Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR „BRAVÓ, BRAGI“ C M Y CM MY CY CMY K Untitled-1 22.10.2004 14:26:57Bjar ur-1 2 .10.20 4 14:26:57 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 4 „SAMKVÆMISLEIKIR EFTIR BRAGA ÓLAFSSON ER MÖGNUÐ SKÁLDSAGA. ÞRÆLMÖGNUÐ. ...EFTIR LESTUR BÓKARINNAR SITUR MAÐUR GJÖRSAMLEGA BERGNUMINN. HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA?“ – Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið – Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós „ALVEG FRÁBÆR BÓK, SPENNANDI OG FYNDIN.“ Afturhalds- kommatitts- flokkur! Utanríkisráðherra Íslands erbúinn að finna upp orð sem sam- einar og inniheldur næstum hálfrar aldar skítkast milli hægri og vinstri manna: „Afturhald!“ : „Kommar!“ Orðhlutinn „tittur“ er framlag hins háa ráðherra til að frelsa stjórnmála- umræðu á Íslandi upp úr skotgröfum kalda stríðsins. Orðhlutinn „flokkur“ er ævafornt orð sem hefur haft margvíslega merkingu gegnum tíð- ina en merkir um þessar mundir „staðfastir jábræður og jásystur óskeikuls foringja“. AFTURHALDSKOMMATITTS- FLOKKUR lýsir vel afstöðu þeirra sem völdin hafa á Íslandi í dag til þeirra sem hafa hvorki tögl né hagld- ir. En fyrst og fremst fræðir þetta orð okkur um hugarástand hins orð- haga leiðtoga og helbláa sýn á þá veröld sem flestir nútímamenn telja að sé – og eigi að vera – í öllum regn- bogans litum. ÍSLENSK FYNDNI drýpur af þessu orði og drap á dreif umræðum á Alþingi Íslendinga sem áttu að snú- ast um hver eða hverjir báru ábyrgð á því að flækja hið friðsama Ísland inn í lygavef um gereyðingarvopn og hryðjuverkastarfsemi – og hver eða hverjir báru ábyrgð á því að íslenska þjóðin gerðist ábyrgur og staðfastur stuðningsaðili að vopnaðri innrás í fjarlægt land sem hefur kostað hundrað þúsund mannslíf á einu ári. HÁLFRI MILLJÓN LÍTRA af blóði hefur verið úthellt í nafni ís- lensku þjóðarinnar í styrjöld sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna lýsir ólögmæta. Sá „afturhalds- kommatittur“ og „meinfýsni úrtölu- maður“ sem hér heldur á penna er sorgmæddur yfir því að hafa verið gerður meðábyrgur fyrir þessu blóð- baði, og grunaði reyndar ekki að til væru íslenskir stjórnmálamenn sem ekki víluðu fyrir sér að skipa þjóðinni að stinga sér til sunds með hákörlum í blóðhafi átaka um auð og olíu. SÚ SÉRKENNILEGA kímnigáfa sem felst í orðinu „afturhalds- kommatittaflokkur“ útskýrir hins vegar betur en mörg orð að „stjórn- mála- og lýðræðisumræða“ á Íslandi fer nú fram á plani sem er mörgum þrepum fyrir utan og neðan hið fá- tæklega og þrönga vitundarsvið al- mennings. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.