Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 2004 Árni Snævarr buslar enn Í mötuneytis-grein sinni í Frétta- blaðinu 26. nóvember sl. játar Árni Snævarr að sér hafi orðið á í mess- unni og hann biðst afsökunar á ósannindum sínum og rangfærsl- um í greininni sem hann birti í Fréttablaðinu 20. nóv. En hann hnýtir því aftan við að ósannindi sín skipti engu höfuðmáli. Árni bætir svo gráu á svart ofan með furðulegum málflutningi í hinni seinni grein sinni. Nú skrifar hann: „Því miður hefur prófessor Eysteinn aldrei viljað ræða þessi mál opinberlega nema tilneyddur í nærri hálfan fimmta áratug.“ Árni gerir enga tilraun til að rökstyðja þessa full- yrðingu enda eru þetta helber ósannindi. Ég hef aldrei neitað að ræða þessi mál og hef aldrei álitið þau neitt feimnismál. Ég ræddi t.d. reynslu mína af náminu í Leipzig í sjónvarpsþætti sem mig minnir að Jón Ólafsson hafi séð um og þar komu fram fleiri sem stundað höfðu nám í Þýskalandi. Og svo kom Árni Snævarr og bað mig um viðtal fyrir bók sína. Ég ræddi þessi mál við hann opinskátt eins og jafnan endranær og veitti honum allar upplýsingar sem hann bað um. Skyldi honum finnast að hann hafi neytt mig til þess? Síðar var ég beðinn að koma á útgáfu- kynningu bókarinnar. Þar var ég beðinn að flytja ávarp sem ég gerði og gat leiðrétt í orðum ýmislegt sem ranglega var fram sett í bók- inni. Í því ávarpi minnti ég á lof- orðið sem Árni gaf um að að ég semdi texta við myndina ef hún yrði birt. Þá brást Árni kurteislega við og sagði að sér þætti þetta leitt, hann hefði gleymt þessu loforði. Ég lét gott heita en nú ber hann á mig ósannindi með gífuryrðum vegna þessa atriðis. Síðan heldur Árni áfram fimbulfambi sínu: „Enginn veit raunar hvort hann [þ.e. Eysteinn] og félagar hans hefðu nokkru sinni viljað ræða þessa hluti ef einka- bréfum þeirra hefði ekki verið stolið“. Hvað skyldi maðurinn eiga við með þessu? Álítur hann að við- tal mitt við hann á sínum tíma hafi verið að þakka innbroti og þjófn- aði? Og enn skrifar Árni: „Eysteinn hafði fram að þeim tíma sjaldan séð ástæðu til að fjalla ítarlega um flótta sinn til Austur-Berlínar.“ Það er vissulega hægt að brosa að þessum ummælum og fáfræð- inni sem þau afhjúpa. Hvaða flótta? Hvers vegna hefði ég átt að flýja – og það til Austur-Berlínar? Ég hélt bara heim venjulega leið eins og hver annar ferðalangur. Bar mér svo einhver skylda til að hafa frumkvæði um að opinbera einkamál mín hér á landi? Ég hafði lokið minni námsdvöl og farið heim. Er eitthvað sérlega merki- legt við það – eitthvað sem ég þarf endilega að bera á borð fyrir alla þjóðina? Ég gat ekki séð það, en hins vegar sagði ég allt af létta þeim sem um þetta vildu fræðast, meira að segja Árna Snævari sem launar þá fræðslu eins og hann er maður til. En þó að tilraun Árna til að sam- sama mig einni sögupersónu í skáldsögunni Kleifarvatni hafi mistekist klaufalega, þá voru þetta ekki einu tilburðir hans til sér- kennilegra bókmenntaskýringa. Síðla kvöld eitt fyrir nokkrum dög- um hringdi hann til Tryggva Sigur- bjarnarsonar, sem var við nám í Dresden þegar ég var í Leipzig, og reyndi að fá hann til liðs við þetta hugsjónamál sitt, að heimfæra sögupersónur Arnalds Indriðason- ar upp á lifandi fólk. Árni hafði ekki erindi sem erfiði frekar en endranær. En ekki er öll nótt úti. Við bíðum enn eftir frekari niður- stöðum úr bókmenntarannsóknum Árna Snævars. ■ AF NETINU Stefna Pútíns í Úkraínu Af hverju styður Pútín Janúkóvitsj? Fyrir því virðist einkum vera ein ástæða. Júst- sénko hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að rússneska verði opinbert tungu- mál í Úkraínu enda þótt hún sé móður- mál stórs hluta íbúanna. Þetta mislíkar Rússum og sjá fram á að hér sé að mynd- ast enn einn kúgaður rússneskur þjóðern- isminnihluti í nágrannalandi. Sporin frá Eystrasaltsríkjunum og þjóðrembustefna stjórnvalda þar hræða vissulega. Á hinn bóginn er Janúkóvitsj frá austurhluta Úkraínu og nýtur fylgis meðal margra rússneskumælandi íbúa þar. Hann er því ólíklegur til að setja þetta mál á oddinn. Sverrir Jakobsson á murinn.is Deilt um Jerúsalem Stærsta spurningin er nú um Jerúsalem borg. Palestínumenn segjast ekki ætla að gefa eftir kröfur sínar um að fá Jerúsalem sem höfuðborg Palestínu og vitað er að Ísraelar ætla ekki að gefa eftir Jerúsalem. Friðarumræður Bandaríkjamanna og áætlanir um að stofna palestínskt ríki gætu meðal annars strandað á þessum deilum. Hlutverk Bandaríkjanna verður því að stilla til friðar og hugsanlega að ákveða hvoru megin Jerúsalem mun standa, í Palestínu eða í Ísrael. Ólíklegt verður þó að teljast að niðurstaða fáist sem báðir aðilar sætta sig við. Ásdís Björk Jónsdóttir á tikin.is Ekki umburðarlyndir Íslendingar halda ef til vill að þeir séu mjög umburðarlyndir gagnvart öðrum þjóðum og menningu þeirra. Því miður reynist svo ekki alltaf vera um suma og stundum jafnvel mikinn hluta þjóðarinnar. Oft er ekki annað hægt en að verða var við fordóma ñ og það jafnvel þótt viðkomandi segist ekki hafa neina fordóma. Eða hversu oft er ekki talað um það að innflytj- endur vilji ekki aðlagast? Og hversu oft er ekki talað um það sem eitthvað slæmt að þeir haldi sínum eigin siðum og búi í ná- býli hver við annan í ákveðnum götum? Þórður Sveinsson á mir.is Vinstri menn eyða Ef Reykjavíkurborg væri vel rekin gerðu menn væntanlega ráð fyrir því að til auk- ins kostnaðar kynni að koma á ýmsum sviðum. En það virðist vera lenzka hjá ófá- um vinstrimönnum að telja að rétt sé að eyða öllu því fé sem þeir hafi yfir að ráða þegar þeir komast með fingurna í opin- beran rekstur. Hver kannast ekki við vin- sælt orðalag á vinstrivængnum: „vannýttir tekjustofnar“? Svo þegar aðstæður koma upp sem kalla óhjákvæmilega á aukin út- gjöld er eina ráð þeirra að hækka álögur á skattgreiðendur. Eitthvað sem ætti alltaf að forðast eins og heitan eldinn. Þorsteinn Magnússon á ihald.is EYSTEINN ÞORVALDSSON UMRÆÐAN SKÁLDSKAPUR OG VERULEIKI Hvaða flótta? Hversvegna hefði ég átt að flýja – og það til Austur-Berlínar? Ég hélt bara heim venjulega leið eins og hver annar ferða- langur. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.