Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 18
Jólagjafir Það getur verið snúið að kaupa jólagjafir fyrir yngstu börnin þar sem þau eru yfirleitt með í verslunarleiðöngrum. Þá getur verið tilvalið að nota tækn- ina og kaupa gjafir handa þeim minnstu á netinu, þá grunar þau ekki neitt.[ Stemning í Jólaþorpinu Útskriftarnemendur í Garðyrkjuskólanum voru með bás í þorpinu og seldu aðventukransa og fleira en ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda. Hér sést Ásdís Pálsdóttir en hún er nemandi á blómaskreytingabraut skólans. Margir lögðu leið sína í Fjörðinn og kíktu á fallegan jólavarning sem þar var til sölu, gæddu sér á kakói og með því og fylgdust með skemmtiatriðum á sviðinu. Að sögn Alberts Eiríkssonar, verkefnisstjóra Jólaþorpsins, fór allt vel fram í þorpinu um helgina þrátt fyrir skúrir á sunnudaginn. Margir sem heim- sóttu þorpið höfðu orð á því hve flott það væri og hve úrvalið í húsunum væri mikið. Jólaþorpið er opið allar helgar til jóla, bæði laugardag og sunnu- dag, frá 12 til 18. Á Þorláks- messu verður opið frá 12 til 22.30. ■ Jólaþorpið í Hafnarfirði var opnað með pompi og prakt laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn. Jólaskrauti eru engin takmörk sett, eða hvað má skreyta fyrir jólin. Í versluninni Unika í Faxa- feni fæst j ó l a k l ó - settpapp- ír með myndum af jóla- s v e i n u m og jólaengl- um. Rúllan af pappírnum kostar 695 kr. og er hann því varla ætlaður til hversdags- brúks en skemmtilegt er að eiga eina rúllu sem hægt er að nota í jólaboðið eða bara fyrir sjálfan sig á aðfanga- dag til að gera klósettferðina há- tíðlega. Þá er einnig tilvalið að henda upp yfir spegilinn á bað- h e r b e r g i n u einni fallegri jólaseríu og setja kerti á vaskinn og hafa bók með jólasög- um við kló- settið til að skapa sér- staka stund fyrir þá sem sitja þar einir bak við luktar dyr. ■ Jólaklósettpappír Jólasveinar og englar á rúllunni. Sloppar, nátt- kjólar, náttföt - allar stærðir - Kringlunni 8-12 - sími 553 3600 • www.olympia.is YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir Sértímar í kraftyoga www.yogaheilsa.is ] Jólamarkaður í Hvíta húsinu Á Selfossi verður haldinn skemmtilegur jólamarkaður. Dagana 12.-19. desember verð- ur haldinn jólamarkaður í Hvíta húsinu, Selfossi. Mark- aðurinn verður opnaður kl. 16 sunnudaginn 12. desember, en eftir það verður hann opinn frá kl. 14-21. Fyrirtæki og handverksfólk verða með markaðsbása, skemmtilegar uppákomur verða í tengslum við markað- inn og veitingasala verður á staðnum. Hægt er að panta sölubás og nálgast frekari upp- lýsingar í síma 848-0048 eða senda fyrirspurn á jolamark- adur@visir.is ■Klósettpappír með jólasveinum færst í verslunni Unika og kostar kr. 695. Guðrún Bragadóttir selur varning í jólaþorpinu en hún og maður hennar, Bragi Baldursson, föndra allt sjálf. Sigurður Örvar lætur mála fyrir sig á jólakúlur og fleira í Pól- landi og hér sjást þær. Hann lætur til dæmis mála íslensku kirkjurnar á kúlurnar. Þessi unga snót skemmti sér vel í jólastemningunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Margir lögðu leið sína í jólaþorpið um helgina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.