Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 16
Þegar horft er frá Ólívufjalli yfir Jerúsalem virðist borgin standa undir nafni, borg friðar- ins. Þetta er sjón sem ekki er annarri lík hér á jörð en uppi á fjallinu er þó einmanalegt þessa dagana. Byggingin sem fangar strax augað er hvelfingin yfir klettinum sem allir þekkja af myndum. Hún stendur á miðri musterishæðinni, stutt frá grál- eitri og fremur ólögulegri Al- Aqsa moskunni. Undir gylltri hvelfingunni er átthyrnt hús þakið fíngerðum skreytingum. Þetta sérkennilega og undarlega fallega hús hafði staðið þarna í sex hundruð ár þegar Sturlunga- öld lauk á Íslandi. Þetta er elsta bygging múslima í heiminum, byggð fáeinum áratugum eftir dauða spámannsins. Undir hvelfingunni er ekki annað en nakinn og úfinn klettur. Þarna snerti fingur guðs myrkrið og óreiðuna við upphaf sköpunar heimsins að trú gyðinga. Þarna stóð sáttmálsörk Móse í hinu allra helgasta í musteri gyðinga. Þarna á klettinn lagði Abraham son sinn og ætlaði að fórna honum að skipun guðs. Um það eru gyðingar og múslimar sam- mála. Þá greinir hins vegar á um hvorn sona sinna Abraham lagði þarna, Ísak ættföður gyðinga eða Ishmael ættföður araba. Og af klettinum steig Múhameð upp til himna að trú múslima. Must- erishæðin er heilagari fyrir gyðinga en nokkur staður í mannheimi getur verið fyrir kristinn mann. Jafnvel sá sem fyrirlítur ísraelska ríkið fyrir daglega stríðsglæpi þess, fjöldamorð á börnum og sak- lausu fólki, þjóðernishreinsanir og kerfisbundna og meðvitaða niðurlægingu þess á Palestínu- mönnum, hlýtur að finna til samúðar með trúuðum gyðing- um sem standa við Grátmúrinn þarna fyrir neðan en finna miðju trúar sinnar á kletti undir íslamskri mosku. Horfi maður lengra blasir við kirkjan yfir Golgata og grafhýsi Krists. Það segir sína sögu um ástand mála að í gær sat ég um stund einn inni í grafhýsi Jesú við Golgata. Ég fékk að vera góða stund einn við stjörnuna í gólfi fæðingarkirkjunnar í Bet- lehem þar sem menn segja að Jesú hafi komið í heiminn. Og ég sat við annan mann í hellisskút- anum í Getsemanegarðinum. Skýringarnar á þessari einsemd ferðamanns á einum áhugaverð- asta stað heimsins blasa við þegar litið er til austurs frá Ólívufjallinu. Þaðan blasa við byggðir landtökumanna gyðinga sem teygja sig sífellt lengra inn Palestínu. Byggðirnar hafa alltaf minnt mig á Breiðholts- hverfið í Reykjavík, einbýlis- hús, raðhús, blokkir og grónir garðar en eyðilegir melar á milli. Þetta eru ekki hús fátækra hugsjónamanna heldur híbýli fólks sem fær þarna fín hús nið- urgreidd af ríkinu. Þarna eru sundlaugar enda nóg af vatni þótt ekki sé deigan dropa að fá í þorpum Palestínumanna í kring. Austan frá Ólívufjalli sést líka aðskilnaðarmúrinn hlykkjast í gegnum hverfi og bæi Palest- ínumanna. Fólk sem ég hitti við múrinn sagði mér að fyrir fáum vikum hefði verið tveggja mín- útna gangur til ættingja í næstu götu. Nú tæki ferðin tvo klukku- tíma í gegnum vegatálma. Múr- inn liggur hvergi á landi Ísraels- manna heldur allur innan Pal- estínu og sums staðar langt inni í þessu örlitla landi sem aðeins þekur 22% af Palestínu eins og hún var fyrir stofnun og stækk- un Ísraels. Hann sker ekki að- eins í sundur bæi Palestínu- manna heldur liggur hann víða þannig að allt ræktanlegt land lendir Ísraelsmegin við hann. Þarna, eins og í gömlu borginni í Jerúsalem, standa vígbúnir her- menn vörð um markalínur sem skilja á milli ríkidæmis og fá- tæktar og á milli valds og von- leysis. Á einum stað við múrinn stóðu þeir í rústum heimilis og sögðu mér að setja niður myndavélina. Á síðustu misser- um hafa Ísraelsmenn eyðilagt heimili 38 þúsund Palestínu- manna, að sögn ísraelskra mannréttindasamtaka sem hengdu upp auglýsingu á hótel- inu mínu í Palestínu til að vekja athygli á að einhverjum í Ísrael er ekki sama. Í aðeins 330 tilvik- um var um að ræða hefndir fyrir sjálfsmorðsárásir. Sumum ofbýður í Ísrael en Palestína minnir sífellt meira á fanga- búðir, sundurslitnar ræmur af landi þar sem akrar eru slitn- ir frá þorpum, fjölskyldum er sundrað, atvinnulíf lagt í rúst og helsta áminningin um nútímann er útlendir hermenn veifandi vélbyssum. Við múrinn, þar sem hann sker í sundur lítið þorp og lokar götu í útjaðri Jerúsalem, spurði mig miðaldra Palestínu- maður: „Heyrir einhver í okk- ur?“. ■ Þ á hefur Kísiliðjunni við Mývatn endanlega verið lokað ogtæplega fimmtíu manns hafa misst atvinnu sína.Verksmiðjan hefur verið starfrækt í 38 ár, og starfsemi hennar hefur verið mjög sérstök. Kísilgúrnum hefur verið dælt upp af botni Mývatns á sumrin í miklar þrær við Bjarnarflag, og síðan hefur gúrinn verið þurrkaður og sekkjaður til útflutnings. Kísilgúr er notaður til að sía ýmsa vökva, svo sem bjór og ýmiss konar snyrtivörur. Bent hefur verið á að þetta hafi verið mjög umhverfisvæn verksmiðja, sem hafi notað hráefni af botni vatnsins og orkuna í Bjarnarflagi til framleiðslu. Hins vegar hefur verksmiðjan verið mjög umdeild allt frá upphafi og Mývetningar skipst í tvo hópa varðandi afstöðu til hennar. Miklar rannsóknir hafa farið fram á Mývatni á undanförnum árum, og þá ekki síst varðandi urriða- og bleikjustofninn þar. Margar tilgátur hafa kom fram um þverrandi veiði í vatninu, en engar einhlítar niðurstöður virðast liggja fyrir. Bent hefur verið á að veiðin í Mývatni hafi verið mjög sveiflukennd um áraraðir og enn fremur hafa sumir haldið því fram að kísilgúrvinnslan hafi haft góð áhrif á veiðina. Með því að dæla gúrnum af botninum hafi verið komið í veg fyrir að vatnið grynnkaði stöðugt og skurðirnir sem mynduðust við dælinguna hafi haft góð áhrif. Það hefur verið ljóst um langt skeið að kísilgúrvinnslu yrði hætt við Mývatn. Fyrr á þessu ári var öllum starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp, en menn hafa viljað halda í vonina um að eitthvað annað kæmi í staðinn. Iðnaðarráðherra, sem jafnframt er einn af þingmönnum Norðausturkjördæmis, hefur allt fram undir þetta gefið í skyn að kísilduftverksmiðja yrði reist í Mývatnssveit og með því vakið falskar vonir hjá Mývetningum. Í svona málum verða ráðamenn að gæta að því hvað þeir segja, því það er ekkert gamanmál að missa vinnuna á litlum stað eins og Mývatnssveit. Með tilkomu Kísiliðjunnar urðu kaflaskil í lífi Mývetninga. Þéttbýlið í Reykjahlíð byggðist upp og þar hafa risið myndarlegur skóli og sundlaug vegna aukinna beinna og óbeinna tekna sem sveitarfélagið hefur fengið vegna Kísiliðjunnar. Og það sem meira er, vetrareinangrun sveitarinnar var rofin með lagningu Kísilvegarins til Húsavíkur. Áður voru vetrarsamgöngur mög erfiðar þegar snjóþungt var þar á vetrum. Nú nýlega var svo loks lokið við nýjan veg yfir Mývatnsheiði og samgöngur við Austurland eru orðnar greiðar. Allt rennir þetta stoðum undir ósk um áframhaldandi blómlega byggð í Mývatnssveit, sem ekki hvað síst mun byggjast á ferðaþjónustu, sem stendur á gömlum merg í sveitinni. Þangað er enda margt að sækja fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í þessari grein í sveitinni, fleiri gististaðir hafa komið til, skipulagðar ferðir og afþreying aukist og orðið fjölbreyttari og ferðamennskan núorðið stunduð allan ársins hring. Samhliða auknum ferðamannastraumi þarf að huga að umhverfisvernd í sveitinni, því það er leitun að annarri eins náttúruperlu. ■ 1. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Það hefur verið ljóst um langt skeið að kísilgúrvinnslu yrði hætt við Mývatn. Kísiliðjan og Mývatnssveit FRÁ DEGI TIL DAGS Heyrir einhver í okkur? Kristur gegn offitu Offita er mikið vandamál vestur í Bandaríkjunum sem og raunar víðar í velmegunarríkjum Vesturlanda. Eitt á- hyggjuefnið vestanhafs er að fólk sem jafnvel er orðið tæpt á heilsu vegna offitu hlustar ekki á lækna og aðra starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Tekur ekki mark á þeim. Nú hef- ur læknir nokkur í Flórída, Don Colbert að nafni, sem lengi hefur velt fyrir sér hvernig bregð- ast eigi við þessari neikvæðu afstöðu, fundið snjallt ráð. Lausnin tengist því að hann uppgötv- aði að mjög margir offitusjúkl- ingar eru trúaðir og kirkjuræknir. Og þá blasti við að virkja trúarsannfæringuna í þágu heilsunnar. Gera mataræði Frels- arans eins og það birtist í Nýja testa- mentinu að fyrirmynd. Í því skyni hefur Colbert skrifað bækurnar The Jesus Diet og What Would Jesus Eat sem báðar hafa orðið metsölubækur og leitt fjölda offitusjúklinga á vit heilbrigðs líf- ernis. Væri kannski ráð að þýða þessar bækur á íslensku? Bundið við Halldór Samkomulag Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í fyrravor um að Halldór Ásgrímsson yrði forsætisráð- herra í haust í stað Davíðs Oddssonar er bundið við persónu Halldórs. Kjósi framsóknarmenn sér nýjan formann eiga þeir ekki sjálfkrafa rétt á stól for- sætisráðherra. Þetta hefur verið opin- bert leyndarmál en er formlega staðfest í nýútkomnu þriðja bindi sögu Stjórnar- ráðs Íslands sem Sigríður Þorgrímsdóttir og Jakob F. Ásgeirsson hafa samið. Er vísað um þetta til fundargerðar ríkis- stjórnarinnar 20. maí 2003 sem Jakob fékk aðgang að en er að öðru leyti ríkis- leyndarmál. í Stjórnarráðsritinu er saga ríkisstjórna á Íslandi og helstu fram- kvæmda þeirra rakin á tímabilinu frá 1983 til 2004. Er ekki að efa að margir munu hafa áhuga á að sjá hvaða tökum höfundarnir hafa tekið viðkvæm og vandmeðfarin hápólitísk efni úr stjórnmálum samtímans. ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS gm@frettabladid.is Í DAG PALESTÍNA JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Þarna, eins og í gömlu borginni í Jerúsalem, standa vígbúnir hermenn vörð um marka- línur sem skilja á milli ríki- dæmis og fátæktar og á milli valds og vonleysis. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.