Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 36
Á dögunum komu út tvö bindi í bókaflokknum „Aldirnar“, sem hafa verið lesefni og uppflettirit þjóðarinnar í hálfa öld. Útgáfa þessara tveggja binda, sem fjalla um elleftu öldina og landnáms- öldina, markar tímamót, því þar með lýkur ritun aldanna sem liðnar eru. Við hittum höfundinn og spurðum hann fyrst hve mörg bindi hann hefði skrifað í þessum flokki? „Þau eru orðin sjö. Ég er bú- inn að vera við þetta í sex ár, bæði rannsóknir og skrif. Tíma- bilið nær orðið yfir meirihluta Ís- landssögunnar.“ Aldirnar eru skrifaðar eins og fréttir. „Já, þetta er sett upp eins og blað eða tímarit, með fréttum og fréttaskýringum. En heimildirn- ar eru náttúrulega allt annars - eðlis en gerist í nútímablaða- mennsku. Sumir hafa haldið að á þessum fyrstu öldum séu heim- ildir fáskrúðugar. En sagnaritar- arnir okkar eru ekki eins fjarri atburðum í tíma og virðist við fyrstu sýn. Ari fróði þekkti fólk sem uppi var á 11. öld og jafnvel fætt á þeirri tíundu. Hallur fóstri hans var skírður þrevetra af Þangbrandi. Þuríður Snorradóttir goða var einn heimildarmanna hans og hún deyr á 12. öld. Þá leita ég heimilda í biskupasögum og samtímasögum. Íslendinga- sögur nota ég þar sem fræðimenn telja að þær lýsi raunverulegum atburðum. Ég hef reitt mig mikið á rannsóknir íslenskra fræði- manna, en stórvirki hefur verið unnið í útgáfu á síðustu áratug- um, til dæmis af hálfu Fornrita- félagsins. Svo hafa bæst við mikl- ar upplýsingar úr fornleifarann- sóknum síðustu ára og rannsókn- ir Íslenskrar erfðagreiningar hafa rennt stoðum undir gamlar tilgátur um uppruna okkar. Allt þetta gat ég stuðst við. Það hefur verið mikil gerjun í fræðaheimin- um undanfarin ár og margt kom- ið fram sem aukið hefur skilning okkar á fyrstu öldum Íslands- byggðar. Vísindamenn hafa leitt að því rök að íslenskt samfélag fornaldar hafi verið fjölmenning- arsamfélag, þar hafi runnið sam- an ólíkir þættir sem til dæmis ollu því að kristnitakan varð jafn friðsöm og raun ber vitni. Þetta mótar sjálfsvitund okkar enn og er meginpartur þess erindis sem við þykjumst eiga við umheim- inn.“ Hvað um myndefnið? Erum við ekki fátækir af myndum frá þessum fyrstu öldum? „Jú, en ég geng út frá því í myndefninu að íslensk menning hafi á þessum tíma verið hluti af evrópskri samtíðarmenningu. Því leyfi ég mér að leita fanga um myndefni um allan þennan menningarheim, ég leita sam- tímaefnis úr byggingum, mynd- list og handritum, því vissulega erum við fátækir af myndum frá þessum tíma.“ „Seturðu sjálfur fram sögu- túlkun í þessum bókum?“ „Ég byggi langmest á kenn- ingum annarra fræðimanna. En eigin skoðanir viðra ég í eftir- mála hverrar bókar.“ ■ 20 1. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR KVIKMYNDALEIKSTJÓRINN WOODY ALLEN (réttu nafni Allen Stewart Königsberg) fæddist þennan dag 1935 Hann er bandarískur gyðingur, alinn upp í Brooklyn í New York. TÍMAMÓT: MEÐ LANDNÁMSÖLD LÝKUR SÖGU ALDANNA Dauðinn er eitt af því sem maður getur átt við liggjandi. Munurinn á kynlífi og dauða er að maður deyr einn og enginn gerir gys að manni fyrir frammistöðuna.“ - Woody Allen spilar líka á klarinett. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Ingibjörg J. Helgadóttir frá Patreksfirði lést laugardaginn 27. nóvember. Ingibjörg Þórarinsdóttir, Víðihlíð, Grinda- vík, lést sunnudaginn 28. nóvember. Jón S. Erlendsson verkstjóri, Dalalandi 12, lést föstudaginn 26. nóvember. Stefán Reynir Ásgeirsson lést laugar- daginn 27. nóvember. Þórdís Jónína Baldvinsdóttir lést föstu- daginn 26. nóvember. Guðlaug Sveinsdóttir lést sunnudaginn 28. nóvember. JARÐARFARIR 13.00 Ragnheiður Friðriksdóttir, Hring- braut 52, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 15.00 Matthías Bjarnason, Ehnen, Lúxemborg, áður til heimilis að Búlandi 29, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík. ÓSKAR GUÐMUNDSSON FRÆÐIMAÐUR Fréttir af löngu liðnum atburðum. Þennan dag fögnuðu Íslendingar fullveldi. Stutt og látlaus athöfn fór fram við Stjórnarráðið, lúðra- sveit lék „Eldgamla Ísafold“, fjár- málaráðherrann, Sigurður Eggerz, hélt ræðu en forsætis- ráðherrann var í Danmörku þar sem hann gekk á fund konungs til þess að fá staðfestingu sam- bandslaganna. Að lokinni ræðu Sigurðar Eggerz var íslenski ríkis- fáninn dreginn að húni. Danskir hermenn, af varðskipinu Islands Falk, skutu af byssum sínum upp í loftið. Þá flutti skipstjórinn á danska varðskipinu ávarp og lúðrasveitin lék danska konungs- sönginn „Kong Christian stod ved höjen mast“. Þá var hrópað nífalt húrra fyrir kónginum. For- seti sameinaðs þings flutti ræðu og að henni lokinn var þjóð- söngur Dana fluttur og húrra hrópað fyrir Danmörku. Loks var íslenski þjóðsöngurinn leikinn og hrópað húrra fyrir Íslandi. Þá var íslenskt fullvalda ríki orðið til. Fáir bæjarbúar voru viðstaddir þessa athöfn. Bærinn var enn í sárum eftir spænsku veikina, sem geisað hafði tveim mánuð- um fyrr, versta farsótt tuttugustu aldar. Talið er að fimm hundruð manns hafi látist úr veikinni, flestir í Reykjavík. Þótt ekki færi meira fyrir hátíðarhöldum var þessi dagur merkilegri en al- menningur samtímans gerði sér grein fyrir. Þetta voru endalok sjálfstæðisbaráttunnar með full- um sigri Íslendinga. 1. DESEMBER 1918 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1878 Fyrsti vitinn byggður á Vala- hnjúk á Reykjanesi. 1913 Fyrsta færibandið tekið í brúk í Ford-bílaverksmiðj- unum. 1931 Styttan af Hannesi Hafstein e. Einar Jónsson afhjúpuð við Stjórnarráðið. 1934 Stalín lætur drepa Kirov. Þetta markaði upphaf hreinsana 4. áratugarins. 1972 Blysför farin um miðbæ Reykjavíkur og verndunar Bernhöftstorfunnar krafist. Torfusamtökin stofnuð á fundi í lok göngunnar. 1976 Breskir togarar halda af Ís- landsmiðum í síðasta sinn í kjölfar viðurkenningar Breta á 200 mílunum. 1983 Rás 2 hefur útsendingar. 1991 Hilmar Örn Hilmarsson fær Felixverðlaunin fyrir tónlist- ina í Börnum náttúrunnar. Fullveldi í skugga spænsku veikinnar AFMÆLI Bjarni Helgason, jarðvegsfræðingur og skógræktarmaður, er 71 árs í dag. Aðalsteinn Bergdal leikari er 55 ára í dag. Kristján Pálsson, fyrrv. alþingismaður, er sextugur í dag. Af löngu liðnum tíma Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Símar 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Þegar andlát ber að Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Friðriksdóttir Hringbraut 52, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 1. desem- ber kl. 13.00. Jóhannes Valgeir Reynisson, Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, Árni Reynis- son, Anna S. Bjarnadóttir, Eyjólfur Reynisson, Una Gísladóttir, Jóhann Reynisson, Suphit Donkanha, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Þorsteins Jóns Nordal Karlssonar Búðardal, Skarðsströnd. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Silfurtúns og prestanna Ingibergs og Óskars. Valdís Þórðardóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Þorgeir Hafsteinsson, barnabörn og barnabörn. Elsku systir okkar og frænka, Guðrún L. Vilmundardóttir Dunhaga 11, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 24. nóvember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu, sími 551-7868. Þórunn Vilmundardóttir, Jón Árni Vilmundarson, Valgerður Vilmundar- dóttir og frændsystkini. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, stuðning og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa Jóns K. Friðrikssonar hrossaræktanda, Vatnsleysu, Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Árdís M. Björnsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Marjan Herkovic, Björn F. Jónsson, Arndís B. Brynjólfsdóttir og Jón Herkovic.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.