Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 38
22 1. desember 2004 MIÐVIKUDAGUR Við hrósum... ... Páli Þór Armann, framkvæmdastjóra Egilshallarinnar, og samstarfsfólki hans fyrir að láta flestar áætlanir varðandi Egilshöllina standast á fyrsta starfsári hennar. Páll Þór hefur tekið á móti stærstu rokkhljómsveit heims með miklum glæsibrag ásamt einu af bestu kvennalandsliðum heims í knattspyrnu. Fljótlega má búast við verslunum og þjónustu hvers konar í Egilshöllina og má búast við að Páll Þór taki við mannfjöldanum með opnum örmum, slíkur gestgjafi sem hann er.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 21 22 23 24 25 26 27 Miðvikudagur SEPTEMBER FÓTBOLTI Það var ljóst fljótlega eftir að Víkingur féll úr Landsbanka- deildinni að Viktor Bjarki yrði ekki áfram í Fossvoginum. Hann gældi við að komast í atvinnu- mennsku á nýjan leik og var meðal annars orðaður við félag í Rússlandi. Eitthvað lítið hefur gerst í þeim málum og Viktor fékk nóg af biðinni og ákvað því að spila hér heima. „Ég nenni bara ekkert að bíða lengur. Ég vil fara að æfa á fullu og horfa fram á veginn,“ sagði Viktor Bjarki við Fréttablaðið í gær. Hann hefur náð samkomu- lagi um samning við Fylkismenn en Fylkir og Víkingur eru enn að semja sín á milli og því er ekki alveg orðið klárt að hann fari í Árbæinn. Ágúst Hafberg, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Víkings, stað- festi við Fréttablaðið í gær að samningaviðræður væru í fullum gangi við Fylki en vildi lítið láta uppi um hvernig þær gengju. Alls er óvíst hvort Viktor verður seld- ur eða lánaður til Fylkis en ef allt gengur að óskum klárast málið fyrir helgi. Viktor staðfesti í samtali við blaðið að ÍBV, Keflavík og Valur hefðu einnig borið víurnar í sig en af hverju ákvað hann að fara í Fylki? „Mig langaði helst að spila með félagi á höfuðborgarsvæðinu og því komu Valur og Fylkir helst til greina. Ég ákvað samt að velja Fylki því það er félag sem býður upp á toppaðstæður. Þeir hafa einnig spennandi þjálfara og hóp og því ákvað ég að slá til. Svo eru aðstæður líka skárri hjá Fylki en Val eins og staðan er í dag þótt hún verði eflaust glæsileg hjá Val eftir svona tvö ár,“ sagði Viktor Bjarki og bætti því við að einnig hefði skipt máli að Fylkismenn hefðu snemma sýnt sér mikinn áhuga. „Þeir hringdu í mig fljótlega eftir að tímabilinu lauk og ég hafði strax mikinn áhuga á að fara til þeirra. Svo tók við smábið áður en við tókum upp þráðinn á ný og ég er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir félagið. Það er kominn tími á að Fylkir verði Íslands- meistari og vonandi get ég hjálp- að þeim að ná því markmiði,“ sagði Viktor Bjarki Arnarsson, til- vonandi leikmaður Fylkis. henry@frettabladid.is ELTUR AF FYLKISMÖNNUM Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson sést hér í kapphlaupi við Fylkismanninn Helga Val Daníelsson í leik liðanna í Landsbankadeildinni í sumar. Þeir verða samherjar á komandi tímabili. Fréttablaðið/Róbert Viktor Bjarki á leið í Fylki Víkingurinn Viktor Bjarki Arnarsson mun að öllum líkindum semja við Fylki í vikunni. ÍBV, Keflavík og Valur vildu einnig fá Viktor en hann kaus að fara til Fylkis.■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Haukar mætast í Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Keflavík og ÍS mætast í Keflavík í 1. deild kvenna í körfubolta.  19.15 Njarðvík og KR mætast í Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  18.20 Olíssport á Sýn.  19.35 Enski deildarbikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Manchester United og Arsenal í enska deildarbikarnum í fótbolta.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 X-Games á Sýn.  00.05 Enski deildarbikarinn á Sýn. Útsending frá leik Manchester United og Arsenal í enska deildarbikarnum í fótbolta. Fréttablaðið mun bjóða öllum lesendum sínum frítt inn í garðinn til jóla og verður margt við að vera. ÞÉR ER BOÐIÐ Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINN! Fréttablaðið er komið í hátíðarskap! Mest notaði fjölmiðill á Íslandi - daglega Dagskráin miðvikudaginn 1. desember: 10:30 Hreindýrum gefið 10:45 Jólasaga lesin í Jólaveröldinni 11:00 Selum gefið 11:30 Refum og minkum gefið 13:30 til 17:00 Handverksmarkaður 14:00 Svínum hleypt út ef veður leyfir 14:00 Jólasaga lesin í Jólaveröldinni 15:00 Fálkunum gefið 15:30 Hreindýrum gefið 15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið 16:00 Selum gefið 16:15 Hestum, geitum og kindum gefið 16:30 Svínum gefið og mjaltir í fjósi. Í dag klukkan 16:15 mun Borgarstjóri Reykjavíkur Steinunn Valdís Óskarsdóttir opna formlega Fiskasafn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Aðrir velunnarar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eru: Ingólfur Axelsson fékk fjögurra leikja bann: Þetta er óréttlátt HANDBOLTI Framarinn Ingólfur Axelsson var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd HSÍ vegna láta sem áttu sér stað í leik Þórs og Fram á Akureyri um síðustu helgi. Ingólfur lenti í handalögmálum við leikmenn 3. flokks Þórs sem ögruðu Ingólfi á leið sinni til búningsklefa og í kjölfarið varð allt vitlaust í húsinu þar sem áhorfendur tóku þátt í látunum. Þórsarar fengu sekt upp á 25 þúsund krónur og þeir horfa væntanlega fram á heimaleikja- bann fari svo að umgjörð leikja hjá þeim bregðist aftur í vetur. Framarinn Arnar Þór Sæþórs- son og Þórsarinn Bjarni Gunnar Bjarnason fengu rautt spjald í leiknum eins og Ingólfur en sleppa við bann en fengu samt þrjú refsistig. Ingólfur var væg- ast sagt ósáttur við dóminn þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Þetta er ekki hægt. Ég skil ekkert í þessum dómi. Það eru þrjár ástæður fyrir því að þeir geta hreinlega ekki dæmt svona. Þeir hafa engan mann á staðnum, það er engin m y n d b a n d s - upptaka sem þeir bera sig eftir o g s v o tala þeir ekki einu sinni við neinn Framara. Ég veit ekki hvað er á bak við þennan dóm,“ sagði Ingólfur en hann veit hvað dómararnir skrifuðu í skýrsluna eftir leikinn. „Dómarinn skrifar sjálfur í skýrsluna að það sé í mesta lagi hægt að dæma mig í eins leiks bann. Hann segir það við okkur í flugvélinni á leið heim. Mér finnst Þórsararnir líka sleppa ansi vel með þessa litlu sekt. Það er alveg fáranlegt að ég fái sama dóm og leikmaður Þórs fékk fyrr í vetur fyrir að hlaupa af bekknum og kýla annan mann. Það eru engar forsendur fyrir þessu langa banni og þeir geta ekki rökstutt það. Þetta er mjög óréttlátur dómur,“ sagði Ingólfur sem er fyrir vikið kominn í jólafrí og getur ekki leik- ið aftur með Fram fyrr en í febrú- ar. Framarar ætla að fara eins langt og þeir geta með þetta mál þótt ekki sé hægt að áfrýja þessum dómi. Þeir eru verulega ósáttir við lyktir mála. - hbg NGÓLFUR AXELSSON Fékk þungan dóm í gær. Fréttablaðið/Róbert TVENNA FRÁ OKKAR MANNI Heiðar Helguson skoraði tvö mörk fyrir Watford í 3–0 sigri á Portsmouth í gær í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í gær. Enski deildarbikarinn: Heiðar skaut Watford inn í undanúrslit FÓTBOLTI Heiðar Helguson var í miklu stuði í gær þegar tveir leikir átta liða úrslita enska deildarbikarsins fóru fram og Íslendingaliðin Watford og Chelsea tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum keppninnar. Heiðar skoraði tvö fyrstu mörk Watford sem vann enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth 3–0 á heimavelli sínum. Mörk Heiðars komu á 24. og 57. mínútu leiksins og hefur hann nú skorað 10 mörk fyrir Watford á þessu tímabili. Brynjar Björn Gunnarsson byrjaði leikinn en var skipt útaf í hálfleik vegna meiðsla. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 58. mínútu í 2–1 sigri Chelsea á Fulham. Frank Lampard kom einnig inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Brian McBride jafnaði í 1–1 eftir að Damien Duff hafði komið Chelsea yfir í upphafi seinni hálfleiks.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.