Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Atvinna 19 stk. Bílar & farartæki 88 stk. Heilsa 11 stk. Heimilið 13 stk. Húsnæði 23 stk. Keypt & selt 29 stk. Tilkynningar 5 stk. Tómstundir & ferðir 3 stk. Þjónusta 43 stk. Góðan dag! Í dag er miðvikudagurinn 1. des., 336. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.46 13.17 15.47 Akureyri 10.54 13.02 15.09 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Uppáhaldsjólaskrautið mitt yfir höfuð er jólaseríur af öllum tegundum og gerðum,“ segir Alma Guðmundsdóttir Nylonstúlka. „Það er svo rosalega kósí birtan af þeim. Svo set ég alltaf upp í mínu herbergi nokkrar jólabrúður og jóladúk á sófaborðið.“ Alma býr hjá foreldrum sínum en hefur alltaf skreytt sitt herbergi sérstaklega og segist hafa eignað sér þessar brúður fyrir mörgum árum. „Þær hafa verið til frá því ég man eftir mér og eru uppáhaldsskrautið mitt. Svo er einn engill í miklu uppáhaldi en ég bý við hliðina á fyrrverandi klaustri og nunnurnar þar gáfu mér engil ein jólin, sem ég held mjög mikið upp á.“ Í desember er brjálað að gera hjá Ölmu því Nylonstelpurnar eru á þönum um allan bæ að árita plötur og bækur. „Þetta er mikil törn en ofsalega skemmtileg,“ segir Alma. „Ég er samt svo mikil jólastelpa að ég gef mér alveg tíma til að njóta aðventunnar. Við reynum að eiga stundir saman fjölskyldan, borðum saman um helgar og kveikjum á kertum. Svo á ég auðvitað afmæli 29. desem- ber og reyni alltaf að gera eitthvað skemmti- legt þá. Það er kannski ekki grundvöllur fyrir neinum stórum veislum svona rétt fyrir gamlárskvöld en nú er stórafmæli,“ segir Alma, sem er að verða tvítug. „Í ár ætla ég að gera eitthvað rosalega frábært.“ ■ Jólakompumarkaður undir stúku Laugardalsvallar verður haldinn næsta laugardag á veg- um áhugasamra íbúa í skóla- hverfunum þremur sem um- lykja Laugardalinn, þ.e. Lang- holtshverfi, Vogahverfi og Laug- arneshverfi. Þátttaka er öllum ókeypis. Tónlistarfólk, myndlist- armenn og annað listafólk er hvatt til að troða upp eða bara kíkja í heimsókn og „æfa“ sig. Dagur jóladagatalanna er í dag. Sum dagatölin eru á net- inu, þar á meðal jóladagatal Baggalúts á baggalutur.is. Baggalútur á sína sérstöku jólasveina og einn þeirra er Dúðadurtur sem „er kulda- skræfa, ólíkt bræðrum sínum sem flestir eru með afbrigðum heitfengir. Hann gengur jafnan um dúðaður frá toppi til táar. Þegar kalt er úti á hann það til að skríða upp í til fólks á nótt- unni til að ylja sér. Þá vætir hann gjarnan rúmið til að hlýja sér enn frekar og vaknar heimilisfólk þá gjarnan við vondan draum og blautan.“ Árleg jólasala iðjuþjálfunar geðdeildar verður haldin á morgun, fimmtudaginn 2. desember, kl. 12.00-15.30 á fyrstu hæð í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut. Til sölu verða handgerðar vörur sem unnar eru í iðjuþjálfun. Kaffi- og veitingasala verður á staðnum. Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum. Hollur, hagnýtur og ljúffengur jólamatur heitir námskeið sem Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og unnusti hennar Oscar Umahro Cadogan halda í Maður lifandi dagana 6., 7., 8. og 9. desem- ber. Þau taka á móti pön- tunum í síma 692 8489 og inn á netfangið glofaxi@mac.com. Gallerí Fold gefur listmun á hverjum degi frá 1. desember til jóla. Til að eiga möguleika á að hljóta hann þarf einungis að koma við í Galleríi Fold við Rauðarárstíg eða í Kringlunni og fylla út þátttökuseðil. Á hverjum degi frá 1. desember til jóla verður eitt nafn dregið úr pottinum. Nöfn vinningshafa verða birt í Morgunblaðinu og á heimasíðu Gallerí Foldar. jol@frettabladid.is Alma heldur upp á jóladúkkur sem hafa verið í fjölskyldunni frá því hún man eftir sér. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU fyrir jólin FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR JÓLIN VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Sem betur fer fór hann bara í tvo mola en ekki þúsund. Jólaklósettappír í Unika BLS. 2 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Talið niður til jóla Spennandi er að fylgjast með kertaloga brenna niður dagana til jóla á sérstökum dagatalskertum. Tíminn til jóla getur verið óra- lengi að líða og því hefur fólk tekið upp á einu og öðru til að telja niður dagana og sjá þau færast nær og nær. Kerti með tölustöfum frá einum upp í 24 eru skemmtileg leið til að telja niður og þannig er kveikt á kertinu dag- lega og látið loga að næsta númer- ið. Smám saman minnkar kertið og jólin nálgast æ hraðar. Það getur jafnvel verið róandi að stara inn í logann með kakóbolla í hönd og hugleiða jólin og tilver- una alla, eða eiga gott spjall við vini á meðan kertið klárar dag- inn hægt og rólega. Jólakerti sem telur niður dag- ana til jóla. Fæst í versluninni Í húsinu og kostar kr. 990. Engill frá nunnum Alma skreytir herbergið sitt og heldur upp á jólaseríur af öllum gerðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.