sem sjóðurinn veitti því á sínum tíma. Ágúst Freyr Ingason er að- stoðarforstjóri Latabæjar. Ætlið þið að áfrýja? Það á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn félagsins. Hvers virði er hlutaféð sem Ný- sköpunarsjóður fær? Í fjölmiðlum hafa menn nefnt rúmar 50 milljónir króna. Hefur þetta áhrif á reksturinn? Nei, í síðustu viku vorum við að klára sölusamninga í Þýskalandi og Kanada. Það hefur miklu meiri áhrif á rekstur félagsins til frambúðar heldur er þetta dómsmál. Eruð þið þá ekki orðnir ríkir menn? Það er varla hægt að segja það. Við erum enn þá að selja þættina og það kostar líka mikið að framleiða þá. En við höfum náð góðum árangri í Bandaríkjunum og við reynum að fylgja því eftir annars staðar. En hefðuð þið ekki bara átt að láta Nýsköpunarsjóð hafa þetta hlutafé?Þetta var ágreiningur um túlkun á samningnum og við vorum búnir að reyna að ná sáttum. Þeir ákváðu að fara dómsleiðina. Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður. Jón Ólafsson heimspekingur. Sigríður Víðis Jónsdóttir, B.A. í heimspeki. Jón Hákon Magnússon, formaður Samtaka um vestræna samvinnu. Innrás frá- leitt lokið „Á meðan algjör óstöðugleiki ríkir í Írak er fráleitt að tala um að inn- rásinni sé lokið, það sjá það allir sem sjá vilja. Hvernig getur innrás- in verið „löngu búin“ eins og forsæt- isráðherra kýs að orða það, þegar herinn lokaði nýverið borginni Falluja, réðst inn og barðist þar svo dögum skipti? Hvernig getur innrásinni verið lokið þegar enn er gríðarlegt mannfall meðal óbreyttra borgara. Að tala á þennan hátt frá öruggu landi langt í burtu er óvirðing gagn- vart þeim sem létu lífið í árásum í Írak í gær og í fyrradag og munu láta lífið í árásum á morgun. Mér finnst fráleitt að miða endalok inn- rásarinnar við það hvenær tiltekin stjórnvöld hafa verið sett af.“ ■ Sigur ekki unninn „Það er ekki hægt að halda öðru fram en að innrás sé lokið; það er búið að hertaka landið og Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra hafa haft það á sínu valdi í tiltekinn tíma. Hins vegar er ekki hægt að segja að það sé búið að vinna sigur, það hefur þvert á móti mistekist og það held ég að sé aðalmálið. Innrásin skilaði engan veginn þeim árangri sem hún átti að gera. Það hafa ekki fundist nein gereyð- ingavopn, öryggi íraskra borgara og heimsbyggðarinnar er minna en áður og það er auðveldara fyrir hryðjuverkamenn að athafna sig innan landsins. Mér finnst að málið eigi ekki að snúast um skilning á orðum heldur fyrst og fremst um afleiðingar innrásarinnar.“ ■ Innrás lokið en ekki stríði „Í mínum huga er sjálfri inn- rásinni lokið en stríðið heldur áfram og færist í aukana ef eitt- hvað er. Það má sjálfsagt ræða það á heimspekilegum nótum hvenær innrás ljúki og eitthvað annað taki við en ég tel að henni sé lokið í Írak, þótt stríðið haldi áfram. Á meðan enn geisar stríð er ekki hægt að tala um frelsi eða uppbyggingu; það er enn ráðist á borgir og þær lagðar í rúst. Ég var að hlusta á Bush um daginn, hann sagði að það væri búið að frelsa Falluja – borg þar sem ekkert var eftir nema rústir einar, látið fólk og sært. Ég get ekki tekið slíkar fullyrðingar alvarlega.“ ■ Hreinsað til eftir innrás „Innrás er það sem gerist þegar annar aðili ræðst inn og á meðan hann reynir að ná tökum á land- inu og sigra óvinaherinn. Banda- ríkjamenn og stuðningsmenn þeirra hafa sigrað Saddam Hussein og komið stjórn hans frá völdum, þannig að innrásinni sjálfri er vissulega lokið hvað það varðar. Landið er hins vegar áfram hernumið og það er unnið að því að hreinsa til eftir innrás- ina. Það er aftur á móti ekki hægt að hefja uppbyggingarstarf þarna af alvöru því það ríkir viss óöld í Írak. Það gerist ekki fyrr en setuliðið hefur náð að stilla al- mennilega til friðar eins og unnið er að.“ ■ Írakar: Margbrotin þjóð Þótt svæðið sem í dag kallast Írak sé vagga siðmenningarinnar þá var íraska ríkið ekki sett á fót fyrr en árið 1919. Því beindist þjóðarvitund íbúanna frekar að þeim ættflokki sem þeir tilheyrðu en að hinu nýja ríki sem evrópskir nýlenduherrar voru arkitektarnir að. Í dag búa um 25 milljónir í Írak. Arabar eru ríflega 80 prósent þeirra, Kúrdar 15-20 prósent og önnur þjóðarbrot um 5 prósent. Allur þorri þjóðarinnar aðhyllist Íslam. Um það bil sjöundi hver Íraki er sjíi en þriðji hver er súnníti, og falla flestir Kúrdar í síðarnefnda flokkinn. Þótt þjóðerniskennd Íraka standi stundum á veikum grunni hafa þeir þjappað sér saman í gegnum tíðina. Þannig börðust sjíar og súnnítar hlið við hlið gegn írönskum sjíum á níunda áratug síðustu aldar enda þótt Íranir reyndu að höfða til trúbræðra sinna. - shg GUÐRÚN DÖGG GUÐMUNDSDÓTTIR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.